Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Sala Haga hélt áfram að dragast saman í júlí. vísir/eyþór Um 18,6 milljarðar króna af markaðsvirði smásölurisans Haga hafa þurrkast út frá því að bandaríska keðjan Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maímánuði. Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Gengi hlutabréfa í Högum stóð í 39,4 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu á föstudag. Hefur það lækkað um 28,7 prósent frá því að Costco opnaði verslun sína 23. maí síðastliðinn. Á sama tíma hefur markaðsvirði Haga lækkað um 28,8 prósent, úr 64,7 milljörðum í 46,1 milljarð. Gengi bréfanna fór niður í 38 um miðjan júlímánuð, skömmu eftir að félagið sendi frá sér sína fyrstu afkomuviðvörun, en fyrir utan það hefur hlutabréfaverðið ekki verið lægra í tvö ár. Sérfræðingar á fjármálamarkaði sem Fréttablaðið ræddi við telja líklegt að markaðurinn bregðist nokkuð harkalega við viðvöruninni í dag og að gengið fari langleiðina niður í 37. Líkur séu á því að sala Haga batni eftir því sem líður á árið, en þó sé ólíklegt að gengið fari aftur yfir 40 í bráð. Í viðvöruninni kom fram að sölusamdrátturinn í júlí hafi verið á sömu nótum og í júní, en þá nam hann 8,5 prósentum milli ára að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Önnur afkomuviðvörun frá Högum Hagar sendu frá sér enn eina afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar í gærkvöld. Sölusamdráttur hafi verið í júlí miðað við sama tíma í fyrra. Fyrirtækið segir ljóst að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið. 5. ágúst 2017 13:44 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Um 18,6 milljarðar króna af markaðsvirði smásölurisans Haga hafa þurrkast út frá því að bandaríska keðjan Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maímánuði. Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Gengi hlutabréfa í Högum stóð í 39,4 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu á föstudag. Hefur það lækkað um 28,7 prósent frá því að Costco opnaði verslun sína 23. maí síðastliðinn. Á sama tíma hefur markaðsvirði Haga lækkað um 28,8 prósent, úr 64,7 milljörðum í 46,1 milljarð. Gengi bréfanna fór niður í 38 um miðjan júlímánuð, skömmu eftir að félagið sendi frá sér sína fyrstu afkomuviðvörun, en fyrir utan það hefur hlutabréfaverðið ekki verið lægra í tvö ár. Sérfræðingar á fjármálamarkaði sem Fréttablaðið ræddi við telja líklegt að markaðurinn bregðist nokkuð harkalega við viðvöruninni í dag og að gengið fari langleiðina niður í 37. Líkur séu á því að sala Haga batni eftir því sem líður á árið, en þó sé ólíklegt að gengið fari aftur yfir 40 í bráð. Í viðvöruninni kom fram að sölusamdrátturinn í júlí hafi verið á sömu nótum og í júní, en þá nam hann 8,5 prósentum milli ára að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Önnur afkomuviðvörun frá Högum Hagar sendu frá sér enn eina afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar í gærkvöld. Sölusamdráttur hafi verið í júlí miðað við sama tíma í fyrra. Fyrirtækið segir ljóst að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið. 5. ágúst 2017 13:44 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Önnur afkomuviðvörun frá Högum Hagar sendu frá sér enn eina afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar í gærkvöld. Sölusamdráttur hafi verið í júlí miðað við sama tíma í fyrra. Fyrirtækið segir ljóst að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið. 5. ágúst 2017 13:44