Foreldrar skátadrengja ósáttir eftir ræðu Trump Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 12:28 Stór hluti skátanna á mótinu í gær virtist taka vel í málflutning forsetans umdeilda. Vísir/AFP Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur fengið að heyra það frá reiðum foreldrum eftir að Donald Trump forseti fór um víðan völl um stjórnmál og fleira í ræðu á stóru skátamóti í gær. Ræða Trump hefur vakið töluverða furðu. Forsetinn nýtti tækifærið þegar hann ávarpaði 35.000 skáta á aldrinum 12-18 ára á móti í Vestur-Virginíu til að ráðast á Hillary Clinton, Barack Obama og ýja að svæsnum sögum um vini sína. Facebook-síða Skátahreyfingar Bandaríkjanna fylltist í kjölfarið af athugasemdum frá foreldrum skáta sem voru á mótinu og annarra. Þeir hafa einnig látið í sér heyra á öðrum samfélagsmiðlum. „Ég er komin með nóg af skátunum eftir að ykkur fannst að þið þyrftuð að láta barnið mitt hlusta á lygara fóðra egóið sitt,“ skrifaði eitt foreldrið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.Who at @boyscouts thought that having an unpredictable, ranting lunatic speak to children was a good idea? I'd pull my son out. #Shame— Lori (@seagal_lori) July 24, 2017 Segjast ekki styðja flokka eða frambjóðendur Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur varið sig eftir ræðuna og segja talsmenn hennar að hún sé óháð flokkum og styðji enga stjórnmálastefnu, vöru, þjónustu, frambjóðanda eða hugmyndafræði. Löng hefð sé fyrir því að fá forseta til að tala á skátamótinu. Fyrir skátamótið höfðu skipuleggjendur þess óskað eftir því að þátttakendur höguðu sér virðulega. Báðu þeir um að skátarnir hrópuðu ekki slagorð sem heyrðust í kosningabaráttunni hjá Trump eins og „Byggðu vegginn“ og „Læsið hana inni“ til að valda ekki óþarfa spennu á meðal þátttakenda.Sjá einnig:Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Í rúmlega hálftíma langri ræðu fékk Trump skátana aftur á móti til að baula, fagna og kyrja slagorð á meðan hann hellti sér yfir það sem hann kallar gervifréttir, Hillary Clinton og Barack Obama. Spurði hann skátana meðal annars hvort að Obama hefði nokkru sinni mætt á skátamót þegar hann var forseti. Hrópuðu skátarnir „Nei!“ á móti. Obama ávarpaði skátamótið hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað árið 2010. Hann var sjálfur skáti, ólíkt Trump.Gagnrýnendur segja óviðeigandi að forsetinn hafi messað yfir ungum drengjum um stjórnmál og ráðist á pólitíska andstæðinga.Vísir/AFP„Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar“Grínaðist forsetinn einnig með að reka Tom Price, heilbrigðisráðherra sinn, sem var á sviðinu með honum ef honum tækist ekki að fá ný sjúkratryggingalög samþykkt í Bandaríkjaþingi. Þá sagði hann sögu af öðrum fasteignakóngi, manni að nafni William Levitt, sem Trump sagði að hefði selt fyrirtækið sitt fyrir stórfé og virtist gefa í skyn að hefði lifað svæsnu lífi. „Hann fór og keypti sér stóra snekkju og hann lifði mjög áhugaverðu lífi. Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað hann gerði, ætti ég að segja ykkur það? Æi, þið eruð skátar en þið þekkið hvernig lífið er, þið þekkið lífið. Sjáið ykkur, hver hefði trúað að þið væruð skátar, ekki satt?“ sagði Trump við upphaf langrar sögu um Levitt. Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur fengið að heyra það frá reiðum foreldrum eftir að Donald Trump forseti fór um víðan völl um stjórnmál og fleira í ræðu á stóru skátamóti í gær. Ræða Trump hefur vakið töluverða furðu. Forsetinn nýtti tækifærið þegar hann ávarpaði 35.000 skáta á aldrinum 12-18 ára á móti í Vestur-Virginíu til að ráðast á Hillary Clinton, Barack Obama og ýja að svæsnum sögum um vini sína. Facebook-síða Skátahreyfingar Bandaríkjanna fylltist í kjölfarið af athugasemdum frá foreldrum skáta sem voru á mótinu og annarra. Þeir hafa einnig látið í sér heyra á öðrum samfélagsmiðlum. „Ég er komin með nóg af skátunum eftir að ykkur fannst að þið þyrftuð að láta barnið mitt hlusta á lygara fóðra egóið sitt,“ skrifaði eitt foreldrið, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.Who at @boyscouts thought that having an unpredictable, ranting lunatic speak to children was a good idea? I'd pull my son out. #Shame— Lori (@seagal_lori) July 24, 2017 Segjast ekki styðja flokka eða frambjóðendur Skátahreyfingin í Bandaríkjunum hefur varið sig eftir ræðuna og segja talsmenn hennar að hún sé óháð flokkum og styðji enga stjórnmálastefnu, vöru, þjónustu, frambjóðanda eða hugmyndafræði. Löng hefð sé fyrir því að fá forseta til að tala á skátamótinu. Fyrir skátamótið höfðu skipuleggjendur þess óskað eftir því að þátttakendur höguðu sér virðulega. Báðu þeir um að skátarnir hrópuðu ekki slagorð sem heyrðust í kosningabaráttunni hjá Trump eins og „Byggðu vegginn“ og „Læsið hana inni“ til að valda ekki óþarfa spennu á meðal þátttakenda.Sjá einnig:Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Í rúmlega hálftíma langri ræðu fékk Trump skátana aftur á móti til að baula, fagna og kyrja slagorð á meðan hann hellti sér yfir það sem hann kallar gervifréttir, Hillary Clinton og Barack Obama. Spurði hann skátana meðal annars hvort að Obama hefði nokkru sinni mætt á skátamót þegar hann var forseti. Hrópuðu skátarnir „Nei!“ á móti. Obama ávarpaði skátamótið hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað árið 2010. Hann var sjálfur skáti, ólíkt Trump.Gagnrýnendur segja óviðeigandi að forsetinn hafi messað yfir ungum drengjum um stjórnmál og ráðist á pólitíska andstæðinga.Vísir/AFP„Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar“Grínaðist forsetinn einnig með að reka Tom Price, heilbrigðisráðherra sinn, sem var á sviðinu með honum ef honum tækist ekki að fá ný sjúkratryggingalög samþykkt í Bandaríkjaþingi. Þá sagði hann sögu af öðrum fasteignakóngi, manni að nafni William Levitt, sem Trump sagði að hefði selt fyrirtækið sitt fyrir stórfé og virtist gefa í skyn að hefði lifað svæsnu lífi. „Hann fór og keypti sér stóra snekkju og hann lifði mjög áhugaverðu lífi. Ég fer ekki nánar út í þá sálma vegna þess að þið eruð skátar. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað hann gerði, ætti ég að segja ykkur það? Æi, þið eruð skátar en þið þekkið hvernig lífið er, þið þekkið lífið. Sjáið ykkur, hver hefði trúað að þið væruð skátar, ekki satt?“ sagði Trump við upphaf langrar sögu um Levitt.
Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira