Tróð með tilþrifum yfir pabba sinn sem er NBA-goðsögn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2017 23:30 Danny Ainge eldri við hlið Larry Bird og Kevin McHale á bekk Boston Celtics liðsins. Vísir/Getty Hann þótti á sínum tíma vera einn sá harðasti í NBA-deildinni og með orð á sér að vera algjört fól inn á velli. Nú mörgum árum síðar varð hann fórnarlamb miskunnarleysis sonar síns þegar þeir tóku einn leik út fyrir utan heimilið. Sonur Danny Ainge fór svo illa með pabba sinn í léttum leik á planinu fyrir utan hús þeirra að gamli karlinn er orðin aðhlátursefni á veraldarvefnum. Danny Ainge var lykilmaður á sínum tíma í Boston Celtics liði Larry Bird og varð tvisvar sinnum NBA-meistari á níunda áratugnum. Nú ræður hann ríkjum utan vallar hjá Boston Celtics því hann er framkvæmdastjóri og forseti félagsins. Danny Ainge ætti nú að þekkja það að spila einn á einn við syni sína því hann á fjóra syni. Sá yngsti heitir Crew og hann lét pabba gamla finna fyrir því á dögunum. Crew keyrði á pabba sinn og hamraði boltann í körfuna án þess að sá gamli kæmi neinum vörnum við.Baptism from my freshly returned missionary@UncleCR3W#drivebydunkchallengepic.twitter.com/jikwnCxyZg — Danny Ainge (@danielrainge) July 23, 2017 Danny Ainge var alveg tilbúinn að gera grín af sjálfum sér og sett myndband af troðslunni inn á Twitter-síðu sína eins og sjá má hér fyrir ofan. Crew hataði það nú ekki og setti myndbandið inn á sinn Twitter-reikning líka. Danny Ainge lék með Boston Celtics frá 1981 til 1989 og var síðan í NBA-deildinni allt til ársins 1995. Hann var með 11,5 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í 1042 leikjum sínum í NBA. Þegar Boston Celtics vann NBA-titilinn 1986 þá var Danny Ainge með 15,6 stig, 5,2 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta í leik og hitti úr 55 prósent skota sinna. Hann breyttist í stjörnu í þeirri úrslitakeppni en náði aldrei að vinna NBA-titilinn aftur. NBA Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Hann þótti á sínum tíma vera einn sá harðasti í NBA-deildinni og með orð á sér að vera algjört fól inn á velli. Nú mörgum árum síðar varð hann fórnarlamb miskunnarleysis sonar síns þegar þeir tóku einn leik út fyrir utan heimilið. Sonur Danny Ainge fór svo illa með pabba sinn í léttum leik á planinu fyrir utan hús þeirra að gamli karlinn er orðin aðhlátursefni á veraldarvefnum. Danny Ainge var lykilmaður á sínum tíma í Boston Celtics liði Larry Bird og varð tvisvar sinnum NBA-meistari á níunda áratugnum. Nú ræður hann ríkjum utan vallar hjá Boston Celtics því hann er framkvæmdastjóri og forseti félagsins. Danny Ainge ætti nú að þekkja það að spila einn á einn við syni sína því hann á fjóra syni. Sá yngsti heitir Crew og hann lét pabba gamla finna fyrir því á dögunum. Crew keyrði á pabba sinn og hamraði boltann í körfuna án þess að sá gamli kæmi neinum vörnum við.Baptism from my freshly returned missionary@UncleCR3W#drivebydunkchallengepic.twitter.com/jikwnCxyZg — Danny Ainge (@danielrainge) July 23, 2017 Danny Ainge var alveg tilbúinn að gera grín af sjálfum sér og sett myndband af troðslunni inn á Twitter-síðu sína eins og sjá má hér fyrir ofan. Crew hataði það nú ekki og setti myndbandið inn á sinn Twitter-reikning líka. Danny Ainge lék með Boston Celtics frá 1981 til 1989 og var síðan í NBA-deildinni allt til ársins 1995. Hann var með 11,5 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í 1042 leikjum sínum í NBA. Þegar Boston Celtics vann NBA-titilinn 1986 þá var Danny Ainge með 15,6 stig, 5,2 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta í leik og hitti úr 55 prósent skota sinna. Hann breyttist í stjörnu í þeirri úrslitakeppni en náði aldrei að vinna NBA-titilinn aftur.
NBA Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira