Utanríkisráðherra Bandaríkjanna gerir lítið úr ógn af Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 14:03 Vegfarendur í Seúl í Suður-Kóreu ganga fram hjá sjónvarpsskjá sem sýnir Donald Trump hóta nágrönnum þeirra í norðri. Vísir/AFP Bandaríkjamenn eiga að geta sofið rótt án áhyggna af kjarnorkustríði við Norður-Kóreumenn, að sögn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir Donald Trump forseta senda leiðtogum Norður-Kóreu „sterk skilaboð“ með orðfæri sínu. Aukin spenna hefur færst í samskipti bandarískra og norður-kóreskra stjórnvalda og hafa hótanir gengið á víxl. Trump hótaði Norður-Kóreu þannig með „eldi og heift“ sem heimurinn hefði aldrei áður séð ef stjórnvöld þar létu ekki af hótunum sínum í garð Bandaríkjanna í gær. Norður-Kóreumenn eru sagðir íhuga af alvöru að skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam í Kyrrahafi. Bandaríska leyniþjónustan telur nú að Norður-Kóreumenn hafi getuna til að framleiða kjarnavopn í langdræga eldflaug sem gæti mögulega dregið til Bandaríkjanna.Tungumál sem Kim skilurTillerson segir hins vegar ekkert hafa breytt stöðunni þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli Trump og stjórnvalda í Pjongjang, að því er segir í frétt New York Times. „Ekkert sem ég hef séð eða veit um bendir til þess að aðstæður hafi breyst verulega síðasta sólahringinn,“ sagði Tillerson í Malasíu þar sem hann er nú staddur í heimsókn.Kim Jong-un hefur ítrekað átt í hótunum við bandarísk stjórnvöld.Vísir/AFPOrð Trump hafa sætt gagnrýni en margir hafa skilið þau sem hótun um að beita kjarnavopnum gegn Norður-Kóreu. „Það sem forsetinn er að gera er að senda sterk skilaboð til Norður-Kóreu á tungumáli sem Kim Jong-un [leiðtogi Norður-Kóreu] getur skilið því hann virðist ekki skilja tungumál milliríkjasamskipta,“ sagði Tillerson.Forsetinn staðhæfir að hann hafi gert kjarnorkuvopnabúrið öflugraTrump greip sem fyrr til Twitter í morgun til að tala um kjarnavopn Bandaríkjanna. Í tísti gortaði hann sig af því að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri nú öflugra en nokkru sinni fyrr eftir að hann lét það verða sitt fyrsta verk að fyrirskipa endurnýjun og nútímavæðingu þess. New York Times bendir á að nútímavæðing kjarnorkuvopna Bandaríkjanna hafi hafist í forsetatíð Baracks Obama. Engar verulegar breytingar hafi orðið á vopnabúrinu frá því að Trump tók við af honum, þrátt fyrir loforð hans um að endurnýja sprengjuflugvélar, kafbáta og eldflaugar. „Vonandi þurfum við aldrei að nota þetta vald en það mun aldrei koma sá tíma að við séum ekki valdamesta ríki í heimi,“ tísti Trump ennfremur....Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta því að skjóta eldflaugum að Guam Bandaríkin reka nokkrar herstöðvar á Guam. 8. ágúst 2017 22:54 Bandaríkin ekki óvinur Norður-Kóreu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna reyndi í dag að tala um fyrir stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Segir hann Bandaríkin ekki vera óvin eða ógn við stjórn Kim Jong-un. 1. ágúst 2017 23:41 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Bandaríkjamenn eiga að geta sofið rótt án áhyggna af kjarnorkustríði við Norður-Kóreumenn, að sögn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir Donald Trump forseta senda leiðtogum Norður-Kóreu „sterk skilaboð“ með orðfæri sínu. Aukin spenna hefur færst í samskipti bandarískra og norður-kóreskra stjórnvalda og hafa hótanir gengið á víxl. Trump hótaði Norður-Kóreu þannig með „eldi og heift“ sem heimurinn hefði aldrei áður séð ef stjórnvöld þar létu ekki af hótunum sínum í garð Bandaríkjanna í gær. Norður-Kóreumenn eru sagðir íhuga af alvöru að skjóta eldflaugum á herstöðvar Bandaríkjanna í Gvam í Kyrrahafi. Bandaríska leyniþjónustan telur nú að Norður-Kóreumenn hafi getuna til að framleiða kjarnavopn í langdræga eldflaug sem gæti mögulega dregið til Bandaríkjanna.Tungumál sem Kim skilurTillerson segir hins vegar ekkert hafa breytt stöðunni þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli Trump og stjórnvalda í Pjongjang, að því er segir í frétt New York Times. „Ekkert sem ég hef séð eða veit um bendir til þess að aðstæður hafi breyst verulega síðasta sólahringinn,“ sagði Tillerson í Malasíu þar sem hann er nú staddur í heimsókn.Kim Jong-un hefur ítrekað átt í hótunum við bandarísk stjórnvöld.Vísir/AFPOrð Trump hafa sætt gagnrýni en margir hafa skilið þau sem hótun um að beita kjarnavopnum gegn Norður-Kóreu. „Það sem forsetinn er að gera er að senda sterk skilaboð til Norður-Kóreu á tungumáli sem Kim Jong-un [leiðtogi Norður-Kóreu] getur skilið því hann virðist ekki skilja tungumál milliríkjasamskipta,“ sagði Tillerson.Forsetinn staðhæfir að hann hafi gert kjarnorkuvopnabúrið öflugraTrump greip sem fyrr til Twitter í morgun til að tala um kjarnavopn Bandaríkjanna. Í tísti gortaði hann sig af því að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri nú öflugra en nokkru sinni fyrr eftir að hann lét það verða sitt fyrsta verk að fyrirskipa endurnýjun og nútímavæðingu þess. New York Times bendir á að nútímavæðing kjarnorkuvopna Bandaríkjanna hafi hafist í forsetatíð Baracks Obama. Engar verulegar breytingar hafi orðið á vopnabúrinu frá því að Trump tók við af honum, þrátt fyrir loforð hans um að endurnýja sprengjuflugvélar, kafbáta og eldflaugar. „Vonandi þurfum við aldrei að nota þetta vald en það mun aldrei koma sá tíma að við séum ekki valdamesta ríki í heimi,“ tísti Trump ennfremur....Hopefully we will never have to use this power, but there will never be a time that we are not the most powerful nation in the world!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 9, 2017
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Hóta því að skjóta eldflaugum að Guam Bandaríkin reka nokkrar herstöðvar á Guam. 8. ágúst 2017 22:54 Bandaríkin ekki óvinur Norður-Kóreu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna reyndi í dag að tala um fyrir stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Segir hann Bandaríkin ekki vera óvin eða ógn við stjórn Kim Jong-un. 1. ágúst 2017 23:41 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15 Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Bandaríkin ekki óvinur Norður-Kóreu Utanríkisráðherra Bandaríkjanna reyndi í dag að tala um fyrir stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Segir hann Bandaríkin ekki vera óvin eða ógn við stjórn Kim Jong-un. 1. ágúst 2017 23:41
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Utanríkisráðherra Kína hvetur norður-kóresk yfirvöld til að taka ákvörðun öryggisráðsins alvarlega Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, hefur hvatt utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yang, til að stöðva prófanir á kjarnorku og flugskeytum í höfuðborg landsins Pyongyang. 6. ágúst 2017 09:15
Kim Jong-Un segir gervöll Bandaríkin í færi Donald Trump sendi yfirvöldum í Kína tóninn á Twitter nú í kvöld. 29. júlí 2017 23:55