Eigandinn að umtalaðasta jeppa landsins gaf sig fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2017 15:17 Ökumaðurinn og félagar hans halda niður Esjuna eftir að þeir festu bílinn á laugardaginn.Skemmdirnar á gróðrinum eru vel sýnilegar. Leifur Hákonarson Ökumaður og eigandi að Toyota Land Cruser jeppa sem setið hefur fastur í hlíðum Esjunnar síðan á laugardag gaf sig fram við lögregluna í Grafarvogi eftir hádegi í dag. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir manninn hafa hringt í lögreglu og í framhaldinu mætt á stöðina og gefið skýrslu vegna málsins. Að sögn Ásgeirs Péturs ók maðurinn gamlan vegarslóða sem hefur verið í Esjunni frá því á stríðsárunum. Hann var með farþega með sér í bílnum og ók upp slóðann töluverða vegalengd. Á tíma verður vegaslóðinn ógreinilegur og þar virðist sem lukka ökumannsins og félaga hafi farið sígandi. Jeppanum var ekið áleiðis niður fjallið en festist svo í mýri, þar sem hann hefur verið fastur síðan. Málið er upplýst en enn er óljóst hvernig og hvenær bíllinn verður færður úr Esjunni og á göturnar.Jeppinn er fastur í mýri á milli göngustíganna tveggja upp að Steini eins og sést á þessu korti úr Lightroom.Leifur Skarphéðinsson„Við erum að reyna að finna einhvern aðila með spil til að krækja. Það er ekki hægt að fara alveg að bílnum nema að skemma helling til viðbótar,“ segir Ásgeir Pétur. Vísar hann þar til þeirra skemmda sem sjá má í hlíðum Esjunnar eftir jeppann. Líklegasta lendingin sé að keyra bíl með spil framan á upp stíginn, leggja reipi í jeppann og reyna að ná honum þannig upp úr mýrinni. Ásgeir Pétur hefur starfað hjá lögreglu í á fjórða áratug. Aðspurður hvort þetta mál sé með þeim sérstakari í starfinu segir hann svo margt koma upp í starfi lögreglumannsins. „En það er svolítið sérstakt að láta sér detta það í huga að fara alla leið þangað upp.“ Lögreglufulltrúinn segir manninn geta átt von á kæru fyrir utanvegaakstur. Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35 Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir „Flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Sjá meira
Ökumaður og eigandi að Toyota Land Cruser jeppa sem setið hefur fastur í hlíðum Esjunnar síðan á laugardag gaf sig fram við lögregluna í Grafarvogi eftir hádegi í dag. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir manninn hafa hringt í lögreglu og í framhaldinu mætt á stöðina og gefið skýrslu vegna málsins. Að sögn Ásgeirs Péturs ók maðurinn gamlan vegarslóða sem hefur verið í Esjunni frá því á stríðsárunum. Hann var með farþega með sér í bílnum og ók upp slóðann töluverða vegalengd. Á tíma verður vegaslóðinn ógreinilegur og þar virðist sem lukka ökumannsins og félaga hafi farið sígandi. Jeppanum var ekið áleiðis niður fjallið en festist svo í mýri, þar sem hann hefur verið fastur síðan. Málið er upplýst en enn er óljóst hvernig og hvenær bíllinn verður færður úr Esjunni og á göturnar.Jeppinn er fastur í mýri á milli göngustíganna tveggja upp að Steini eins og sést á þessu korti úr Lightroom.Leifur Skarphéðinsson„Við erum að reyna að finna einhvern aðila með spil til að krækja. Það er ekki hægt að fara alveg að bílnum nema að skemma helling til viðbótar,“ segir Ásgeir Pétur. Vísar hann þar til þeirra skemmda sem sjá má í hlíðum Esjunnar eftir jeppann. Líklegasta lendingin sé að keyra bíl með spil framan á upp stíginn, leggja reipi í jeppann og reyna að ná honum þannig upp úr mýrinni. Ásgeir Pétur hefur starfað hjá lögreglu í á fjórða áratug. Aðspurður hvort þetta mál sé með þeim sérstakari í starfinu segir hann svo margt koma upp í starfi lögreglumannsins. „En það er svolítið sérstakt að láta sér detta það í huga að fara alla leið þangað upp.“ Lögreglufulltrúinn segir manninn geta átt von á kæru fyrir utanvegaakstur.
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35 Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir „Flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Sjá meira
Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35
Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36