Markaður í Camden í ljósum logum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2017 01:50 Yfir 70 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn sem geisar í markaðinum í Camden. Vísir/afp Mikill eldur geisar í Lockmarkaðinum í Camdenhverfi Lundúna. Yfir tíu slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang og vinna nú yfir sjötíu slökkviliðsmenn að slökkvistarfi. Þetta kemur fram á vef Guardian. Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir miðnætti að staðartíma. Í tilkynningu frá slökkviliðinu er fólk vinsamlegast beðið um að halda sig frá svæðinu. Búið er að loka fyrir hluta Camden High Street. Netverjar birtu myndefni af eldsvoðanum á Twitter. Myndirnar sýna markaðinn í ljósum logum og þykkan reyk sem leggur frá þakinu. Eldurinn virðist hafa átt upptök sín fyrir ofan veitingastaðinn Honest Burger. Markaðurinn er frægur og þykir hann einkar vinsæll á meðal ferðamanna. Af samskiptamiðlum að dæma er þungt yfir Lundúnarbúum. Margir netverjanna eru í auðsjáanlega í sárum eftir Grenfell-brunann og keppast þeir við að skrifa stöðuuppfærslur þar sem þeir brýna fyrir fólki að fara að öllu með gát og þá ekki síst slökkviliðsmönnum á vettvangi. Danny Judge, Barþjónn sem starfar á Lockside Lounge sem er í námunda við Lock-markaðinn lýsti sinni upplifun í samtali við Telegraph: „Eldurinn breiddist hratt út og hitinn var yfirþyrmandi. Öryggisverðirnir voru fljótir að rýma staðinn. Fólk var í algjöru áfalli.“ Um 40 milljónir manna fara um Camden markaðinn á hverju ári.We now have ten fire engines and over 70 firefighters dealing with the #Camden Lock Market fire. Please avoid the area © @CamdenJohnny pic.twitter.com/bdi5HauCLr— London Fire Brigade (@LondonFire) July 10, 2017 Bretland England Tengdar fréttir Eldsvoði í Camden Mikill eldur braust út á Camden markaðinum í London í nótt og voru um sjötíu slökkviliðsmenn í nokkra tíma að berjast við eldinn. 10. júlí 2017 07:25 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Mikill eldur geisar í Lockmarkaðinum í Camdenhverfi Lundúna. Yfir tíu slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang og vinna nú yfir sjötíu slökkviliðsmenn að slökkvistarfi. Þetta kemur fram á vef Guardian. Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir miðnætti að staðartíma. Í tilkynningu frá slökkviliðinu er fólk vinsamlegast beðið um að halda sig frá svæðinu. Búið er að loka fyrir hluta Camden High Street. Netverjar birtu myndefni af eldsvoðanum á Twitter. Myndirnar sýna markaðinn í ljósum logum og þykkan reyk sem leggur frá þakinu. Eldurinn virðist hafa átt upptök sín fyrir ofan veitingastaðinn Honest Burger. Markaðurinn er frægur og þykir hann einkar vinsæll á meðal ferðamanna. Af samskiptamiðlum að dæma er þungt yfir Lundúnarbúum. Margir netverjanna eru í auðsjáanlega í sárum eftir Grenfell-brunann og keppast þeir við að skrifa stöðuuppfærslur þar sem þeir brýna fyrir fólki að fara að öllu með gát og þá ekki síst slökkviliðsmönnum á vettvangi. Danny Judge, Barþjónn sem starfar á Lockside Lounge sem er í námunda við Lock-markaðinn lýsti sinni upplifun í samtali við Telegraph: „Eldurinn breiddist hratt út og hitinn var yfirþyrmandi. Öryggisverðirnir voru fljótir að rýma staðinn. Fólk var í algjöru áfalli.“ Um 40 milljónir manna fara um Camden markaðinn á hverju ári.We now have ten fire engines and over 70 firefighters dealing with the #Camden Lock Market fire. Please avoid the area © @CamdenJohnny pic.twitter.com/bdi5HauCLr— London Fire Brigade (@LondonFire) July 10, 2017
Bretland England Tengdar fréttir Eldsvoði í Camden Mikill eldur braust út á Camden markaðinum í London í nótt og voru um sjötíu slökkviliðsmenn í nokkra tíma að berjast við eldinn. 10. júlí 2017 07:25 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Eldsvoði í Camden Mikill eldur braust út á Camden markaðinum í London í nótt og voru um sjötíu slökkviliðsmenn í nokkra tíma að berjast við eldinn. 10. júlí 2017 07:25