Tengdasonur Trump kemur fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2017 08:42 Margar spurningar brenna á vörum þingmanna sem þeir vilja að Jared Kushner svari. Vísir/EPA Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti trúnaðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun svara spurningum þingmanna í leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings um hvort að Trump og bandamenn hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í dag. Rannsóknin á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hvort að bandamenn Trump hafi lagt á ráðin með þeim til að tryggja honum sigur hefur verið í hámæli undanfarið. Enn frekari þungi kom í rannsóknina eftir að í ljós kom að Kushner ásamt syni forsetans og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, hafi fundað með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Einnig hefur komið í ljós að Kushner vanrækti að tilkynna um fjölda funda og samskipta við Rússa í aðdraganda kosninganna. Hefur hann uppfært slíka skráningu ítrekað en hennar er krafist af þeim sem eiga að fá aðgang að leynilegum upplýsingum í bandarískri stjórnsýslu.Reyndi að koma á samskiptum við Rússa á bak við tjöldin Kushner, sem er giftur Ivönku, dóttur forsetans, kemur fyrst fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og svo fyrir sambærilega nefnd fulltrúadeildarinnar á morgun. Yfirheyrslurnar yfir honum fara fram fyrir lokuðum dyrum og hann verður líklega ekki eiðsvarinn.Washington Post segir að þrátt fyrir að Kushner verði ekki látinn sverja eið þá geti það haft lagalegar afleiðingar komi í ljós að hann hafi logið að þingnefndunum.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar beggja nefnda hafi lýst miklum áhuga á að heyra um fund Kushner, Trump yngri og Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskayu í júní 2016. Þá er gert ráð fyrir að Kushner verði spurður út í tilraunir sínar til þess að koma á leynilegum farvegi fyrir samskipti á milli Rússa og framboðs Trump áður en tengdafaðir hans tók við embætti í fyrra og fundi hans með rússneskum embættismönnum og viðskiptamönnum.Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Trump yngri tók vel í boð rússnesk lögfræðings um skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton í fyrra. Kushner var viðstaddur fund þeirra í kjölfarið.Vísir/GettyDómsmálanefnd öldungadeildarinnar er sögð eiga í viðræðum við Manafort og Trump yngri um að þeir beri vitni fyrir opnum tjöldum. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað svarið af sér öll tengsl við Rússa. Forsetinn hefur sjálfur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem séu runnar undan rifjum demókrata sem vilji hefna sín fyrir ósigur Hillary Clinton. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti trúnaðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun svara spurningum þingmanna í leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings um hvort að Trump og bandamenn hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í dag. Rannsóknin á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hvort að bandamenn Trump hafi lagt á ráðin með þeim til að tryggja honum sigur hefur verið í hámæli undanfarið. Enn frekari þungi kom í rannsóknina eftir að í ljós kom að Kushner ásamt syni forsetans og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, hafi fundað með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Einnig hefur komið í ljós að Kushner vanrækti að tilkynna um fjölda funda og samskipta við Rússa í aðdraganda kosninganna. Hefur hann uppfært slíka skráningu ítrekað en hennar er krafist af þeim sem eiga að fá aðgang að leynilegum upplýsingum í bandarískri stjórnsýslu.Reyndi að koma á samskiptum við Rússa á bak við tjöldin Kushner, sem er giftur Ivönku, dóttur forsetans, kemur fyrst fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og svo fyrir sambærilega nefnd fulltrúadeildarinnar á morgun. Yfirheyrslurnar yfir honum fara fram fyrir lokuðum dyrum og hann verður líklega ekki eiðsvarinn.Washington Post segir að þrátt fyrir að Kushner verði ekki látinn sverja eið þá geti það haft lagalegar afleiðingar komi í ljós að hann hafi logið að þingnefndunum.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar beggja nefnda hafi lýst miklum áhuga á að heyra um fund Kushner, Trump yngri og Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskayu í júní 2016. Þá er gert ráð fyrir að Kushner verði spurður út í tilraunir sínar til þess að koma á leynilegum farvegi fyrir samskipti á milli Rússa og framboðs Trump áður en tengdafaðir hans tók við embætti í fyrra og fundi hans með rússneskum embættismönnum og viðskiptamönnum.Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Trump yngri tók vel í boð rússnesk lögfræðings um skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton í fyrra. Kushner var viðstaddur fund þeirra í kjölfarið.Vísir/GettyDómsmálanefnd öldungadeildarinnar er sögð eiga í viðræðum við Manafort og Trump yngri um að þeir beri vitni fyrir opnum tjöldum. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað svarið af sér öll tengsl við Rússa. Forsetinn hefur sjálfur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem séu runnar undan rifjum demókrata sem vilji hefna sín fyrir ósigur Hillary Clinton.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48