Manuela Ósk vill vernda keppendur fyrir háðsglósum á Twitter Jakob Bjarnar skrifar 1. ágúst 2017 11:04 Manuela Ósk segist ekki vilja stilla keppendum upp sem skotmörk fyrir þá sem vilja slátra keppninni á Twitter. Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland vill hlífa keppendum við háðsglósum þeirra sem lifa og hrærast á Twitter. Keppninni, sem haldin verður 25. september næstkomandi, verður því hvorki sjónvarpað né streymt á netinu. Í fyrra fór Hildur María Leifsdóttir með sigur í keppninni. En, í viðtali Vísis við Önnu Láru Orlowska, sem sigraði í keppninni Ungfrú Ísland í fyrra, kom fram að þessar glósur eru stúlkunum mikil raun. Undirbúningur fyrir fegurðarsamkeppnina stendur nú sem hæst en 18 stúlka tekur þátt. Manuela Ósk, sem jafnframt er ein helsta samfélagsmiðlastjarna landsins og hefur marga fjöruna sopið á þeim vettvangi, segir ekki hægt að stilla keppendum upp sem skotmörk fyrir samansúrraðan Twitterskríl. „Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að keppnin okkar er ekki í sjónvarpi né streymt á netinu. Ég held að Íslendingar séu ekki tilbúnir í þetta. Þeir sem vilja styðja keppendur þeir mæta í Gamla bíó. Þeir sem vilja slátra keppninni á netinu, á Twitter og vera leiðinlegir, þeir munu sitja uppí sófa með popp og kók heima og horfa. Þannig að ég tók algerlega fyrir það. Þetta verður ekki í sjónvarpi. Til að fólk geti gert grín á þeirra kostnað. Mér finnst það ekki rétt. Þær eru allar að leggja mikið á sig. Og standa sig ótrúlega vel,“ sagði Manuela Ósk í útvarpsviðtali í Brennslunni á FM957 þar sem hún ræddi við Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla KjartanssonKjartan Atli, sem var kynnir í Ungfrú Ísland í fyrra, segist kannast mæta vel við þessa stæku andúð meðal þeirra sem virkastir eru á Twitter. Að það myndaðist afar sérkennilegt og yfirgengilegt „hate“ gagnvart fegurðarsamkeppnum á þeim vettvangi. Tvær keppnir af þessu tagi eru virkar. Ungfrú Ísland og svo þessi sem er samkvæmt bandarískri fyrirmynd, enda eru eigendur keppninnar IMG fyrirsætuskrifstofa. Manuela Ósk segir að mikið verði um dýrðir en til landsins kemur sérstaklega óháð dómnefnd, en Manuela Ósk segir að ekki dugi annað í svo litlu samfélagi sem Ísland er. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr sökuð um fitufordóma: „Konur eru svo ótrúlega fljótar að móðgast“ "Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 28. október 2016 10:45 Hræddist gagnrýni en sér ekki eftir neinu Anna Lára Orlowska bar í gær sigur úr býtum í keppninni um Ungfrú Ísland í gær. 28. ágúst 2016 17:06 Ný ungfrú Ísland tekur við keflinu Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. 27. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland vill hlífa keppendum við háðsglósum þeirra sem lifa og hrærast á Twitter. Keppninni, sem haldin verður 25. september næstkomandi, verður því hvorki sjónvarpað né streymt á netinu. Í fyrra fór Hildur María Leifsdóttir með sigur í keppninni. En, í viðtali Vísis við Önnu Láru Orlowska, sem sigraði í keppninni Ungfrú Ísland í fyrra, kom fram að þessar glósur eru stúlkunum mikil raun. Undirbúningur fyrir fegurðarsamkeppnina stendur nú sem hæst en 18 stúlka tekur þátt. Manuela Ósk, sem jafnframt er ein helsta samfélagsmiðlastjarna landsins og hefur marga fjöruna sopið á þeim vettvangi, segir ekki hægt að stilla keppendum upp sem skotmörk fyrir samansúrraðan Twitterskríl. „Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að keppnin okkar er ekki í sjónvarpi né streymt á netinu. Ég held að Íslendingar séu ekki tilbúnir í þetta. Þeir sem vilja styðja keppendur þeir mæta í Gamla bíó. Þeir sem vilja slátra keppninni á netinu, á Twitter og vera leiðinlegir, þeir munu sitja uppí sófa með popp og kók heima og horfa. Þannig að ég tók algerlega fyrir það. Þetta verður ekki í sjónvarpi. Til að fólk geti gert grín á þeirra kostnað. Mér finnst það ekki rétt. Þær eru allar að leggja mikið á sig. Og standa sig ótrúlega vel,“ sagði Manuela Ósk í útvarpsviðtali í Brennslunni á FM957 þar sem hún ræddi við Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atla KjartanssonKjartan Atli, sem var kynnir í Ungfrú Ísland í fyrra, segist kannast mæta vel við þessa stæku andúð meðal þeirra sem virkastir eru á Twitter. Að það myndaðist afar sérkennilegt og yfirgengilegt „hate“ gagnvart fegurðarsamkeppnum á þeim vettvangi. Tvær keppnir af þessu tagi eru virkar. Ungfrú Ísland og svo þessi sem er samkvæmt bandarískri fyrirmynd, enda eru eigendur keppninnar IMG fyrirsætuskrifstofa. Manuela Ósk segir að mikið verði um dýrðir en til landsins kemur sérstaklega óháð dómnefnd, en Manuela Ósk segir að ekki dugi annað í svo litlu samfélagi sem Ísland er.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr sökuð um fitufordóma: „Konur eru svo ótrúlega fljótar að móðgast“ "Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 28. október 2016 10:45 Hræddist gagnrýni en sér ekki eftir neinu Anna Lára Orlowska bar í gær sigur úr býtum í keppninni um Ungfrú Ísland í gær. 28. ágúst 2016 17:06 Ný ungfrú Ísland tekur við keflinu Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. 27. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Arna Ýr sökuð um fitufordóma: „Konur eru svo ótrúlega fljótar að móðgast“ "Ég er eiginlega búin að eyða Twitter út úr símanum mínum, því fólk virðist ekki vilja skilja hvað ég er að reyna segja,“ segir fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 28. október 2016 10:45
Hræddist gagnrýni en sér ekki eftir neinu Anna Lára Orlowska bar í gær sigur úr býtum í keppninni um Ungfrú Ísland í gær. 28. ágúst 2016 17:06
Ný ungfrú Ísland tekur við keflinu Reykjavíkurborg þarf að greiða húseigendum hluta Hallveigarstígs 2 rúmlega tvær milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka embættismanns. 27. ágúst 2016 10:00