Ólíkt hafast ráðherrar að … Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Fréttir hafa birst um að Íbúðalánasjóður hyggist selja um 300 íbúðir í eigu sjóðsins á SV-horninu til sveitarfélaga. Íbúðirnar, sem sjóðurinn leysti til sín á sínum tíma, eru í útleigu. Margir leigjendur þessara íbúða er fólk sem átti þær áður, en hefur fengið að leigja þær af Íbúðalánasjóði á viðráðanlegu verði eftir að sjóðurinn leysti íbúðirnar til sín í kjölfar efnahagshrunsins. Margir leigjendur þessara íbúða hafa hærri tekjur en þröng tekjumörk sveitarfélaga setja til að mega leigja félagslegt húsnæði (m.v. 240 þúsund krónur brúttó á mánuði). Ef leigjendur þessara íbúða missa þennan leigusamning eru þeir settir í óvissu á leigumarkaði sem einkennist af skömmum leigutíma og háu leiguverði. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra hefur beðið Íbúðalánasjóð að bíða með að selja íbúðirnar meðan unnið er að lausn þeirra leigjenda sem búa í íbúðunum. Ég styð þessa beiðni Þorsteins. Ein tillaga að úrlausn er að setja á laggirnar sérstakt opinbert leigufélag sem tekur yfir þessar eignir og heldur áfram að leigja þær út til þeirra sem vilja, til langs tíma og óháð tekjum. Á sínum tíma starfaði leigufélagið Klettur, sem var í eigu Íbúðalánasjóðs, sem leigði fólki óháð tekjum til langs tíma á viðráðanlegu verði og veitti 450 fjölskyldum skjól og öryggi. Leigufélagið Klettur var selt til leigufélags í eigu Gamma og leigjendur sem bjuggu áður við langtímaleigu og viðráðanlegt leiguverð þurftu að greiða 40-50% hærri leigu í skilyrtan leigutíma, eða til eins árs í senn. Leigufélagið Klettur var selt í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur sem gerði lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir söluna eða leita annarra lausna og jók því húsnæðisvanda fólks sem áður leigði hjá leigufélaginu. Það ber að hrósa Þorsteini fyrir þá viðleitni að verja hagsmuni leigjenda og leita lausna í stað þess að selja ofan af þeim heimili þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Fréttir hafa birst um að Íbúðalánasjóður hyggist selja um 300 íbúðir í eigu sjóðsins á SV-horninu til sveitarfélaga. Íbúðirnar, sem sjóðurinn leysti til sín á sínum tíma, eru í útleigu. Margir leigjendur þessara íbúða er fólk sem átti þær áður, en hefur fengið að leigja þær af Íbúðalánasjóði á viðráðanlegu verði eftir að sjóðurinn leysti íbúðirnar til sín í kjölfar efnahagshrunsins. Margir leigjendur þessara íbúða hafa hærri tekjur en þröng tekjumörk sveitarfélaga setja til að mega leigja félagslegt húsnæði (m.v. 240 þúsund krónur brúttó á mánuði). Ef leigjendur þessara íbúða missa þennan leigusamning eru þeir settir í óvissu á leigumarkaði sem einkennist af skömmum leigutíma og háu leiguverði. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra hefur beðið Íbúðalánasjóð að bíða með að selja íbúðirnar meðan unnið er að lausn þeirra leigjenda sem búa í íbúðunum. Ég styð þessa beiðni Þorsteins. Ein tillaga að úrlausn er að setja á laggirnar sérstakt opinbert leigufélag sem tekur yfir þessar eignir og heldur áfram að leigja þær út til þeirra sem vilja, til langs tíma og óháð tekjum. Á sínum tíma starfaði leigufélagið Klettur, sem var í eigu Íbúðalánasjóðs, sem leigði fólki óháð tekjum til langs tíma á viðráðanlegu verði og veitti 450 fjölskyldum skjól og öryggi. Leigufélagið Klettur var selt til leigufélags í eigu Gamma og leigjendur sem bjuggu áður við langtímaleigu og viðráðanlegt leiguverð þurftu að greiða 40-50% hærri leigu í skilyrtan leigutíma, eða til eins árs í senn. Leigufélagið Klettur var selt í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur sem gerði lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir söluna eða leita annarra lausna og jók því húsnæðisvanda fólks sem áður leigði hjá leigufélaginu. Það ber að hrósa Þorsteini fyrir þá viðleitni að verja hagsmuni leigjenda og leita lausna í stað þess að selja ofan af þeim heimili þeirra.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar