Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 15:07 Anthony Scaramucci virðist saka starfsmannastjóra Hvíta hússins um að leka upplýsingum í fjölmiðla. Vísir/AFP Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins skorar á starfsmannastjóra þess að sýna fram á að hann hafi ekki lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Í viðtali við CNN í morgun sagði hann það í höndum Donalds Trump að meta hvort hægt væri að laga samskipti þeirra tveggja. Anthony Scaramucci tók við starfi samskiptastjóra eftir að Sean Spicer sagði upp í síðustu viku. Spicer hafði verið ósáttur við að Trump forseti ætlaði að ráða Scaramucci í upplýsingateymi Hvíta hússins. Politico greindi í gærkvöldi frá fjárhagsupplýsingum um Scaramucci frá því þegar hann starfaði fyrir Export-Import-banka Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Þær upplýsingar eru opinberar hverjum sem biður um þær. Blaðið vitnaði í þær upplýsingar til að greina frá því að Scaramucci gæti hagnast um milljónir dollara á eignarhlut í fjárfestingarfélagi á sama tíma og hann starfaði í Hvíta húsinu. Scaramucci tók fréttunum hins vegar illa og kallaði opinberun upplýsinganna leka og glæpsamlegt athæfi. Nefndi hann Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, í tísti þar sem hann sagðist ætla að hafa samband við alríkislögregluna FBI vegna málsins. Samskiptastjórinn eyddi tístinu síðar en einhverjir túlkuðu það þannig að hann vildi að FBI rannsakaði Priebus fyrir meintan ólöglegan leka á upplýsingum.Trump forseti er sagður hafa gefið Scaramucci leyfi til að ræða um Reince Priebus og leka við CNN.Vísir/AFPEins og Kain og AbelÍ viðtali við CNN í morgun upplýsti Scaramucci svo að samband þeirra Priebus væri stirt. Líkti hann þeim meðal annars við bræðurna Kain og Abel úr Biblíunni. Í sögunni af þeim myrti Kain bróður sinni vegna afbrýðisemi. Ástæðuna fyrir því að hann nefndi Priebus í tístinu sagði hann þá að sem starsfmannastjóri bæri hann ábyrgð á að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. „Ef Reince vill útskýra að hann sé ekki lekari leyfið honum að gera það,“ sagði Scaramucci. Sagði hann jafnframt að þeir sem leka upplýsingum um aðgerðir vegna Norður-Kóreu eða Írans fremji landráð. Fyrir 150 árum hefði slíkir menn verið hengdir.Washington Post segir að Scaramucci hafi staðfest að Trump hafi sjálfur leyft honum að fara í viðtalið við CNN og tala um Priebus og lekana.Uppfært: Starfstitill Scaramucci hefur verið leiðréttur. Donald Trump Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins skorar á starfsmannastjóra þess að sýna fram á að hann hafi ekki lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Í viðtali við CNN í morgun sagði hann það í höndum Donalds Trump að meta hvort hægt væri að laga samskipti þeirra tveggja. Anthony Scaramucci tók við starfi samskiptastjóra eftir að Sean Spicer sagði upp í síðustu viku. Spicer hafði verið ósáttur við að Trump forseti ætlaði að ráða Scaramucci í upplýsingateymi Hvíta hússins. Politico greindi í gærkvöldi frá fjárhagsupplýsingum um Scaramucci frá því þegar hann starfaði fyrir Export-Import-banka Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Þær upplýsingar eru opinberar hverjum sem biður um þær. Blaðið vitnaði í þær upplýsingar til að greina frá því að Scaramucci gæti hagnast um milljónir dollara á eignarhlut í fjárfestingarfélagi á sama tíma og hann starfaði í Hvíta húsinu. Scaramucci tók fréttunum hins vegar illa og kallaði opinberun upplýsinganna leka og glæpsamlegt athæfi. Nefndi hann Reince Priebus, starfsmannastjóra Hvíta hússins, í tísti þar sem hann sagðist ætla að hafa samband við alríkislögregluna FBI vegna málsins. Samskiptastjórinn eyddi tístinu síðar en einhverjir túlkuðu það þannig að hann vildi að FBI rannsakaði Priebus fyrir meintan ólöglegan leka á upplýsingum.Trump forseti er sagður hafa gefið Scaramucci leyfi til að ræða um Reince Priebus og leka við CNN.Vísir/AFPEins og Kain og AbelÍ viðtali við CNN í morgun upplýsti Scaramucci svo að samband þeirra Priebus væri stirt. Líkti hann þeim meðal annars við bræðurna Kain og Abel úr Biblíunni. Í sögunni af þeim myrti Kain bróður sinni vegna afbrýðisemi. Ástæðuna fyrir því að hann nefndi Priebus í tístinu sagði hann þá að sem starsfmannastjóri bæri hann ábyrgð á að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. „Ef Reince vill útskýra að hann sé ekki lekari leyfið honum að gera það,“ sagði Scaramucci. Sagði hann jafnframt að þeir sem leka upplýsingum um aðgerðir vegna Norður-Kóreu eða Írans fremji landráð. Fyrir 150 árum hefði slíkir menn verið hengdir.Washington Post segir að Scaramucci hafi staðfest að Trump hafi sjálfur leyft honum að fara í viðtalið við CNN og tala um Priebus og lekana.Uppfært: Starfstitill Scaramucci hefur verið leiðréttur.
Donald Trump Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent