Lamar Odom: Ég notaði kókaín á hverjum einasta degi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2017 07:00 Lamar Odom er kominn aftur á beinu brautina. vísir/getty Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, dregur hvergi undan í pistli sem hann skrifaði fyrir vefsíðuna The Player's Tribune. Þar talar hann opinskátt um eiturlyfjafíkn sína og hvað gerðist þegar hann fannst meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada fyrir tveimur árum. „Allir sem hafa lifað flóknu lífi, sem er markað af eiturlyfjaneyslu, eins og ég þekkja þennan vítahring; ég hélt framhjá konunni minni og alls konar rugl,“ sagði Odom sem var giftur raunveruleikaþáttastjörnunni Khloé Kardashian. „Nætur þar sem ég átti að vera sofandi en var vakandi að sniffa kókaín. Þegar hjartað hamast í brjóstinu. Þegar þú áttir að vita betur. Þegar þú ert staddur í svona rússíbanareið.“ Odom hefur lent í ýmsum áföllum á lífsleiðinni. Faðir hans var heróínfíkill og móðir hans lést þegar Odom var aðeins 12 ára gamall. Þá missti hann son sinn þegar hann var aðeins sex mánaða gamall.Odom lék lengst af með Los Angeles Lakers og varð tvívegis NBA-meistari með liðinu.vísir/gettyOdom varð NBA-meistari með Lakers 2009 og 2010 og var valinn sjötti leikmaður ársins 2011. Eftir það lá leiðin hratt niður á við og Odom festist í viðjum fíknarinnar. Í október 2015 fannst hann svo meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada og var haldið í öndunarvél í nokkra daga. „Þegar ég vaknaði á spítalanum í Nevada gat ég ekki hreyft mig né talað. Ég var fastur inni í mínum eigin líkama. Mér var ógeðslega illt í hálsinum. Ég horfði niður og sá allar þessar slöngur koma út úr munninum á mér,“ sagði Odom sem var í dái í fjóra daga. „Á þessum tíma notaði ég kókaín á hverjum einasta degi. Ég hafði enga stjórn á þessu og vildi það ekki,“ bætti Odom við. Endurhæfingin gekk vel og Odom virðist vera kominn aftur á beinu brautina. „Ég er edrú núna en þetta er barátta á hverjum einasta degi. Ég er fíkill og mun alltaf vera fíkill. Fíknin fer aldrei í burtu. Ég meina, ég vil komast í vímu núna. En ég veit að ég get það ekki því ég vil vera til staðar fyrir börnin mín,“ sagði Odom.Frásögn Odoms má lesa með því að smella hér. NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, dregur hvergi undan í pistli sem hann skrifaði fyrir vefsíðuna The Player's Tribune. Þar talar hann opinskátt um eiturlyfjafíkn sína og hvað gerðist þegar hann fannst meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada fyrir tveimur árum. „Allir sem hafa lifað flóknu lífi, sem er markað af eiturlyfjaneyslu, eins og ég þekkja þennan vítahring; ég hélt framhjá konunni minni og alls konar rugl,“ sagði Odom sem var giftur raunveruleikaþáttastjörnunni Khloé Kardashian. „Nætur þar sem ég átti að vera sofandi en var vakandi að sniffa kókaín. Þegar hjartað hamast í brjóstinu. Þegar þú áttir að vita betur. Þegar þú ert staddur í svona rússíbanareið.“ Odom hefur lent í ýmsum áföllum á lífsleiðinni. Faðir hans var heróínfíkill og móðir hans lést þegar Odom var aðeins 12 ára gamall. Þá missti hann son sinn þegar hann var aðeins sex mánaða gamall.Odom lék lengst af með Los Angeles Lakers og varð tvívegis NBA-meistari með liðinu.vísir/gettyOdom varð NBA-meistari með Lakers 2009 og 2010 og var valinn sjötti leikmaður ársins 2011. Eftir það lá leiðin hratt niður á við og Odom festist í viðjum fíknarinnar. Í október 2015 fannst hann svo meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada og var haldið í öndunarvél í nokkra daga. „Þegar ég vaknaði á spítalanum í Nevada gat ég ekki hreyft mig né talað. Ég var fastur inni í mínum eigin líkama. Mér var ógeðslega illt í hálsinum. Ég horfði niður og sá allar þessar slöngur koma út úr munninum á mér,“ sagði Odom sem var í dái í fjóra daga. „Á þessum tíma notaði ég kókaín á hverjum einasta degi. Ég hafði enga stjórn á þessu og vildi það ekki,“ bætti Odom við. Endurhæfingin gekk vel og Odom virðist vera kominn aftur á beinu brautina. „Ég er edrú núna en þetta er barátta á hverjum einasta degi. Ég er fíkill og mun alltaf vera fíkill. Fíknin fer aldrei í burtu. Ég meina, ég vil komast í vímu núna. En ég veit að ég get það ekki því ég vil vera til staðar fyrir börnin mín,“ sagði Odom.Frásögn Odoms má lesa með því að smella hér.
NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira