Hefur 836 sinnum sagt ranga og villandi hluti Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2017 15:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á sínum fyrstu sex mánuðum í embætti 836 sinnum sagt hluti sem eru rangir eða villandi. Það eru 4,6 staðhæfingar á dag sem stangast á við raunveruleikann. Þetta er niðurstaða greiningar blaðamanna Washington Post, sem hafa fylgst náið með fyrstu mánuðum Trump í embætti. (Mögulega þarf að greiða fyrir aðgang að greininni.) Algengustu rangfærslur forsetans snúa að núverandi heilbrigðiskerfis- og sjúkratryggingalögum Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu ObamaCare. 44 sinnum hefur Trump sagt að hið umrædda kerfi sé dáið, dautt eða eitthvað á þá leið. Að kerfið sé að hruni komið. Hin óháða stofnun Congressional Budget Office, nokkurs konar Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, segir hins vegar að kerfið standi traustum fótum þrátt fyrir hina ýmsu galla. Þá sé einnig útlit fyrir að kerfið sé stöðugt. Blaðamenn Washington Post segja einnig að ef eitthvað hafi gert Obamacare erfitt, hafi það verið yfirlýsingar og stefna ríkisstjórnar Trump. Nokkur tryggingafélög hafi yfirgefið ákveðna markmiði og vísað til ríkisstjórnarinnar með ástæðu þess. Trump hefur margsinnis tekið heiðurinn fyrir ákvarðanir forsvarsmanna fyrirtækja og aðra hluti sem gerðust í raun áður en hann tók við embætti. Þrjátíu sinnum hefur hann stært sig af því að hafa tryggt viðskiptasamninga, fjárfestingar og annað sem búið var að tilkynna áður. Hann hefur til dæmis nærri því tuttugu sinnum stært sig af því að hafa lækkað framleiðslukostnað F-35 orrustuþotnanna, þrátt fyrir að sú samningsvinna hafi að mestu farið fram áður en hann varð forseti. Þar að auki sagði Trump þann 17. júlí að honum hefði tekist að semja við Xi Jinping, forseta Kína, um það að Bandaríkin gætu selt nautakjöt í Kína með einni setningu. „Ég sagði: „Forseti Xi. Okkur þætti vænt um að geta selt nautakjöt í Kína aftur“. Hann svaraði: „Þið getið gert það“, og þannig endaði það,“ sagði Trump. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórn Barack Obama, fyrrverandi forseta, samdi um sölu nautakjöts í Kína í september síðastliðnum.Dagblaðið Toronto Star gengur aðeins lengra en Washington Post, en þar fylgjast blaðamenn eingöngu með röngum staðhæfingum og „lygum“. Samkvæmt talningu þeirra hefur Trump 397 sinnum farið með rangt mál og samsvarar það 2,1 sinnum á dag. Politifact heldur einnig úti sérstakri vakt um rangfærslur Trump og það gera fjölmargir miðlar til viðbóta. Fáir, ef einhverjir, forsetar hafa setið undir jafn miklu aðhaldi gagnvart sannleiksgildi yfirlýsinga sinna. Reynslan hefur þó sýnt að tilefni er til. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á sínum fyrstu sex mánuðum í embætti 836 sinnum sagt hluti sem eru rangir eða villandi. Það eru 4,6 staðhæfingar á dag sem stangast á við raunveruleikann. Þetta er niðurstaða greiningar blaðamanna Washington Post, sem hafa fylgst náið með fyrstu mánuðum Trump í embætti. (Mögulega þarf að greiða fyrir aðgang að greininni.) Algengustu rangfærslur forsetans snúa að núverandi heilbrigðiskerfis- og sjúkratryggingalögum Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu ObamaCare. 44 sinnum hefur Trump sagt að hið umrædda kerfi sé dáið, dautt eða eitthvað á þá leið. Að kerfið sé að hruni komið. Hin óháða stofnun Congressional Budget Office, nokkurs konar Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, segir hins vegar að kerfið standi traustum fótum þrátt fyrir hina ýmsu galla. Þá sé einnig útlit fyrir að kerfið sé stöðugt. Blaðamenn Washington Post segja einnig að ef eitthvað hafi gert Obamacare erfitt, hafi það verið yfirlýsingar og stefna ríkisstjórnar Trump. Nokkur tryggingafélög hafi yfirgefið ákveðna markmiði og vísað til ríkisstjórnarinnar með ástæðu þess. Trump hefur margsinnis tekið heiðurinn fyrir ákvarðanir forsvarsmanna fyrirtækja og aðra hluti sem gerðust í raun áður en hann tók við embætti. Þrjátíu sinnum hefur hann stært sig af því að hafa tryggt viðskiptasamninga, fjárfestingar og annað sem búið var að tilkynna áður. Hann hefur til dæmis nærri því tuttugu sinnum stært sig af því að hafa lækkað framleiðslukostnað F-35 orrustuþotnanna, þrátt fyrir að sú samningsvinna hafi að mestu farið fram áður en hann varð forseti. Þar að auki sagði Trump þann 17. júlí að honum hefði tekist að semja við Xi Jinping, forseta Kína, um það að Bandaríkin gætu selt nautakjöt í Kína með einni setningu. „Ég sagði: „Forseti Xi. Okkur þætti vænt um að geta selt nautakjöt í Kína aftur“. Hann svaraði: „Þið getið gert það“, og þannig endaði það,“ sagði Trump. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórn Barack Obama, fyrrverandi forseta, samdi um sölu nautakjöts í Kína í september síðastliðnum.Dagblaðið Toronto Star gengur aðeins lengra en Washington Post, en þar fylgjast blaðamenn eingöngu með röngum staðhæfingum og „lygum“. Samkvæmt talningu þeirra hefur Trump 397 sinnum farið með rangt mál og samsvarar það 2,1 sinnum á dag. Politifact heldur einnig úti sérstakri vakt um rangfærslur Trump og það gera fjölmargir miðlar til viðbóta. Fáir, ef einhverjir, forsetar hafa setið undir jafn miklu aðhaldi gagnvart sannleiksgildi yfirlýsinga sinna. Reynslan hefur þó sýnt að tilefni er til.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira