Mannréttindabrot í boði okkar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Enn einu sinni horfum við upp á ranga ákvörðun yfirvalda þegar kemur að brottvísun fjölskyldu hælisleitenda. Oftast hefur ekki tekist að koma í veg fyrir slík brot á sjálfsögðum mannúðar- og sanngirnisviðmiðum. Við munum þó hvernig fór að lokum í málum albanskra fjölskyldna þar sem tókst að snúa fyrri ákvörðunum og leyfa fólki sem hér hafði fest rætur og glímdi við erfið vandamál að búa, starfa og þroskast við ágæt skilyrði. Biskup Íslands á skildar þakkir fyrir að vekja máls í Fbl. 26. júlí á stöðu afganskra feðgina (hún 11 ára) sem eiga brottvísun yfir höfði sér. Útlendingastofnun ætlar á komandi dögum líka að vísa nígerískri fjölskyldu úr landi. Í bréfi til mín frá kjósanda á Suðurlandi stendur: „Hafa hjónin verið á hrakhólum allt frá því að þau yfirgáfu heimalandið sitt í sitthvoru lagi fyrir níu árum. Þau hafa á lífsleið sinni mátt þola gríðarleg áföll, ofbeldi, fátækt og hótanir. Joy segir þar frá því þegar hún var seld í vændi við komuna til Evrópu, fyrir milligöngu samlanda sinna en hún hefur aldrei hlotið viðeigandi aðstoð vegna þessa. Þau hjónin komu til Ísland snemma árs árið 2016 og óskuðu eftir vernd. Joy er illa farin á sál og líkama vegna reynslu sinnar og hefur óvissan varðandi stöðu þeirra á Íslandi ekki góð áhrif á heilsu hennar. Allir þeir sem hafa kynnst hjónunum við nám og í starfi bera þeim góða sögu, en Sunday hefur unnið hjá sama byggingarfélagi síðan hann kom. Mary (8 ára) gengur í skóla í fyrsta sinn á ævinni. Henni líður vel hér og hefur náð góðum tökum á íslensku, hún hefur aldrei búið í Nígeríu. Í fyrsta sinn á ævinni upplifa þau öryggi og íslenska ríkið ætlar að svipta þau því.“ Þessi endurtekna og ómannúðlega meðferð fólks, jafnvel með ætluðum brotum á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er ólíðandi og okkur til skammar. Lögum, verkferlum og viðmiðum verður að breyta og helst láta um leið reyna á fyrir dómstólum hvort lög séu í raun brotin í skjóli annarra laga eða heimilda.Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. "Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. 26. júlí 2017 07:00 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Enn einu sinni horfum við upp á ranga ákvörðun yfirvalda þegar kemur að brottvísun fjölskyldu hælisleitenda. Oftast hefur ekki tekist að koma í veg fyrir slík brot á sjálfsögðum mannúðar- og sanngirnisviðmiðum. Við munum þó hvernig fór að lokum í málum albanskra fjölskyldna þar sem tókst að snúa fyrri ákvörðunum og leyfa fólki sem hér hafði fest rætur og glímdi við erfið vandamál að búa, starfa og þroskast við ágæt skilyrði. Biskup Íslands á skildar þakkir fyrir að vekja máls í Fbl. 26. júlí á stöðu afganskra feðgina (hún 11 ára) sem eiga brottvísun yfir höfði sér. Útlendingastofnun ætlar á komandi dögum líka að vísa nígerískri fjölskyldu úr landi. Í bréfi til mín frá kjósanda á Suðurlandi stendur: „Hafa hjónin verið á hrakhólum allt frá því að þau yfirgáfu heimalandið sitt í sitthvoru lagi fyrir níu árum. Þau hafa á lífsleið sinni mátt þola gríðarleg áföll, ofbeldi, fátækt og hótanir. Joy segir þar frá því þegar hún var seld í vændi við komuna til Evrópu, fyrir milligöngu samlanda sinna en hún hefur aldrei hlotið viðeigandi aðstoð vegna þessa. Þau hjónin komu til Ísland snemma árs árið 2016 og óskuðu eftir vernd. Joy er illa farin á sál og líkama vegna reynslu sinnar og hefur óvissan varðandi stöðu þeirra á Íslandi ekki góð áhrif á heilsu hennar. Allir þeir sem hafa kynnst hjónunum við nám og í starfi bera þeim góða sögu, en Sunday hefur unnið hjá sama byggingarfélagi síðan hann kom. Mary (8 ára) gengur í skóla í fyrsta sinn á ævinni. Henni líður vel hér og hefur náð góðum tökum á íslensku, hún hefur aldrei búið í Nígeríu. Í fyrsta sinn á ævinni upplifa þau öryggi og íslenska ríkið ætlar að svipta þau því.“ Þessi endurtekna og ómannúðlega meðferð fólks, jafnvel með ætluðum brotum á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er ólíðandi og okkur til skammar. Lögum, verkferlum og viðmiðum verður að breyta og helst láta um leið reyna á fyrir dómstólum hvort lög séu í raun brotin í skjóli annarra laga eða heimilda.Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Beðið milli vonar og ótta Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. "Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. 26. júlí 2017 07:00
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun