Yfir 20 manns greindir með sárasótt á fyrstu fimm mánuðum ársins Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 31. júlí 2017 13:54 Fleiri greinast með kynsjúkdóma og virðist minni notkun smokksins vera hluta skýringarinnar. Vísir/GVA Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa 23 einstaklingar, 16 karlmenn og sjö konur, greinst með sárasótt. Á sama tímabili í fyrra greindust um 13 manns með sárasótt. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa 33 einstaklingar, 20 karlmenn og 13 konur, greinst með lekanda. Hefur þeim fækkað frá því í fyrra en þá greindust rúmlega fjörutíu manns með kynsjúkdóminn. Þá hafa rúmlega 700 manns greinst með klamýdíu á fyrstu fimm mánuðum ársins og hafa átta verið greindir með HIV veiruna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum sem komu út nú í júlí og gefin eru út af embætti Landlæknis. Smokkurinn er talin vera besta vörnin gegn þessum sjúkdómum.Haraldur Briem, sóttvarnalæknir segir notkun á smokkum vera stöðuga á milli ára.Haraldur Briem, staðgengill sóttvarnalæknis, segir að notkun á smokkum hafi í gegnum árin verið ansi stöðug. Hann segist ekki vera með nýlegar tölur fyrir framan sig en þau vilji að smokkar séu notaðir oftar. „Við eigum tölur í gegnum árin. Það sem hefur vakið athygli mína er að notkunin er býsna stöðug. Ég held að þetta sé eitthvað um hálf milljón smokka sem séu notaðir á ári, ef ég man þetta rétt,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. „Það er okkur mikið kappsmál að hvetja til þess að fólk noti smokka þar sem það þekkir ekki vel til makanna eða rekkjunautanna enda eru kynsjúkdómar núna verulegt vandamál. Við erum að sjá mikla aukningu í sárasótt og lekanda sem er býsna mikil. Það er afar brýnt að fólk hafi þetta í huga,“segir Haraldur. Hann segir sjúkdómana vera algengari hjá yngra fólki. „Þetta er náttúrulega ungt fólk sem er að lenda í þessu og mér finnst áhyggjuefni með sárasóttina og lekandann sem bæði kynin geta lent í að fá sem þýðir það að við erum ekki að nota smokkinn nógu mikið,“ segir Haraldur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bæta þurfi kynfræðslu til að koma í veg fyrir frekara kæruleysi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það skipta höfuðmáli að auka fræðslu í skólum til að stemma stigu við mikla aukningu kynsjúkdóma hér á landi. Íslendingar séu orðnir of kærulausir í kynlífi. 11. júlí 2017 11:43 Greindist með sýfilis: „Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú“ Maður sem greindist með slæmt tilfelli af sýfilis, eða sárasótt, segir fordóma fyrir hendi, sérstaklega í garð hinsegin fólks. Hann hvetur jafnframt heilbrigðisyfirvöld til að spýta í lófana þegar kemur að forvörnum. 11. júní 2017 20:00 Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa 23 einstaklingar, 16 karlmenn og sjö konur, greinst með sárasótt. Á sama tímabili í fyrra greindust um 13 manns með sárasótt. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa 33 einstaklingar, 20 karlmenn og 13 konur, greinst með lekanda. Hefur þeim fækkað frá því í fyrra en þá greindust rúmlega fjörutíu manns með kynsjúkdóminn. Þá hafa rúmlega 700 manns greinst með klamýdíu á fyrstu fimm mánuðum ársins og hafa átta verið greindir með HIV veiruna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum sem komu út nú í júlí og gefin eru út af embætti Landlæknis. Smokkurinn er talin vera besta vörnin gegn þessum sjúkdómum.Haraldur Briem, sóttvarnalæknir segir notkun á smokkum vera stöðuga á milli ára.Haraldur Briem, staðgengill sóttvarnalæknis, segir að notkun á smokkum hafi í gegnum árin verið ansi stöðug. Hann segist ekki vera með nýlegar tölur fyrir framan sig en þau vilji að smokkar séu notaðir oftar. „Við eigum tölur í gegnum árin. Það sem hefur vakið athygli mína er að notkunin er býsna stöðug. Ég held að þetta sé eitthvað um hálf milljón smokka sem séu notaðir á ári, ef ég man þetta rétt,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. „Það er okkur mikið kappsmál að hvetja til þess að fólk noti smokka þar sem það þekkir ekki vel til makanna eða rekkjunautanna enda eru kynsjúkdómar núna verulegt vandamál. Við erum að sjá mikla aukningu í sárasótt og lekanda sem er býsna mikil. Það er afar brýnt að fólk hafi þetta í huga,“segir Haraldur. Hann segir sjúkdómana vera algengari hjá yngra fólki. „Þetta er náttúrulega ungt fólk sem er að lenda í þessu og mér finnst áhyggjuefni með sárasóttina og lekandann sem bæði kynin geta lent í að fá sem þýðir það að við erum ekki að nota smokkinn nógu mikið,“ segir Haraldur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bæta þurfi kynfræðslu til að koma í veg fyrir frekara kæruleysi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það skipta höfuðmáli að auka fræðslu í skólum til að stemma stigu við mikla aukningu kynsjúkdóma hér á landi. Íslendingar séu orðnir of kærulausir í kynlífi. 11. júlí 2017 11:43 Greindist með sýfilis: „Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú“ Maður sem greindist með slæmt tilfelli af sýfilis, eða sárasótt, segir fordóma fyrir hendi, sérstaklega í garð hinsegin fólks. Hann hvetur jafnframt heilbrigðisyfirvöld til að spýta í lófana þegar kemur að forvörnum. 11. júní 2017 20:00 Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bæta þurfi kynfræðslu til að koma í veg fyrir frekara kæruleysi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það skipta höfuðmáli að auka fræðslu í skólum til að stemma stigu við mikla aukningu kynsjúkdóma hér á landi. Íslendingar séu orðnir of kærulausir í kynlífi. 11. júlí 2017 11:43
Greindist með sýfilis: „Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú“ Maður sem greindist með slæmt tilfelli af sýfilis, eða sárasótt, segir fordóma fyrir hendi, sérstaklega í garð hinsegin fólks. Hann hvetur jafnframt heilbrigðisyfirvöld til að spýta í lófana þegar kemur að forvörnum. 11. júní 2017 20:00
Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30
Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35
Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00