Valdís: Átti í bölvuðum vandræðum með veðrið alla helgina Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. júlí 2017 19:45 Valdís Þóra fagnar á átjándu flöt í dag er sigurinn var í höfn. Vísir/Andri Marinó „Ég er örlítið þreytt en fegin og sæl að hafa náð að landa þessum titli,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, sátt í samtali við Vísi eftir að titillinn var í höfn á Íslandsmótinu í höggleik 2017 í Hafnarfirði í dag. Valdís hefur verið á ferð og flugi á LETA-mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í Evrópu ásamt því að taka þátt í Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum. „Ég var alltaf ákveðin í að koma í þetta mót og þegar mótinu var aflýst í Tékklandi þá kom eigilega ekkert annað til greina en að taka þátt. Ég var mjög róleg allan tíman og reynslan af mótunum erlendis hjálpaði mér á lokasprettinum.“Sjá einnig:Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn Það voru öðruvísi aðstæður á Hvaleyrinni um helgina en Valdís er búin að venjast undanfarna mánuði. „Veðrið er ekki búið að leika við okkur síðustu daga, mér fannst flatirnar svolítið hægar fyrstu tvo dagana en það var bætt í og þau voru mun betri um helgina. Fyrstu tvo dagana átti ég í miklum vandræðum á flötunum, var of stutt og í bölvuðu basli. Aukinn hraði hentaði mér betur,“ sagði Valdís og bætti við: „Svo var vindurinn okkur mjög óhagstæður í hrauninu, við konurnar eru með veikara boltaflug en strákarnir svo vindurinn er verri fyrir okkur. Það er búið að vera mjög erfitt að takast á við þetta. Það lægði aðeins til en ég átti áfram í bölvuðum vandræðum með veðrið. Ég hélt að það væri meðvindur á fjórtándu holu og var allt of stutt í sandgryfju í staðin.“ Valdís og Guðrún Brá Björgvinsdóttir háðu harða baráttu í allan dag. „Þetta var skemmtilegt einvígi, það féll til og frá mjög snöggt. Hún byrjaði betur, svo náði ég að sækja á hana og við skiptum alltaf á forskotinu þar til á sautjándu þegar ég náði aðeins að slíta hana frá mér.“ Valdís sagðist ekkert hafa stressast við að sjá boltann fara yfir flötina en handan við hana er örlítill grjótagarður. „Ekki þannig, ég reyndi að spila þetta öruggt en sló yfir flötina í staðin. Ég náði að bjarga mér með góðu vippi en ég vissi að ég mætti fá skolla svo lengi sem Guðrún fengi ekki fugl og hún var í erfiðri stöðu.“ Valdís vonaðist til að byggja á þessu fyrir næstu mót á LETA-mótaröðinni. „Það er mjög krefjandi mót framundan, ég fer aftur út á laugardaginn og þetta mun gefa mér smá kraft. Sigur í móti og að fá verðlaunagripi hjálpar alltaf, sérstaklega fyrir spennandi viku,“ sagði Valdís Þóra brött að lokum. Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki í þriðja sinn á ferlinum eftir æsispennandi lokahring þar sem hún hafði betur gegn heimakonunni Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr GK. 23. júlí 2017 17:01 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Sjá meira
„Ég er örlítið þreytt en fegin og sæl að hafa náð að landa þessum titli,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, sátt í samtali við Vísi eftir að titillinn var í höfn á Íslandsmótinu í höggleik 2017 í Hafnarfirði í dag. Valdís hefur verið á ferð og flugi á LETA-mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í Evrópu ásamt því að taka þátt í Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum. „Ég var alltaf ákveðin í að koma í þetta mót og þegar mótinu var aflýst í Tékklandi þá kom eigilega ekkert annað til greina en að taka þátt. Ég var mjög róleg allan tíman og reynslan af mótunum erlendis hjálpaði mér á lokasprettinum.“Sjá einnig:Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn Það voru öðruvísi aðstæður á Hvaleyrinni um helgina en Valdís er búin að venjast undanfarna mánuði. „Veðrið er ekki búið að leika við okkur síðustu daga, mér fannst flatirnar svolítið hægar fyrstu tvo dagana en það var bætt í og þau voru mun betri um helgina. Fyrstu tvo dagana átti ég í miklum vandræðum á flötunum, var of stutt og í bölvuðu basli. Aukinn hraði hentaði mér betur,“ sagði Valdís og bætti við: „Svo var vindurinn okkur mjög óhagstæður í hrauninu, við konurnar eru með veikara boltaflug en strákarnir svo vindurinn er verri fyrir okkur. Það er búið að vera mjög erfitt að takast á við þetta. Það lægði aðeins til en ég átti áfram í bölvuðum vandræðum með veðrið. Ég hélt að það væri meðvindur á fjórtándu holu og var allt of stutt í sandgryfju í staðin.“ Valdís og Guðrún Brá Björgvinsdóttir háðu harða baráttu í allan dag. „Þetta var skemmtilegt einvígi, það féll til og frá mjög snöggt. Hún byrjaði betur, svo náði ég að sækja á hana og við skiptum alltaf á forskotinu þar til á sautjándu þegar ég náði aðeins að slíta hana frá mér.“ Valdís sagðist ekkert hafa stressast við að sjá boltann fara yfir flötina en handan við hana er örlítill grjótagarður. „Ekki þannig, ég reyndi að spila þetta öruggt en sló yfir flötina í staðin. Ég náði að bjarga mér með góðu vippi en ég vissi að ég mætti fá skolla svo lengi sem Guðrún fengi ekki fugl og hún var í erfiðri stöðu.“ Valdís vonaðist til að byggja á þessu fyrir næstu mót á LETA-mótaröðinni. „Það er mjög krefjandi mót framundan, ég fer aftur út á laugardaginn og þetta mun gefa mér smá kraft. Sigur í móti og að fá verðlaunagripi hjálpar alltaf, sérstaklega fyrir spennandi viku,“ sagði Valdís Þóra brött að lokum.
Golf Tengdar fréttir Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki í þriðja sinn á ferlinum eftir æsispennandi lokahring þar sem hún hafði betur gegn heimakonunni Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr GK. 23. júlí 2017 17:01 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Sjá meira
Valdís Þóra Íslandsmeistari í þriðja sinn Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, er Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki í þriðja sinn á ferlinum eftir æsispennandi lokahring þar sem hún hafði betur gegn heimakonunni Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr GK. 23. júlí 2017 17:01
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn