Breyta röðinni á risamótum golfsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 18:30 Jimmy Walker vann PGA-mótið í fyrra. Vísir/Getty Það verður stór breyting á uppröðun risamótanna í golfi í framtíðinni því PGA-meistaramótið ætlar að færa sig til í dagatalinu. PGA-mótið hefur farið fram í ágústmánuði frá árinu 1971 og verður einnig í ágúst í ár sem og næsta ári. PGA-mótið í ár hefst á fimmtudaginn á Quail Hollow í Charlotte og er síðasta risamót ársins 2017. Frá og með árinu mun PGA-meistaramótið hinsvegar fara fram í maímánuði og verður um leið annað risamót ársins í golfinu. AP-fréttastofan segir frá. Frá og með árinu 2019 munu risamót golfsins því fara fram í apríl (Mastersmótið), í maí (PGA), í júní (Opna bandaríska) og í júlí (opna breska). Hver mánuður fær því eitt risamót í stað þess að þjappa þremur síðustu mótunum saman á sjö vikum yfir hásumarið. PGA hefur haft það að markmiði að enda tímabilið sitt áður en NFL-deild ameríska fótboltans fer aftur á stað og það tekst með fyrrnefndri breytingu. Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það verður stór breyting á uppröðun risamótanna í golfi í framtíðinni því PGA-meistaramótið ætlar að færa sig til í dagatalinu. PGA-mótið hefur farið fram í ágústmánuði frá árinu 1971 og verður einnig í ágúst í ár sem og næsta ári. PGA-mótið í ár hefst á fimmtudaginn á Quail Hollow í Charlotte og er síðasta risamót ársins 2017. Frá og með árinu mun PGA-meistaramótið hinsvegar fara fram í maímánuði og verður um leið annað risamót ársins í golfinu. AP-fréttastofan segir frá. Frá og með árinu 2019 munu risamót golfsins því fara fram í apríl (Mastersmótið), í maí (PGA), í júní (Opna bandaríska) og í júlí (opna breska). Hver mánuður fær því eitt risamót í stað þess að þjappa þremur síðustu mótunum saman á sjö vikum yfir hásumarið. PGA hefur haft það að markmiði að enda tímabilið sitt áður en NFL-deild ameríska fótboltans fer aftur á stað og það tekst með fyrrnefndri breytingu.
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira