Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2017 09:14 Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru agndofa yfir gífuryrðum Scaramucci. Vísir/AFP Anthony Scaramucci, nýr samskiptastjóri Hvíta hússins, hélt klúran reiðilestur yfir blaðamanni New Yorker um aðalráðgjafa Donalds Trump forseta og sagði starfsmannastjóra Hvíta hússins brátt verða rekinn í mögnuðu símtali sem greint var frá í gær. Eftir að Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, tísti um að Scaramucci snæddi kvöldverð með Trump forseta, forsetafrúnni og tveimur núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar á miðvikudagskvöld hringdi samskiptastjórinn í blaðamanninn og krafðist þess að fá að vita hver heimildamaður hans væri. Lizza greindi frá símtalinu í grein á New Yorker í gær en Scaramucci tók aldrei fram að blaðamaðurinn mætti ekki hafa neitt eftir sér.Hótaði að reka allt starfslið sittSvo virðist sem að Scaramucci hafi verið sannfærður um að Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði lekið upplýsingum um kvöldverðinn en þeir eru sagðir hafa eldað grátt silfur saman. Priebus er meðal annars sagður hafa komið í veg fyrir að Scaramucci væri skipaður í embætti í ríkisstjórn Trump í janúar. Hótaði Scaramucci meðal annars að reka allt starfslið samskiptasviðs Hvíta hússins ef Lizza gæfi ekki upp heimildamann sinn. Trump og Scaramucci hafa barist hatrammlega gegn þeim sem leka upplýsingum innan úr ríkisstjórninni. „Reince Priebus, ef þú vilt leka einhverju, hann verður beðinn um að segja af sér mjög bráðlega,“ sagði Scaramucci við Lizza meðal annars.„Sjáum til hvort ég geti ekki reðurteppt þetta fólk“Scaramucci var þó hvergi nærri runnin reiðin. Gaf hann í skyn að Priebus hefði lekið upplýsingum um kvöldverðinn vegna þess að honum hefði ekki verið boðið. „Reince er andskotans ofsóknaróður geðsjúklingur,“ sagði Scaramucci áður en hann byrjaði að herma eftir starfsmannastjóranum. „Leyfðu mér að leka þessu fjandans máli og sjáum til hvort ég geti ekki reðurteppt (e. cock-block) þetta fólk eins og ég reðurteppti Scaramucci í sex mánuði,“ sagði Scaramucci þegar hann hermdi eftir Priebus.Reince Priebus er sagður hafa komið í veg fyrir að Scaramucci fengi starf í ríkisstjórn Trump í janúar.Vísir/AFP„Ég vil drepa alla helvítis lekarana“Scaramucci var einnig argur Priebus vegna þess að hann taldi hann standa að baki þess að greint hefði verið frá fjárhagsupplýsingum um hann í dagblaðinu Politico. Sú frétt byggðist hins vegar á opinberum gögnum frá Export-Import-bankanum sem Scaramucci starfaði við. „Það sem ég vil gera er að drepa alla helvítis lekarana og ég vil koma stefnumálum forsetans aftur á beinu brautina svo við getum náð árangri fyrir bandarísku þjóðina,“ sagði Scaramucci.„Ég er ekki að reyna að sjúga á mér eigin lim“Samskiptastjórinn hafði einnig nokkur vel valin orð um Stephen Bannon, aðalráðgjafa Trump forseta. Ólíkt öðrum háttsettum embættismönnum sagðist Scaramucci ekki hafa nokkurn áhuga á athygli fjölmiðla. „Ég er ekki Steve Bannon. Ég er ekki að reyna að sjúga á mér eigin lim. Ég er ekki að reyna að byggja upp mitt eigið vörumerki í gegnum helvítis styrkleika forsetans. Ég er hér til að þjóna landi mínu,“ hreitti Scaramucci út úr sér. Hvorki Priebus né Bannon vildu tjá sig um ummæli Scaramucci.Stephen Bannon er liðugri en meðalmaðurinn ef marka má orð Scaramucci.Vísir/AFPSkömmu eftir að símtalinu lauk tísti Scaramucci um það sem hann taldi ólöglegan leka á fjárhagsupplýsingunum um sig. Margir skildu það tíst sem svo að hann vildi að alríkislögreglan FBI rannsakaði Priebus vegna leka. Sjá einnig:Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Scaramucci eyddi tístinu síðar og sagðist aðeins hafa nefnt Priebus í tístinu því það væri hans að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. Í viðtali við CNN í gærmorgun virtist Scaramucci þó enn saka Priebus um lekann.Kennir blaðamanninum umEftir að New Yorker birti frásögn Lizza af símtalinu við Scaramucci tísti samskiptastjórinn að hann notaði stundum „litríkt orðalag“. Hann myndi í framtíðinni sitja á strák sínum hvað það varðaði en halda áfram ástríðufullri vörn fyrir stefnumál Trump. Í nótt virtist Scaramucci hafa hugsað sig betur um og ákvað að kenna blaðamanninum um að gífuryrði hans hafi orðið opinber. „Ég gerði mistök með því að treysta blaðamanni. Það kemur ekki fyrir aftur,“ tísti hann.I made a mistake in trusting in a reporter. It won't happen again.— Anthony Scaramucci (@Scaramucci) July 28, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Anthony Scaramucci, nýr samskiptastjóri Hvíta hússins, hélt klúran reiðilestur yfir blaðamanni New Yorker um aðalráðgjafa Donalds Trump forseta og sagði starfsmannastjóra Hvíta hússins brátt verða rekinn í mögnuðu símtali sem greint var frá í gær. Eftir að Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, tísti um að Scaramucci snæddi kvöldverð með Trump forseta, forsetafrúnni og tveimur núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar á miðvikudagskvöld hringdi samskiptastjórinn í blaðamanninn og krafðist þess að fá að vita hver heimildamaður hans væri. Lizza greindi frá símtalinu í grein á New Yorker í gær en Scaramucci tók aldrei fram að blaðamaðurinn mætti ekki hafa neitt eftir sér.Hótaði að reka allt starfslið sittSvo virðist sem að Scaramucci hafi verið sannfærður um að Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði lekið upplýsingum um kvöldverðinn en þeir eru sagðir hafa eldað grátt silfur saman. Priebus er meðal annars sagður hafa komið í veg fyrir að Scaramucci væri skipaður í embætti í ríkisstjórn Trump í janúar. Hótaði Scaramucci meðal annars að reka allt starfslið samskiptasviðs Hvíta hússins ef Lizza gæfi ekki upp heimildamann sinn. Trump og Scaramucci hafa barist hatrammlega gegn þeim sem leka upplýsingum innan úr ríkisstjórninni. „Reince Priebus, ef þú vilt leka einhverju, hann verður beðinn um að segja af sér mjög bráðlega,“ sagði Scaramucci við Lizza meðal annars.„Sjáum til hvort ég geti ekki reðurteppt þetta fólk“Scaramucci var þó hvergi nærri runnin reiðin. Gaf hann í skyn að Priebus hefði lekið upplýsingum um kvöldverðinn vegna þess að honum hefði ekki verið boðið. „Reince er andskotans ofsóknaróður geðsjúklingur,“ sagði Scaramucci áður en hann byrjaði að herma eftir starfsmannastjóranum. „Leyfðu mér að leka þessu fjandans máli og sjáum til hvort ég geti ekki reðurteppt (e. cock-block) þetta fólk eins og ég reðurteppti Scaramucci í sex mánuði,“ sagði Scaramucci þegar hann hermdi eftir Priebus.Reince Priebus er sagður hafa komið í veg fyrir að Scaramucci fengi starf í ríkisstjórn Trump í janúar.Vísir/AFP„Ég vil drepa alla helvítis lekarana“Scaramucci var einnig argur Priebus vegna þess að hann taldi hann standa að baki þess að greint hefði verið frá fjárhagsupplýsingum um hann í dagblaðinu Politico. Sú frétt byggðist hins vegar á opinberum gögnum frá Export-Import-bankanum sem Scaramucci starfaði við. „Það sem ég vil gera er að drepa alla helvítis lekarana og ég vil koma stefnumálum forsetans aftur á beinu brautina svo við getum náð árangri fyrir bandarísku þjóðina,“ sagði Scaramucci.„Ég er ekki að reyna að sjúga á mér eigin lim“Samskiptastjórinn hafði einnig nokkur vel valin orð um Stephen Bannon, aðalráðgjafa Trump forseta. Ólíkt öðrum háttsettum embættismönnum sagðist Scaramucci ekki hafa nokkurn áhuga á athygli fjölmiðla. „Ég er ekki Steve Bannon. Ég er ekki að reyna að sjúga á mér eigin lim. Ég er ekki að reyna að byggja upp mitt eigið vörumerki í gegnum helvítis styrkleika forsetans. Ég er hér til að þjóna landi mínu,“ hreitti Scaramucci út úr sér. Hvorki Priebus né Bannon vildu tjá sig um ummæli Scaramucci.Stephen Bannon er liðugri en meðalmaðurinn ef marka má orð Scaramucci.Vísir/AFPSkömmu eftir að símtalinu lauk tísti Scaramucci um það sem hann taldi ólöglegan leka á fjárhagsupplýsingunum um sig. Margir skildu það tíst sem svo að hann vildi að alríkislögreglan FBI rannsakaði Priebus vegna leka. Sjá einnig:Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Scaramucci eyddi tístinu síðar og sagðist aðeins hafa nefnt Priebus í tístinu því það væri hans að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. Í viðtali við CNN í gærmorgun virtist Scaramucci þó enn saka Priebus um lekann.Kennir blaðamanninum umEftir að New Yorker birti frásögn Lizza af símtalinu við Scaramucci tísti samskiptastjórinn að hann notaði stundum „litríkt orðalag“. Hann myndi í framtíðinni sitja á strák sínum hvað það varðaði en halda áfram ástríðufullri vörn fyrir stefnumál Trump. Í nótt virtist Scaramucci hafa hugsað sig betur um og ákvað að kenna blaðamanninum um að gífuryrði hans hafi orðið opinber. „Ég gerði mistök með því að treysta blaðamanni. Það kemur ekki fyrir aftur,“ tísti hann.I made a mistake in trusting in a reporter. It won't happen again.— Anthony Scaramucci (@Scaramucci) July 28, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07
Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43