Blysin og brennivínið Ívar Halldórsson skrifar 8. ágúst 2017 05:00 Fyrsta fréttin sem ég heyrði á sunnudagsmorgni kom mér ekki beint á óvart þótt sláandi væri. Allt tiltækt lið lögreglu kallað út á Flúðir vegna óspekta mótsgesta. Fréttir af ofbeldi, ofdrykkju, kynferðisbrotum og fíkniefnaneyslu um Verslunarmannahelgi er því miður löngu orðinn fastur liður og fylgifiskur fjölmennra skemmtana. Það hefur einhvern veginn þróast þannig að áfengi er orðið í huga allt of margra, lykillinn að gleði og góðri skemmtun - að án áfengis sé ekki hægt að lyfta sér almennilega upp. Getur verið að við séum að senda yngri kynslóðinni röng skilaboð með okkar eigin hegðun á góðra vina stund? Það gæti reyndar verið athyglisvert ef gerð yrði aldursskipt könnun á því hversu margir sleppa því að neyta áfengis um Verslunarmannahelgi. Hversu stórt hlutfall skyldi treysta sér til að skemmta sér almennilega án þess að detta í það? „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft“, segir máltækið. Ef yngri kynslóðin lítur á áfengi og aðra vímugjafa sem ómissandi hluta af góðri skemmtun, þurfum við kannski að líta í eigin barm og skoða skilaboðin sem við höfum verið, og erum að senda henni í dag með okkar eigin áherslum og hegðun á tyllidögum. Erum við t.d. að hvetja ungu kynslóðina til dáða þegar við syngjum hástöfum “Við drekkum Jameson”, “Der var brændevin i flasken da vi kom”, “Á Spáni er gott að djamma og djúsa” og aðra fyllerísvísur á mannamótum? Hvaða skilaboð erum við að senda? Við getum alla vega ekki verið hissa á óábyrgri hegðun þegar við höfum sent skýr skilaboð um að fjörið sé fólgið í því að vera nógu fullur. Ég á fimm börn sem eru öll komin yfir unglingsaldurinn. Á hverju ári hafa þessir frábæru einstaklingar, sem ég er auðvitað óendanlega stoltur af, öll skemmt sér konunglega um Verslunarmannahelgar, vakað með vinum sínum langt fram á nótt og fríkað út með fulla meðvitund án þess að drekka dropa af áfengi eða neyta nokkurra vímuefna. Eftir slíkar helgar hafa þau allsgáð ævinlega munað eftir öllu sem gerðist og sögurnar sem maður heyrir í kjölfarið eru stórskemmtilegar og alls ekki til að skammast sín yfir. Þessa Verslunarmannahelgi stýrðu einmitt tvö af mínum börnum (sem eru auðvitað engin börn lengur) glæsilegri unglingadagskrá við mjög góðar undirtektir viðstaddra á vímuefnalausri hátíð í Kirkjulækjarkoti þar sem þúsundir manns komu saman til að skemmta sér edrú. Dúndrandi tónlist, skemmtiatriði og óvæntar uppákomur á sviðinu langt fram eftir og viðstaddir skemmtu sér konunglega. Það er einstakt að upplifa slíka stemmningu þegar maður veit að það er ekki áfenginu að þakka að fólk sé létt. Fólk er það sjálft, sýnir sínar bestu hliðar og engin hætta á að hlutir fari úr böndunum á þessari hátíð sem haldin er árlega í fallegu umhverfi Fljótshlíðarinnar. Þessa hátíð sækir fólk úr öllum stéttum samfélagsins. Fagmennskan er þar alls staðar í fyrirrúmi og eru aðstæður og umgjörð svo sannarlega til fyrirmyndar. Fyrsta flokks tónlist undir stjórn Óskars Einarssonar og Gospelkórs Fíladelfíu kemur mótsgestum í góðan gír. Biggi lögga annast nú öryggis- og umgengnismál á svæðinu og óhætt að segja að umgengnin sé þar ávallt til fyrirmyndar - ólíkt þeim hryllingi og sóðaskap sem við blasti í fréttamyndum frá Flúðum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöldinu. Þau kristnu gildi sem fjölmenn hátíð hvítasunnumanna um Verslunarmannahelgina byggir á, virðast alla vega ná að stýra hátíðinni listilega fram hjá ofbeldi, kynferðislegri misnotkun og allri óábyrgri hegðun. Það hefur alla vega aldrei borist slæm frétt af þeirri hátíð til þessa og er vert að hrósa þeim sem standa að þeirri hátíð fyrir vel heppnaða fjölskylduhátíð. Kannski þarf sorgin ekki endilega að vera fastur fylgifiskur hátíða sem eiga auðvitað fyrst og fremst að einkennast af gleði og góðra vina fundum. Það kann varla góðri lukku að stýra þegar stór fjöldi fólks mætir á mannamót til að missa stjórn á sér vísvitandi með hjálp alls kyns vímugjafa. Kannski er eitthvað vit í visku þeirri þeim sem finna má í Biblíu kristinna manna eftir allt saman: „Gefur lindin úr sama uppsprettuauga bæði ferskt og beiskt vatn?“ Við vitum að óhófleg neysla áfengis hefur fjötrað svo margra en engu að síður teljum við þennan fjanda besta vin okkar og hreint ómissandi þegar við viljum upplifa frelsi í fjölmenni. Við erum svolítið „dum i hovedet“ stundum – og svo erum við alltaf hissa á að við skulum uppskera eins og við sáum. Við þurfum að lesa betur skilaboðin sem við erum að senda áður en þau berast til þeirra sem líta upp til okkar og leita til okkar eftir leiðsögn. Það var þó mjög ánægjulegt að frétta á mánudagsmorgninum að t.d. þjóðhátíðin í Eyjum hafi þó ekki dregið jafn stóran dilk á eftir sér og oft áður þrátt fyrir metaðsókn. Hegðun mótsgesta virtist betri að mati lögreglu og er það hughreystandi. Það er því ljóst að ekki þarf brennivín og aðra vímugjafa til að njóta hátíðarstunda í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgi. Umgjörð hátíðarinnar er öll svo mögnuð og meiriháttar og einfaldlega sorglegt þegar óábyrgri hegðun gesta tekst að varpa ljótum skugga á frábæra hátíð. Hátíðin er upplifun á heimsmælikvarða og ævintýralegt að sjá og heyra mannmergðina syngja saman í brekkunni gæsahúðar-lög eins og „Þar sem hjartað slær“ í rauðri birtu blysanna sem loguðu töfrandi og tignarleg í bakgrunninum. Enn hátíðlegasta stundin að mínu mati, og að því er virðist margra annara, var þó að heyra mannhafið syngja þjóðsöng okkar Íslendinga og lofa af krafti Guðs vors lands einum rómi; af hjarta og sál. Á þeirri stundu varð ég vongóður um framhaldið. Kannski eru við að átta okkur að það er betra að njóta lífsins allsgáð og fara þannig ekki á mis við stóru stundirnar. Hugsanlega er eitthvað annað og himneskara en áfengið sem betur sameinar okkur Íslendingana, og freistar þess enn að færa þjóð okkar fjötralaust frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta fréttin sem ég heyrði á sunnudagsmorgni kom mér ekki beint á óvart þótt sláandi væri. Allt tiltækt lið lögreglu kallað út á Flúðir vegna óspekta mótsgesta. Fréttir af ofbeldi, ofdrykkju, kynferðisbrotum og fíkniefnaneyslu um Verslunarmannahelgi er því miður löngu orðinn fastur liður og fylgifiskur fjölmennra skemmtana. Það hefur einhvern veginn þróast þannig að áfengi er orðið í huga allt of margra, lykillinn að gleði og góðri skemmtun - að án áfengis sé ekki hægt að lyfta sér almennilega upp. Getur verið að við séum að senda yngri kynslóðinni röng skilaboð með okkar eigin hegðun á góðra vina stund? Það gæti reyndar verið athyglisvert ef gerð yrði aldursskipt könnun á því hversu margir sleppa því að neyta áfengis um Verslunarmannahelgi. Hversu stórt hlutfall skyldi treysta sér til að skemmta sér almennilega án þess að detta í það? „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft“, segir máltækið. Ef yngri kynslóðin lítur á áfengi og aðra vímugjafa sem ómissandi hluta af góðri skemmtun, þurfum við kannski að líta í eigin barm og skoða skilaboðin sem við höfum verið, og erum að senda henni í dag með okkar eigin áherslum og hegðun á tyllidögum. Erum við t.d. að hvetja ungu kynslóðina til dáða þegar við syngjum hástöfum “Við drekkum Jameson”, “Der var brændevin i flasken da vi kom”, “Á Spáni er gott að djamma og djúsa” og aðra fyllerísvísur á mannamótum? Hvaða skilaboð erum við að senda? Við getum alla vega ekki verið hissa á óábyrgri hegðun þegar við höfum sent skýr skilaboð um að fjörið sé fólgið í því að vera nógu fullur. Ég á fimm börn sem eru öll komin yfir unglingsaldurinn. Á hverju ári hafa þessir frábæru einstaklingar, sem ég er auðvitað óendanlega stoltur af, öll skemmt sér konunglega um Verslunarmannahelgar, vakað með vinum sínum langt fram á nótt og fríkað út með fulla meðvitund án þess að drekka dropa af áfengi eða neyta nokkurra vímuefna. Eftir slíkar helgar hafa þau allsgáð