Dagurinn sem „Draumaliðið“ mætti fyrst til leiks fyrir 25 árum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2017 16:30 Michael Jordan var stærsta stjarnan í annars afar stjörnuprýddu liði. Vísir/Getty Bandaríska draumaliðið frá Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 er af mörgum talið verið eitt öflugasta körfuboltalið sem hefur verið sett saman. Um þessar mundir eru liðin 25 ár síðan að liðið kom fyrsta saman í forkeppni Ólympíuleikanna en þetta var í fyrsta sinn sem NBA-leikmenn spiluðu á stórmóti á vegum FIBA. FIBA hélt upp á tímamótin með því að setja inn afar áhugaverðan tilþrifapakka frá fyrsta leik draumaliðsins 1992. Bandaríkjamenn mættu þá Kúbu í Ameríkubikarnum og það er óhætt að segja að það hafi verið mögnuð sjón að sjá þetta tólf manna lið hlaupa saman inn á völlinn. Allir leikmenn liðsins, fyrir utan háskólastrákinn Christian Laettner, eru í heiðurshöllinni. Bandaríska liðið vann leikinn með 79 stiga mun, 136–57. Larry Bird skoraði fyrstu körfu liðsins en svo fylgdu á eftir hver tilþrifin á fætur öðrum frá mönnum eins og Michael Jordan, Magic Johnson, Charles Barkley, Karl Malone, Clyde Drexler, Scottie Pippen, John Stockton, Chris Mullin, Patrick Ewing og David Robinson. Það er hægt að sjá þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan.RARE highlights of the Dream Team's first international game (feat. @MagicJohnson?, Larry Bird? & Michael Jordan?) #AmeriCup1992pic.twitter.com/n1IMM3aSeU — FIBA (@FIBA) July 26, 2017Bandaríska vann alla sex leiki sína í undankeppninni með 38 stigum eða meira og á Ólympíuleikunum sjálfum í Barcelona vann liðið átta leiki sína með 43,8 stigum að meðaltali þar af úrslitaleikinn á móti Króatíu með 32 stiga mun, 117-85. Charles Barkley var stigahæstur í bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum 1992 með 16,3 stig í leik en Karl Malone skoraði 14,8 stig í leik, Chris Mullin var með 14,3 stig að meðaltali, Clyde Drexler skoraði 13,8 stig í leik og Michael Jordan var með 12,7 stig í leik. Magic Johnson lét sér nægja að skora 9,7 stig í leik en var langstoðsendingahæstur með 9 stoðsendingar í leik. Barkley var frákastahæstur með 6,7 fráköst í leik og stal líka flestum boltum (2,0 í leik). NBA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
Bandaríska draumaliðið frá Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 er af mörgum talið verið eitt öflugasta körfuboltalið sem hefur verið sett saman. Um þessar mundir eru liðin 25 ár síðan að liðið kom fyrsta saman í forkeppni Ólympíuleikanna en þetta var í fyrsta sinn sem NBA-leikmenn spiluðu á stórmóti á vegum FIBA. FIBA hélt upp á tímamótin með því að setja inn afar áhugaverðan tilþrifapakka frá fyrsta leik draumaliðsins 1992. Bandaríkjamenn mættu þá Kúbu í Ameríkubikarnum og það er óhætt að segja að það hafi verið mögnuð sjón að sjá þetta tólf manna lið hlaupa saman inn á völlinn. Allir leikmenn liðsins, fyrir utan háskólastrákinn Christian Laettner, eru í heiðurshöllinni. Bandaríska liðið vann leikinn með 79 stiga mun, 136–57. Larry Bird skoraði fyrstu körfu liðsins en svo fylgdu á eftir hver tilþrifin á fætur öðrum frá mönnum eins og Michael Jordan, Magic Johnson, Charles Barkley, Karl Malone, Clyde Drexler, Scottie Pippen, John Stockton, Chris Mullin, Patrick Ewing og David Robinson. Það er hægt að sjá þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan.RARE highlights of the Dream Team's first international game (feat. @MagicJohnson?, Larry Bird? & Michael Jordan?) #AmeriCup1992pic.twitter.com/n1IMM3aSeU — FIBA (@FIBA) July 26, 2017Bandaríska vann alla sex leiki sína í undankeppninni með 38 stigum eða meira og á Ólympíuleikunum sjálfum í Barcelona vann liðið átta leiki sína með 43,8 stigum að meðaltali þar af úrslitaleikinn á móti Króatíu með 32 stiga mun, 117-85. Charles Barkley var stigahæstur í bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum 1992 með 16,3 stig í leik en Karl Malone skoraði 14,8 stig í leik, Chris Mullin var með 14,3 stig að meðaltali, Clyde Drexler skoraði 13,8 stig í leik og Michael Jordan var með 12,7 stig í leik. Magic Johnson lét sér nægja að skora 9,7 stig í leik en var langstoðsendingahæstur með 9 stoðsendingar í leik. Barkley var frákastahæstur með 6,7 fráköst í leik og stal líka flestum boltum (2,0 í leik).
NBA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira