Costco gert að merkja efnavöru eftir kvartanir frá keppinautum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. júlí 2017 06:00 Costco opnaði verslun sína í Garðabæ 23. maí síðastliðinn. vísir/eyþór Varúðarmerkingum á efnavörum, svo sem þvotta- og hreinsiefnum, hefur í mörgum tilfellum verið ábótavant í verslun bandarísku keðjunnar Costco í Garðabæ. Umhverfisstofnun hefur krafið verslunina um úrbætur. Ef verslunin verður ekki við kröfum stofnunarinnar gæti hún átt yfir höfði sér dagsektir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sendu nokkrir keppinautar Costco, fyrst og fremst innlendir heildsalar, kvörtun til Umhverfisstofnunar þar sem bent var á að varúðarmerkingum á ýmsum vörum sem verslunin selur, til dæmis uppþvottaefnum og hreinsivörum, væri verulega ábótavant. Lýstu þeir sem kvörtuðu gremju sinni yfir því að Costco hefði í margar vikur komist upp með að merkja ekki allar umbúðir efnavara sinna, líkt og skylt er lögum samkvæmt. Gunnlaug Helga Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfesti í samtali við blaðið í gær að stofnunin hefði brugðist við ábendingum sem henni bárust og sent starfsmenn í eftirlitsferð í Costco. Hefðu þeir í kjölfarið krafið verslunina um ákveðnar úrbætur, þar á meðal að hún bætti varúðarmerkingar sínar á efnavörum. Forvarsmenn verslunarinnar fengu fjögurra vikna frest til þess að grípa til úrbóta og er sá frestur ekki enn liðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er víða pottur brotinn í merkingum efnavara. Á það ekki aðeins við um Costco, heldur er úrbóta þörf víðar. „Við reynum ávallt að bregðast við ábendingum sem við fáum, fara á staðinn og ganga úr skugga um hvort þær standist. Við gerum í kjölfarið eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur hvort ábendingarnar eigi við rök að styðjast eða ekki. Og ef merkingum er ábótavant er gerð krafa um úrbætur og ákveðinn frestur gefinn. Fyrirtækin fá þá frest til þess að koma sínum málum í lag,“ segir Gunnlaug. Samkvæmt efnalögum er Umhverfisstofnun heimilt að veita þeim sem brýtur gegn ákvæðum laganna áminningu. Ef fyrirmælum Umhverfisstofnunar er ekki sinnt innan tiltekins frests getur hún jafnframt lagt dagsektir á viðkomandi fyrirtæki þar til úr er bætt, en sektirnar geta numið allt að 500 þúsund krónum fyrir hvern dag. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Varúðarmerkingum á efnavörum, svo sem þvotta- og hreinsiefnum, hefur í mörgum tilfellum verið ábótavant í verslun bandarísku keðjunnar Costco í Garðabæ. Umhverfisstofnun hefur krafið verslunina um úrbætur. Ef verslunin verður ekki við kröfum stofnunarinnar gæti hún átt yfir höfði sér dagsektir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sendu nokkrir keppinautar Costco, fyrst og fremst innlendir heildsalar, kvörtun til Umhverfisstofnunar þar sem bent var á að varúðarmerkingum á ýmsum vörum sem verslunin selur, til dæmis uppþvottaefnum og hreinsivörum, væri verulega ábótavant. Lýstu þeir sem kvörtuðu gremju sinni yfir því að Costco hefði í margar vikur komist upp með að merkja ekki allar umbúðir efnavara sinna, líkt og skylt er lögum samkvæmt. Gunnlaug Helga Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, staðfesti í samtali við blaðið í gær að stofnunin hefði brugðist við ábendingum sem henni bárust og sent starfsmenn í eftirlitsferð í Costco. Hefðu þeir í kjölfarið krafið verslunina um ákveðnar úrbætur, þar á meðal að hún bætti varúðarmerkingar sínar á efnavörum. Forvarsmenn verslunarinnar fengu fjögurra vikna frest til þess að grípa til úrbóta og er sá frestur ekki enn liðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er víða pottur brotinn í merkingum efnavara. Á það ekki aðeins við um Costco, heldur er úrbóta þörf víðar. „Við reynum ávallt að bregðast við ábendingum sem við fáum, fara á staðinn og ganga úr skugga um hvort þær standist. Við gerum í kjölfarið eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur hvort ábendingarnar eigi við rök að styðjast eða ekki. Og ef merkingum er ábótavant er gerð krafa um úrbætur og ákveðinn frestur gefinn. Fyrirtækin fá þá frest til þess að koma sínum málum í lag,“ segir Gunnlaug. Samkvæmt efnalögum er Umhverfisstofnun heimilt að veita þeim sem brýtur gegn ákvæðum laganna áminningu. Ef fyrirmælum Umhverfisstofnunar er ekki sinnt innan tiltekins frests getur hún jafnframt lagt dagsektir á viðkomandi fyrirtæki þar til úr er bætt, en sektirnar geta numið allt að 500 þúsund krónum fyrir hvern dag.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira