Vilja koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í fornum kirkjugarði Reykvíkinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2017 21:21 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. Vísir/Anton Brink Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina vilja að áform um framkvæmdir á Víkurgarðsreitnum í miðborg Reykjavíkur verði endurskoðuð í ljósi fornleifafunda á svæðinu. Tillaga þess efnis var flutt á borgarráðsfundi í morgun en var frestað að ósk meirihlutans. Í tillögunni, sem Kjartan Magnússon borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins flutti á fundi borgarráðs, segir að komið hafi í ljós að byggingarreitur fyrirhugaðs stórhýsis á svæðinu nái inn í hinn forna Víkurgarð. Kjartan segir markmið tillögunnar vera að „koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í Víkurgarði, hinum forna kirkjugarði Reykvíkinga.“ „Lagt er til að í ljósi fornleifafunda við Landsímahúsið verði áform um framkvæmdir á reitnum endurskoðuð. Horfið verði frá því að reisa fyrirhugað stórhýsi í hinum forna Víkurgarði, elsta kirkjugarði Reykjavíkur, enda hefur nú komið í ljós að byggingarreiturinn nær inn í kirkjugarðinn. Þess í stað verði leitast við að forðast menningarlegt tjón, jafnvel stórslys, með því að vernda hinn forna kirkjugarð og þær fornleifar sem þar er að finna,” segir í tillögunni.Vilja gera „nafla Reykjavíkur“ hátt undir höfði Á reitnum vilja flutningsmenn tillögunnar jafnframt koma fyrir„minningarmörkum“ sem geri almenningi kleift að skynja hina miklu helgi og sögu sem staðurinn, réttnefndur „nafli Reykjavíkur,“ geymi. „Í garðinum verði jafnframt sett upp minningarmörk um hina framliðnu ásamt söguskilti og með því verði almenningi gefinn kostur á að skynja við útivist í garðinum hina miklu helgi og sögu sem þessi staður, réttnefndur nafli Reykjavíkur, geymir. Leitast verði við að gera nauðsynlegar breytingar í þessu skyni í samráði og sátt við þann aðila, sem hyggur á uppbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi skipulagi.“Óráðlegt að samþykkja breytingar vegna merkrar niðurstöðu í uppgreftriFornleifauppgröftur í Víkurgarði hófst fyrir nokkru síðan vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Kirkjugarðurinn hefur einnig gengið undir nafninu Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. Þá hafa framkvæmdirnar á svæðinu verið umdeildar en deiliskipulag á reitnum var samþykkt árið 2013 eftir mikið þref. Í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina segir að mjög hafi verið gengið á land Víkurkirkjugarðs með byggingum Landsímans. Þá segir einnig að vísbendingar hafi komið fram um að von sé á merkri niðurstöðu í tengslum við fornleifarannsóknir á svæðinu og því þyki „óráðlegt að samþykkja breytingar á deiliskipulagi á svæðinu áður en heildarniðurstöður yfirstandandi fornleifarannsóknar liggja fyrir.“ Fornminjar Skipulag Tengdar fréttir Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00 Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30 Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina vilja að áform um framkvæmdir á Víkurgarðsreitnum í miðborg Reykjavíkur verði endurskoðuð í ljósi fornleifafunda á svæðinu. Tillaga þess efnis var flutt á borgarráðsfundi í morgun en var frestað að ósk meirihlutans. Í tillögunni, sem Kjartan Magnússon borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins flutti á fundi borgarráðs, segir að komið hafi í ljós að byggingarreitur fyrirhugaðs stórhýsis á svæðinu nái inn í hinn forna Víkurgarð. Kjartan segir markmið tillögunnar vera að „koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í Víkurgarði, hinum forna kirkjugarði Reykvíkinga.“ „Lagt er til að í ljósi fornleifafunda við Landsímahúsið verði áform um framkvæmdir á reitnum endurskoðuð. Horfið verði frá því að reisa fyrirhugað stórhýsi í hinum forna Víkurgarði, elsta kirkjugarði Reykjavíkur, enda hefur nú komið í ljós að byggingarreiturinn nær inn í kirkjugarðinn. Þess í stað verði leitast við að forðast menningarlegt tjón, jafnvel stórslys, með því að vernda hinn forna kirkjugarð og þær fornleifar sem þar er að finna,” segir í tillögunni.Vilja gera „nafla Reykjavíkur“ hátt undir höfði Á reitnum vilja flutningsmenn tillögunnar jafnframt koma fyrir„minningarmörkum“ sem geri almenningi kleift að skynja hina miklu helgi og sögu sem staðurinn, réttnefndur „nafli Reykjavíkur,“ geymi. „Í garðinum verði jafnframt sett upp minningarmörk um hina framliðnu ásamt söguskilti og með því verði almenningi gefinn kostur á að skynja við útivist í garðinum hina miklu helgi og sögu sem þessi staður, réttnefndur nafli Reykjavíkur, geymir. Leitast verði við að gera nauðsynlegar breytingar í þessu skyni í samráði og sátt við þann aðila, sem hyggur á uppbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi skipulagi.“Óráðlegt að samþykkja breytingar vegna merkrar niðurstöðu í uppgreftriFornleifauppgröftur í Víkurgarði hófst fyrir nokkru síðan vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Kirkjugarðurinn hefur einnig gengið undir nafninu Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. Þá hafa framkvæmdirnar á svæðinu verið umdeildar en deiliskipulag á reitnum var samþykkt árið 2013 eftir mikið þref. Í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina segir að mjög hafi verið gengið á land Víkurkirkjugarðs með byggingum Landsímans. Þá segir einnig að vísbendingar hafi komið fram um að von sé á merkri niðurstöðu í tengslum við fornleifarannsóknir á svæðinu og því þyki „óráðlegt að samþykkja breytingar á deiliskipulagi á svæðinu áður en heildarniðurstöður yfirstandandi fornleifarannsóknar liggja fyrir.“
Fornminjar Skipulag Tengdar fréttir Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00 Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30 Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00
Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30
Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent