Rússneska íþróttafólkið neitar að skila "skítugu“ medalíunum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2017 22:45 Jessica Ennis-Hill stóð kasólétt á verðlaunapallinum á dögunum þegar hún fékk loksins gullverðlaun sín afhent frá HM 2011. Vísir/Getty Fjölmargir Ólympíumeistarar og heimsmeistarar í frjálsum íþróttum hafa misst titla sína og verðlaun á síðustu misserum eftir að upp komst að þeir höfðu notað ólögleg lyf. Með betri tækni í lyfjaeftirliti hefur verið hægt að skanna nánar og prófa betur sýni íþróttafólksins frá því þegar þau unnu verðlaun á Ólympíuleikum eða heimsmeistaramótum og þá hafa menn uppgötvað að margir heims- og Ólympíumeistarar voru með óhreint mjöl í pokahorninu. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur verið í herför gegn ólöglegri lyfjanotkun í frjálsum íþróttum og hafa sem dæmi tekið mjög hart á skipulagðri lyfjanotkun Rússa. Þeir hafa líka reynt að búa til smá sárabót fyrir það íþróttafólk sem var svindlað á. Á nýloknu heimsmeistaramóti í London fengu þannig sextán íþróttamenn afhent verðlaun með viðhöfn. Allt var þetta íþróttafólk sem hafði verið „svindlað“ á þar sem umræddir verðlaunapeningar fóru á sínum tíma um hálsinn á fólki sem hafði notað ólögleg lyf en sloppið í gegnum lyfjapróf á viðkomandi stórmóti. BBC segir hinsvegar frá því að það getur verið erfitt að finna og endurheimta þessa verðlaunapeninga því svindlararnir eru margir ekki til í að skila medalíunum sínum. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setur það í hendur sambands í hverju landi fyrir sig að endurheimta verðlaunapeninganna og það hefur gengið einstaklega illa hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu að fá medalíurnar til baka. Svo illa að rússneska frjálsíþróttasambandið hefur aðeins fengið til baka 3 af 24 verðlaunapeningum frá því íþróttafólki sínu sem hefur fallið á síðbúnu lyfjaprófi. BBC fjallar betur um þetta mál hér. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Fjölmargir Ólympíumeistarar og heimsmeistarar í frjálsum íþróttum hafa misst titla sína og verðlaun á síðustu misserum eftir að upp komst að þeir höfðu notað ólögleg lyf. Með betri tækni í lyfjaeftirliti hefur verið hægt að skanna nánar og prófa betur sýni íþróttafólksins frá því þegar þau unnu verðlaun á Ólympíuleikum eða heimsmeistaramótum og þá hafa menn uppgötvað að margir heims- og Ólympíumeistarar voru með óhreint mjöl í pokahorninu. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur verið í herför gegn ólöglegri lyfjanotkun í frjálsum íþróttum og hafa sem dæmi tekið mjög hart á skipulagðri lyfjanotkun Rússa. Þeir hafa líka reynt að búa til smá sárabót fyrir það íþróttafólk sem var svindlað á. Á nýloknu heimsmeistaramóti í London fengu þannig sextán íþróttamenn afhent verðlaun með viðhöfn. Allt var þetta íþróttafólk sem hafði verið „svindlað“ á þar sem umræddir verðlaunapeningar fóru á sínum tíma um hálsinn á fólki sem hafði notað ólögleg lyf en sloppið í gegnum lyfjapróf á viðkomandi stórmóti. BBC segir hinsvegar frá því að það getur verið erfitt að finna og endurheimta þessa verðlaunapeninga því svindlararnir eru margir ekki til í að skila medalíunum sínum. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setur það í hendur sambands í hverju landi fyrir sig að endurheimta verðlaunapeninganna og það hefur gengið einstaklega illa hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu að fá medalíurnar til baka. Svo illa að rússneska frjálsíþróttasambandið hefur aðeins fengið til baka 3 af 24 verðlaunapeningum frá því íþróttafólki sínu sem hefur fallið á síðbúnu lyfjaprófi. BBC fjallar betur um þetta mál hér.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn