Komast ekki í sólina úti á palli vegna stybbu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2017 10:53 Slökkt hefur verið á brennsluofninum undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Íbúar í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík sem ætluðu að njóta góða veðursins í morgun urðu að flýja aftur inn í húsin sín vegna ólyktar frá verksmiðjunni. Kveikt var á brennsluofninum í morgun eftir tveggja vikna hlé vegna bilunar. Tvær vikur eru liðnar síðan bráðinn málmur, 1600 gráðu heitur, flæddi úr ofni kísilverksmiðjunnar með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Viðgerð hefur staðið yfir síðan og var kveikt aftur á brennsluofninum í nótt að sögn Einars Halldórssonar, sérfræðings í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar.Lyktin ætti að minnka „Ofninn var settur aftur í gang í nótt eftir stoppið. Þeir ætla að keyra hann nokkuð hratt upp,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann var í samskiptum við fulltrúa verksmiðjunnar á níunda tímanum í morgun og þá var ofninn kominn í 10 MW af 32 MW getu ofnsins. Lyktin ætti að minnka eftir því sem ofninn er keyrður á meira afli. „Á meðan álagið er lágt þá hefur lyktarmengunin verið mest,“ segir Einar. Flestar kvartanir frá íbúum á svæðinu hafa verið í kjölfar þess að kveikt er á ofninum og þegar hann er keyrður á lágu álagi. Þá hafi sitt að segja að lítill vindur sé í bænum og heitt í veðri. Viðgerð í Helguvík hefur tekið tvær vikur sem er lengur en reiknað hafði verið með. Einar segir fulltrúa verksmiðjunnar gefa þá skýringu að erfitt hafi reynst að fá iðnaðarmenn til starfa vegna sumarfría. Þá hafi verið unnið að frekari endurbótum í verksmiðjunni sem eigi að lágmarka skaða ef það komi fyrir aftur að málmur flæði úr ofni verksmiðjunnar.Svekktir grannar Eva Dögg og Davíð, íbúar á Ægisvöllum í Reykjanesbæ, voru svekkt að geta ekki notið veðurblíðunnar í morgun og farið út á pallinn. Engan nágranna væri að sjá utandyra á þessum fallega degi. Gluggar séu lokaðir og fýlan ógeðsleg. „Þetta er svolítið leiðinlegt, eða leiðinlegt er kannski ekki orðið. Þetta er sorglegt,“ segir Eva Dögg. Fyrir utan lyktina finnst henni ekki mjög spennandi að þurfa að anda að sér þeim gufum sem leggi frá verksmiðjunni. United Silicon Tengdar fréttir Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33 Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Íbúar í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík sem ætluðu að njóta góða veðursins í morgun urðu að flýja aftur inn í húsin sín vegna ólyktar frá verksmiðjunni. Kveikt var á brennsluofninum í morgun eftir tveggja vikna hlé vegna bilunar. Tvær vikur eru liðnar síðan bráðinn málmur, 1600 gráðu heitur, flæddi úr ofni kísilverksmiðjunnar með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Viðgerð hefur staðið yfir síðan og var kveikt aftur á brennsluofninum í nótt að sögn Einars Halldórssonar, sérfræðings í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar.Lyktin ætti að minnka „Ofninn var settur aftur í gang í nótt eftir stoppið. Þeir ætla að keyra hann nokkuð hratt upp,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann var í samskiptum við fulltrúa verksmiðjunnar á níunda tímanum í morgun og þá var ofninn kominn í 10 MW af 32 MW getu ofnsins. Lyktin ætti að minnka eftir því sem ofninn er keyrður á meira afli. „Á meðan álagið er lágt þá hefur lyktarmengunin verið mest,“ segir Einar. Flestar kvartanir frá íbúum á svæðinu hafa verið í kjölfar þess að kveikt er á ofninum og þegar hann er keyrður á lágu álagi. Þá hafi sitt að segja að lítill vindur sé í bænum og heitt í veðri. Viðgerð í Helguvík hefur tekið tvær vikur sem er lengur en reiknað hafði verið með. Einar segir fulltrúa verksmiðjunnar gefa þá skýringu að erfitt hafi reynst að fá iðnaðarmenn til starfa vegna sumarfría. Þá hafi verið unnið að frekari endurbótum í verksmiðjunni sem eigi að lágmarka skaða ef það komi fyrir aftur að málmur flæði úr ofni verksmiðjunnar.Svekktir grannar Eva Dögg og Davíð, íbúar á Ægisvöllum í Reykjanesbæ, voru svekkt að geta ekki notið veðurblíðunnar í morgun og farið út á pallinn. Engan nágranna væri að sjá utandyra á þessum fallega degi. Gluggar séu lokaðir og fýlan ógeðsleg. „Þetta er svolítið leiðinlegt, eða leiðinlegt er kannski ekki orðið. Þetta er sorglegt,“ segir Eva Dögg. Fyrir utan lyktina finnst henni ekki mjög spennandi að þurfa að anda að sér þeim gufum sem leggi frá verksmiðjunni.
United Silicon Tengdar fréttir Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33 Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 11. júlí 2017 12:33
Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00
Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00