Börnin okkar Oddný G. Harðardóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Á Íslandi ætti ekkert barn að þurfa að búa við efnislegan skort. En því miður er það þó raunin að hér finnast dæmi um sárafátækt og þúsundir barna geta ekki tekið þátt í tómstunda- og íþróttastarfi vegna þess að foreldrarnir eiga ekki peninga nema rétt fyrir fæði, klæði og húsnæði. Þau börn tengjast oft ekki jafnöldrum sínum félagslega, verða út undan og líður illa. Þessa stöðu má bæta með því að nota jöfnunartækin sem ríkið á og hafa sýnt sig að virka best; barnabætur, vaxtabætur og annan húsnæðisstuðning. Jöfnunartækin hafa illu heilli verið veikt mjög mikið vegna aðgerða síðustu ríkisstjórnar og sú sem nú heldur um stjórnartaumana hefur sýnt á spilin í fimm ára fjármálaáætlun og ætlar greinilega að veikja þau enn frekar. Á meðan mun staða margra barna versna. Húsnæðismál efnaminni fjölskyldna eru í miklum ólestri og verður ekki komið í lag nema með aðkomu hins opinbera. Ríkið getur ekki bara varpað vandanum á sveitarfélögin. Vandann þarf að leysa af hinu opinbera hratt og vel því staðan mun ekki lagast af sjálfri sér. Forgangsröðun stjórnvalda hvort sem er ríkisins eða sveitarfélaga skiptir börn miklu máli, þ.e. að málefnum barna og ungra fjölskyldna sé raðað framar. Staða efnaminni fjölskyldna er óásættanleg hér á landi. Við erum rík þjóð og eigum að gæta að lífsgæðum allra barna. Það er hægt og við höfum efni á því! Við eigum jafnframt að gera allt sem við getum til að vernda börn gegn fólki sem beitir þau ofbeldi, nauðgar og misnotar með ýmsum hætti. Þar skiptir máli að lögreglan hafi fjármagn og þekkingu til að sinna slíkum málum af myndugleika og að með sálgæslu og umhyggju sé málunum fylgt fast eftir. Öll börn eru okkar börn og okkur ber að tryggja þeim öllum gott líf. En til þess þarf vilja og stjórnvöld með hjartað á réttum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi ætti ekkert barn að þurfa að búa við efnislegan skort. En því miður er það þó raunin að hér finnast dæmi um sárafátækt og þúsundir barna geta ekki tekið þátt í tómstunda- og íþróttastarfi vegna þess að foreldrarnir eiga ekki peninga nema rétt fyrir fæði, klæði og húsnæði. Þau börn tengjast oft ekki jafnöldrum sínum félagslega, verða út undan og líður illa. Þessa stöðu má bæta með því að nota jöfnunartækin sem ríkið á og hafa sýnt sig að virka best; barnabætur, vaxtabætur og annan húsnæðisstuðning. Jöfnunartækin hafa illu heilli verið veikt mjög mikið vegna aðgerða síðustu ríkisstjórnar og sú sem nú heldur um stjórnartaumana hefur sýnt á spilin í fimm ára fjármálaáætlun og ætlar greinilega að veikja þau enn frekar. Á meðan mun staða margra barna versna. Húsnæðismál efnaminni fjölskyldna eru í miklum ólestri og verður ekki komið í lag nema með aðkomu hins opinbera. Ríkið getur ekki bara varpað vandanum á sveitarfélögin. Vandann þarf að leysa af hinu opinbera hratt og vel því staðan mun ekki lagast af sjálfri sér. Forgangsröðun stjórnvalda hvort sem er ríkisins eða sveitarfélaga skiptir börn miklu máli, þ.e. að málefnum barna og ungra fjölskyldna sé raðað framar. Staða efnaminni fjölskyldna er óásættanleg hér á landi. Við erum rík þjóð og eigum að gæta að lífsgæðum allra barna. Það er hægt og við höfum efni á því! Við eigum jafnframt að gera allt sem við getum til að vernda börn gegn fólki sem beitir þau ofbeldi, nauðgar og misnotar með ýmsum hætti. Þar skiptir máli að lögreglan hafi fjármagn og þekkingu til að sinna slíkum málum af myndugleika og að með sálgæslu og umhyggju sé málunum fylgt fast eftir. Öll börn eru okkar börn og okkur ber að tryggja þeim öllum gott líf. En til þess þarf vilja og stjórnvöld með hjartað á réttum stað.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun