Tengdasonur Trump kemur fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2017 08:42 Margar spurningar brenna á vörum þingmanna sem þeir vilja að Jared Kushner svari. Vísir/EPA Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti trúnaðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun svara spurningum þingmanna í leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings um hvort að Trump og bandamenn hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í dag. Rannsóknin á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hvort að bandamenn Trump hafi lagt á ráðin með þeim til að tryggja honum sigur hefur verið í hámæli undanfarið. Enn frekari þungi kom í rannsóknina eftir að í ljós kom að Kushner ásamt syni forsetans og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, hafi fundað með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Einnig hefur komið í ljós að Kushner vanrækti að tilkynna um fjölda funda og samskipta við Rússa í aðdraganda kosninganna. Hefur hann uppfært slíka skráningu ítrekað en hennar er krafist af þeim sem eiga að fá aðgang að leynilegum upplýsingum í bandarískri stjórnsýslu.Reyndi að koma á samskiptum við Rússa á bak við tjöldin Kushner, sem er giftur Ivönku, dóttur forsetans, kemur fyrst fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og svo fyrir sambærilega nefnd fulltrúadeildarinnar á morgun. Yfirheyrslurnar yfir honum fara fram fyrir lokuðum dyrum og hann verður líklega ekki eiðsvarinn.Washington Post segir að þrátt fyrir að Kushner verði ekki látinn sverja eið þá geti það haft lagalegar afleiðingar komi í ljós að hann hafi logið að þingnefndunum.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar beggja nefnda hafi lýst miklum áhuga á að heyra um fund Kushner, Trump yngri og Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskayu í júní 2016. Þá er gert ráð fyrir að Kushner verði spurður út í tilraunir sínar til þess að koma á leynilegum farvegi fyrir samskipti á milli Rússa og framboðs Trump áður en tengdafaðir hans tók við embætti í fyrra og fundi hans með rússneskum embættismönnum og viðskiptamönnum.Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Trump yngri tók vel í boð rússnesk lögfræðings um skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton í fyrra. Kushner var viðstaddur fund þeirra í kjölfarið.Vísir/GettyDómsmálanefnd öldungadeildarinnar er sögð eiga í viðræðum við Manafort og Trump yngri um að þeir beri vitni fyrir opnum tjöldum. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað svarið af sér öll tengsl við Rússa. Forsetinn hefur sjálfur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem séu runnar undan rifjum demókrata sem vilji hefna sín fyrir ósigur Hillary Clinton. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti trúnaðarmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun svara spurningum þingmanna í leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings um hvort að Trump og bandamenn hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í dag. Rannsóknin á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hvort að bandamenn Trump hafi lagt á ráðin með þeim til að tryggja honum sigur hefur verið í hámæli undanfarið. Enn frekari þungi kom í rannsóknina eftir að í ljós kom að Kushner ásamt syni forsetans og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra Trump, hafi fundað með rússneskum lögfræðingi sem hafði lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Einnig hefur komið í ljós að Kushner vanrækti að tilkynna um fjölda funda og samskipta við Rússa í aðdraganda kosninganna. Hefur hann uppfært slíka skráningu ítrekað en hennar er krafist af þeim sem eiga að fá aðgang að leynilegum upplýsingum í bandarískri stjórnsýslu.Reyndi að koma á samskiptum við Rússa á bak við tjöldin Kushner, sem er giftur Ivönku, dóttur forsetans, kemur fyrst fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og svo fyrir sambærilega nefnd fulltrúadeildarinnar á morgun. Yfirheyrslurnar yfir honum fara fram fyrir lokuðum dyrum og hann verður líklega ekki eiðsvarinn.Washington Post segir að þrátt fyrir að Kushner verði ekki látinn sverja eið þá geti það haft lagalegar afleiðingar komi í ljós að hann hafi logið að þingnefndunum.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar beggja nefnda hafi lýst miklum áhuga á að heyra um fund Kushner, Trump yngri og Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskayu í júní 2016. Þá er gert ráð fyrir að Kushner verði spurður út í tilraunir sínar til þess að koma á leynilegum farvegi fyrir samskipti á milli Rússa og framboðs Trump áður en tengdafaðir hans tók við embætti í fyrra og fundi hans með rússneskum embættismönnum og viðskiptamönnum.Donald Trump yngri og systir hans Ivanka. Trump yngri tók vel í boð rússnesk lögfræðings um skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton í fyrra. Kushner var viðstaddur fund þeirra í kjölfarið.Vísir/GettyDómsmálanefnd öldungadeildarinnar er sögð eiga í viðræðum við Manafort og Trump yngri um að þeir beri vitni fyrir opnum tjöldum. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað svarið af sér öll tengsl við Rússa. Forsetinn hefur sjálfur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem séu runnar undan rifjum demókrata sem vilji hefna sín fyrir ósigur Hillary Clinton.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48