McGregor, var í treyju merktri númer 23, sem er einmitt númerið sem Draymond Green er með hjá Golden State og hélt því Green að Conor væri í treyju með sér nafninu sínu á bakinu.
Green birti myndina á Instagram síðu sinni og vildi meina að leikmenn Golden State standi með Floyd Mayweather og að Conor ætti að fara úr treyjunni en Conor mætir Mayweather í risabardaga þann 26. ágúst næst komandi í Las Vegas.
Það kom þó illa út fyrir Draymond Green, þar sem að Conor McGregor svaraði honum á Instagram að treyjan væri merkt C.J. Watson sem er fyrrverandi leikmaður Golden State og að Conor hefði enga hugmynd um hver Draymond Green sé.
Þetta má sjá hér á myndinni að neðan.
