Mæla með regnfötum í hægviðri um verslunarmannahelgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. ágúst 2017 10:15 Þjóðhátíðargestir eru iðulega viðbúnir öllum veðrum. vísir/vilhelm Veður um verslunarmannahelgina verður þokkalegt víðast hvar, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skúrir gætu þó myndast inn til landsins síðdegis í dag og á morgun og því er landsmönnum á faraldsfæti ráðlagt að hafa með sér regnföt. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að hægviðri verði um land allt um helgina. Í dag og á morgun verði þó sums staðar hafgola síðdegis og skúrir gætu myndast á sama tíma inn til landsins. Á mánudaginn segir Árni að snúist gæti til norðanáttar og þá líti út fyrir að kólni sérstaklega á Norðurlandi. Þar gæti farið niður í allt að 5 til 10 gráður í blálok helgar. Aðspurður hvort einhver staður verði veðursælli en annar um helgina segist Árni ekki vilja gera upp á milli landshluta. „Nei, ég myndi ekki gera mikið veður út af því.“Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur næstu daga, teknar af vef Veðurstofu Íslands:„Búist er við þokkalegu ef ekki ágætisveðri um helgina, fremur hægum vindum, en skúrum á víða og dreif og sums staðar síðdegisdembum. Hiti verður á bilinum 10 til 16 stig að deginum, en mun svalara að næturlagi, jafn vel næturfrost á stöku stað. Sumar tölvuspár gera ráð fyrir norðanátt á frídegi verslunarmanna með rigningu á Norður- og Austurlandi, en spáin ætti ekki að fæla neinn frá útivist né útilegum í náttúru landsins, sem skartar sínu fegursta um þessar mundir. Til að spilla ekki gleðinni er þó vissara að hafa hlý og vatnsvarin föt meðferðis þegar haldið er á vit ævintýranna,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings í dag.Á sunnudag: Hæg breytileg átt eða hafgola og skýjað með köflum, en síðdegisskúrir í flestum landshlutum, einkum inn til landsins. Hiti 10 til 16 stig að deginum, en svalara að næturlagi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Fremur hæg norðanátt og víða dálítil væta með köflum, einkum norðanlands, en léttir til um landið vestanvert þegar líður á daginn. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnanlands. Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Veður um verslunarmannahelgina verður þokkalegt víðast hvar, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skúrir gætu þó myndast inn til landsins síðdegis í dag og á morgun og því er landsmönnum á faraldsfæti ráðlagt að hafa með sér regnföt. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að hægviðri verði um land allt um helgina. Í dag og á morgun verði þó sums staðar hafgola síðdegis og skúrir gætu myndast á sama tíma inn til landsins. Á mánudaginn segir Árni að snúist gæti til norðanáttar og þá líti út fyrir að kólni sérstaklega á Norðurlandi. Þar gæti farið niður í allt að 5 til 10 gráður í blálok helgar. Aðspurður hvort einhver staður verði veðursælli en annar um helgina segist Árni ekki vilja gera upp á milli landshluta. „Nei, ég myndi ekki gera mikið veður út af því.“Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur næstu daga, teknar af vef Veðurstofu Íslands:„Búist er við þokkalegu ef ekki ágætisveðri um helgina, fremur hægum vindum, en skúrum á víða og dreif og sums staðar síðdegisdembum. Hiti verður á bilinum 10 til 16 stig að deginum, en mun svalara að næturlagi, jafn vel næturfrost á stöku stað. Sumar tölvuspár gera ráð fyrir norðanátt á frídegi verslunarmanna með rigningu á Norður- og Austurlandi, en spáin ætti ekki að fæla neinn frá útivist né útilegum í náttúru landsins, sem skartar sínu fegursta um þessar mundir. Til að spilla ekki gleðinni er þó vissara að hafa hlý og vatnsvarin föt meðferðis þegar haldið er á vit ævintýranna,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings í dag.Á sunnudag: Hæg breytileg átt eða hafgola og skýjað með köflum, en síðdegisskúrir í flestum landshlutum, einkum inn til landsins. Hiti 10 til 16 stig að deginum, en svalara að næturlagi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Fremur hæg norðanátt og víða dálítil væta með köflum, einkum norðanlands, en léttir til um landið vestanvert þegar líður á daginn. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.
Veður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira