Golf

Branden Grace setti sögulegt met á Opna breska mótinu í golfi

Branden Grace áður en hann setti niður pútt á 18.holu í dag
Branden Grace áður en hann setti niður pútt á 18.holu í dag visir/getty
Branden Grace skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í golfi þegar að hann fór hringinn á 62 höggum á Open Royal Birkdale mótinu í golfi.

Suður-Afríkumaðurinn lék frábært golf þegar að hann fór holurnar 18 á Royal Birkdale mótinu á 62 höggum en engum kylfingi hefur tekist að fara hring á stórmóti á 62 höggum.

Grace sem er 29 ára og er á -4 höggum undir pari. Hann fékk átta fugla í dag og tíu pör, en fyrir daginn í dag hafði hann aðeins fengið fjóra fugla á öllu mótinu og var á fjórum höggum yfir pari áður en hann hóf leik. Grace tapaði ekki höggi í dag og hann situr sem stendur í öðru sæti á mótinu en Jordan Spieth leiðir mótið á -6 höggum undir pari.

Besti árangur Brandens á opna breska mótinu er 20.sæti ásamt öðrum kylfingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×