Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júlí 2017 20:45 Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau verða langstærsta verkið á samgönguáætlun næstu ára. Sýnt var frá upphafi framkvæmda í fréttum Stöðvar 2 en byrjað er á munnanum Arnarfjarðarmegin. Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakans Metrostav áætla að verða næstu þrjár vikur að grafa sig tuttugu metra niður í hlíðina áður en byrjað verður að sprengja inn í fjallið þessi 5,3 kílómetra göng. Eysteinn Jóhann Dofrason verkefnisstjóri segir verkið fara vel af stað. „Þetta lítur bara vel út. Við erum bara bjartsýnir, allavegana í byrjun. Það þýðir ekkert annað.“Grafið fyrir jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar. Fjær sést í Mjólkárvirkjun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verktakarnir hafa sett upp vinnubúðir við Mjólkárvirkjun en þaðan eru um tveir kílómetrar að framkvæmdasvæðinu. Við gangamunnann er verið að koma upp steypustöð, verkstæðisbyggingum og skrifstofum. „Við byrjuðum einhverjir fimm karlar hér fyrir mánuði. Þetta eru orðnir einhverjir tuttugu núna, frá báðum fyrirtækjum, og ætli þetta fari ekki í fjörutíu manns eftir hálfan mánuð og verði þannig meðan gangnamokstur er hérna megin,“ segir Eysteinn. Og Vestfirðingar gleðjast að sjá vinnuvélarnar komnar af stað, þeirra á meðal stöðvarstjórinn í Mjólká, Dýrfirðingurinn Steinar Jónasson.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er langþráð og menn trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir voru byrjaðir í sumar, þó að það væri búið að skrifa undir. Þannig að menn binda miklar vonir við að þetta verði mikil samgöngubót fyrir svæðið,“ segir Steinar. Áratugur vonbrigða virðist að baki en Steinar rifjar upp að göngin voru komin á dagskrá árið 2007. „Ég held að menn gleymi því bara. Nú er þetta komið í gang og menn taka því bara fagnandi.“ Grafið frá gangamunna Arnarfjarðarmegin. Byrjað verður að sprengja inn í fjallið eftir miðjan ágústmánuð.Stöð 2/Egill Aðlsteinsson.Starfsmenn verktakanna mega búast við því að lokast inni í vetur þegar Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði verða ófærar. „Við lokumst örugglega að einhverju leyti hérna inni. En Landhelgisgæslan er búin að mæla út þyrlupall ef við lendum í vandræðum. Þá hljótum við að hafa það bara gott, ef við höfum eitthvað að borða og eitthvað af olíu til þess að eyða,” segir Eysteinn Dofrason. Áætlað er að göngin verði tilbúin eftir þrjú ár, fyrir haustið 2020. Verksamningur hljóðar upp á 8,7 milljarða króna. Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau verða langstærsta verkið á samgönguáætlun næstu ára. Sýnt var frá upphafi framkvæmda í fréttum Stöðvar 2 en byrjað er á munnanum Arnarfjarðarmegin. Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakans Metrostav áætla að verða næstu þrjár vikur að grafa sig tuttugu metra niður í hlíðina áður en byrjað verður að sprengja inn í fjallið þessi 5,3 kílómetra göng. Eysteinn Jóhann Dofrason verkefnisstjóri segir verkið fara vel af stað. „Þetta lítur bara vel út. Við erum bara bjartsýnir, allavegana í byrjun. Það þýðir ekkert annað.“Grafið fyrir jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar. Fjær sést í Mjólkárvirkjun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verktakarnir hafa sett upp vinnubúðir við Mjólkárvirkjun en þaðan eru um tveir kílómetrar að framkvæmdasvæðinu. Við gangamunnann er verið að koma upp steypustöð, verkstæðisbyggingum og skrifstofum. „Við byrjuðum einhverjir fimm karlar hér fyrir mánuði. Þetta eru orðnir einhverjir tuttugu núna, frá báðum fyrirtækjum, og ætli þetta fari ekki í fjörutíu manns eftir hálfan mánuð og verði þannig meðan gangnamokstur er hérna megin,“ segir Eysteinn. Og Vestfirðingar gleðjast að sjá vinnuvélarnar komnar af stað, þeirra á meðal stöðvarstjórinn í Mjólká, Dýrfirðingurinn Steinar Jónasson.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er langþráð og menn trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir voru byrjaðir í sumar, þó að það væri búið að skrifa undir. Þannig að menn binda miklar vonir við að þetta verði mikil samgöngubót fyrir svæðið,“ segir Steinar. Áratugur vonbrigða virðist að baki en Steinar rifjar upp að göngin voru komin á dagskrá árið 2007. „Ég held að menn gleymi því bara. Nú er þetta komið í gang og menn taka því bara fagnandi.“ Grafið frá gangamunna Arnarfjarðarmegin. Byrjað verður að sprengja inn í fjallið eftir miðjan ágústmánuð.Stöð 2/Egill Aðlsteinsson.Starfsmenn verktakanna mega búast við því að lokast inni í vetur þegar Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði verða ófærar. „Við lokumst örugglega að einhverju leyti hérna inni. En Landhelgisgæslan er búin að mæla út þyrlupall ef við lendum í vandræðum. Þá hljótum við að hafa það bara gott, ef við höfum eitthvað að borða og eitthvað af olíu til þess að eyða,” segir Eysteinn Dofrason. Áætlað er að göngin verði tilbúin eftir þrjú ár, fyrir haustið 2020. Verksamningur hljóðar upp á 8,7 milljarða króna.
Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30