Virðast ekki hafa tekið tillit til áhrifa af komu Costco Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Innkoma bandaríska risans Costco á íslenskan markað hefur haft umtalsverð áhrif. Costco opnaði verslun sína í Garðabæ 23. maí. vísir/eyþór Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir samkeppnisyfirvöld verða að fylgjast með þeirri þróun sem á sér nú stað á smásölumarkaði og taka tillit til þess að samkeppnisumhverfið sé að gjörbreytast. Áhyggjuefni sé ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skuli í öðrum sambærilegum málum sem eftirlitið hefur á borði sínu.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustuvísir/stefán„Þróunin á markaðinum er svo gífurlega hröð. Samkeppniseftirlitið má því hafa sig allt við ef það ætlar að fylgjast með henni. Það er afskaplega hætt við því að forsendur sem liggja fyrir ákvörðun sem er tekin á ákveðnum tímapunkti verði orðnar úreltar skömmu síðar. Það er stóra áhyggjuefnið,“ segir Andrés. Hagar og Festi hafa reynt að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. Samkeppniseftirlitið ógilti í síðasta mánuði kaup Haga á Lyfju og fjallar nú um fyrirhuguð kaup N1 á Festi og Haga á Olís. Andrés segir það aldrei hafa gerst að tveir alþjóðlegir risar komi nánast á sama tíma inn á hinn agnarsmáa íslenska markað og á þar við Costco og fatakeðjuna H&M. „Það þarf ekki mikinn speking til þess að sjá að innkoma þessara risa hlýtur að hafa mikil áhrif á umgjörð greinarinnar. Hver hún verður til langframa er ekki hægt að svara hér og nú. En það er óeðlilegt að álykta öðruvísi en svo að koma fyrirtækjanna muni hafa umtalsverðar breytingar í för með sér.“ Eðlilegt sé að þær verslanir sem fyrir eru á markaðinum reyni að bregðast við þessari breyttu stöðu og að það verði einhver hreyfing á markaðinum, til dæmis í sameiningarátt. „Við gjörbreyttar kringumstæður leita verslanir auðvitað leiða til að ná fram eins mikilli hagræðingu og hægt er.“ Andrés segir ekkert benda til þess að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni í máli Haga og Lyfju tekið tillit til áhrifanna af komu Costco. „Eftirlitið verður að skoða gaumgæfilega hvaða áhrif nýir stórir aðilar hafa á okkar litla markað. Það verður að fylgjast með þróuninni á hverjum tíma. Það er beinlínis skylda samkeppnisyfirvalda.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Hagar ekki eins spennandi án Lyfju Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir samkeppnisyfirvöld verða að fylgjast með þeirri þróun sem á sér nú stað á smásölumarkaði og taka tillit til þess að samkeppnisumhverfið sé að gjörbreytast. Áhyggjuefni sé ef ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Haga og Lyfju sé ávísun á það sem koma skuli í öðrum sambærilegum málum sem eftirlitið hefur á borði sínu.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustuvísir/stefán„Þróunin á markaðinum er svo gífurlega hröð. Samkeppniseftirlitið má því hafa sig allt við ef það ætlar að fylgjast með henni. Það er afskaplega hætt við því að forsendur sem liggja fyrir ákvörðun sem er tekin á ákveðnum tímapunkti verði orðnar úreltar skömmu síðar. Það er stóra áhyggjuefnið,“ segir Andrés. Hagar og Festi hafa reynt að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. Samkeppniseftirlitið ógilti í síðasta mánuði kaup Haga á Lyfju og fjallar nú um fyrirhuguð kaup N1 á Festi og Haga á Olís. Andrés segir það aldrei hafa gerst að tveir alþjóðlegir risar komi nánast á sama tíma inn á hinn agnarsmáa íslenska markað og á þar við Costco og fatakeðjuna H&M. „Það þarf ekki mikinn speking til þess að sjá að innkoma þessara risa hlýtur að hafa mikil áhrif á umgjörð greinarinnar. Hver hún verður til langframa er ekki hægt að svara hér og nú. En það er óeðlilegt að álykta öðruvísi en svo að koma fyrirtækjanna muni hafa umtalsverðar breytingar í för með sér.“ Eðlilegt sé að þær verslanir sem fyrir eru á markaðinum reyni að bregðast við þessari breyttu stöðu og að það verði einhver hreyfing á markaðinum, til dæmis í sameiningarátt. „Við gjörbreyttar kringumstæður leita verslanir auðvitað leiða til að ná fram eins mikilli hagræðingu og hægt er.“ Andrés segir ekkert benda til þess að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni í máli Haga og Lyfju tekið tillit til áhrifanna af komu Costco. „Eftirlitið verður að skoða gaumgæfilega hvaða áhrif nýir stórir aðilar hafa á okkar litla markað. Það verður að fylgjast með þróuninni á hverjum tíma. Það er beinlínis skylda samkeppnisyfirvalda.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Hagar ekki eins spennandi án Lyfju Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð. 20. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32
Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47
Hagar ekki eins spennandi án Lyfju Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð. 20. júlí 2017 06:00