ævinlega munað eftir öllu sem gerðist og sögurnar sem maður heyrir í kjölfarið eru stórskemmtilegar og alls ekki til að skammast sín yfir. Þessa Verslunarmannahelgi stýrðu einmitt tvö af mínum börnum (sem eru auðvitað engin börn lengur) glæsilegri unglingadagskrá við mjög góðar undirtektir viðstaddra á vímuefnalausri hátíð í Kirkjulækjarkoti þar sem þúsundir manns komu saman til að skemmta sér edrú. Dúndrandi tónlist, skemmtiatriði og óvæntar uppákomur á sviðinu langt fram eftir og viðstaddir skemmtu sér konunglega. Það er einstakt að upplifa slíka stemmningu þegar maður veit að það er ekki áfenginu að þakka að fólk sé létt. Fólk er það sjálft, sýnir sínar bestu hliðar og engin hætta á að hlutir fari úr böndunum á þessari hátíð sem haldin er árlega í fallegu umhverfi Fljótshlíðarinnar. Þessa hátíð sækir fólk úr öllum stéttum samfélagsins. Fagmennskan er þar alls staðar í fyrirrúmi og eru aðstæður og umgjörð svo sannarlega til fyrirmyndar. Fyrsta flokks tónlist undir stjórn Óskars Einarssonar og Gospelkórs Fíladelfíu kemur mótsgestum í góðan gír. Biggi lögga annast nú öryggis- og umgengnismál á svæðinu og óhætt að segja að umgengnin sé þar ávallt til fyrirmyndar - ólíkt þeim hryllingi og sóðaskap sem við blasti í fréttamyndum frá Flúðum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöldinu. Þau kristnu gildi sem fjölmenn hátíð hvítasunnumanna um Verslunarmannahelgina byggir á, virðast alla vega ná að stýra hátíðinni listilega fram hjá ofbeldi, kynferðislegri misnotkun og allri óábyrgri hegðun. Það hefur alla vega aldrei borist slæm frétt af þeirri hátíð til þessa og er vert að hrósa þeim sem standa að þeirri hátíð fyrir vel heppnaða fjölskylduhátíð. Kannski þarf sorgin ekki endilega að vera fastur fylgifiskur hátíða sem eiga auðvitað fyrst og fremst að einkennast af gleði og góðra vina fundum. Það kann varla góðri lukku að stýra þegar stór fjöldi fólks mætir á mannamót til að missa stjórn á sér vísvitandi með hjálp alls kyns vímugjafa. Kannski er eitthvað vit í visku þeirri þeim sem finna má í Biblíu kristinna manna eftir allt saman: „Gefur lindin úr sama uppsprettuauga bæði ferskt og beiskt vatn?“ Við vitum að óhófleg neysla áfengis hefur fjötrað svo margra en engu að síður teljum við þennan fjanda besta vin okkar og hreint ómissandi þegar við viljum upplifa frelsi í fjölmenni. Við erum svolítið „dum i hovedet“ stundum – og svo erum við alltaf hissa á að við skulum uppskera eins og við sáum. Við þurfum að lesa betur skilaboðin sem við erum að senda áður en þau berast til þeirra sem líta upp til okkar og leita til okkar eftir leiðsögn. Það var þó mjög ánægjulegt að frétta á mánudagsmorgninum að t.d. þjóðhátíðin í Eyjum hafi þó ekki dregið jafn stóran dilk á eftir sér og oft áður þrátt fyrir metaðsókn. Hegðun mótsgesta virtist betri að mati lögreglu og er það hughreystandi. Það er því ljóst að ekki þarf brennivín og aðra vímugjafa til að njóta hátíðarstunda í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgi. Umgjörð hátíðarinnar er öll svo mögnuð og meiriháttar og einfaldlega sorglegt þegar óábyrgri hegðun gesta tekst að varpa ljótum skugga á frábæra hátíð. Hátíðin er upplifun á heimsmælikvarða og ævintýralegt að sjá og heyra mannmergðina syngja saman í brekkunni gæsahúðar-lög eins og „Þar sem hjartað slær“ í rauðri birtu blysanna sem loguðu töfrandi og tignarleg í bakgrunninum. Enn hátíðlegasta stundin að mínu mati, og að því er virðist margra annara, var þó að heyra mannhafið syngja þjóðsöng okkar Íslendinga og lofa af krafti Guðs vors lands einum rómi; af hjarta og sál. Á þeirri stundu varð ég vongóður um framhaldið. Kannski eru við að átta okkur að það er betra að njóta lífsins allsgáð og fara þannig ekki á mis við stóru stundirnar. Hugsanlega er eitthvað annað og himneskara en áfengið sem betur sameinar okkur Íslendingana, og freistar þess enn að færa þjóð okkar fjötralaust frelsi.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun