Þessar þénuðu mest í Hollywood á leikárinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 13:52 Það væsir ekki um þessar, fjárhagslega. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Emma Stone er hæstlaunaða leikkonan í Hollywood á liðnu ári, að því er fram kemur á lista Forbes yfir hæstlaunuðustu leikkonur 2016-2017. Jennfer Aniston kemur fast á hæla hennar í öðru sæti og Jennifer Lawrence nælir í þriðja sætið. Tekjur Emmu Stone jukust um 160 prósent frá síðasta lista en hún þénaði 26 milljónir Bandaríkjadala (2,8 milljarða íslenskra króna) frá júní 2016 og til júní 2017, miðað við 10 milljónir dala við síðustu mælingu. Stærsti hluti teknanna skrifaðist á hlutverk leikkonunnar í kvikmyndinni La La Land. Jennifer Aniston hreppti annað sætið með 25,5 milljónir Bandaríkjadala (2,7 milljarða íslenskra króna) í tekjur á tímabilinu. Samningar hennar við Smartwater, Aveeno og Emirates-flugfélagið skiluðu henni bróðurparti summunnar. Jennifer Lawrence, sem átti toppsæti listans síðustu tvö ár, renndi sér niður í þriðja sætið með 24 milljónir dala (2,6 milljarða íslenskra króna) í tekjur síðan í júní á síðasta ári. Fyrri ár naut hún góðs af hlutverki sínu í Hungurleika-seríunni. Þá var Emma Watson í sjötta sæti en hún þénaði 14 milljónir (1,5 milljarð íslenskra króna) Bandaríkjadala á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún nær inn á lista Forbes og hún er jafnframt eina breska leikkonan á listanum. Í fjórða sæti var leikkonan Melissa McCarthy og Mila Kunis í því fimmta. Þá náðu Charlize Theron, Cate Blanchett, Julia Roberts og Amy Adams einnig inn á listann. Lista Forbes yfir hæstlaunuðu leikkonur Hollywood má sjá í heild sinni hér. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Bandaríska leikkonan Emma Stone er hæstlaunaða leikkonan í Hollywood á liðnu ári, að því er fram kemur á lista Forbes yfir hæstlaunuðustu leikkonur 2016-2017. Jennfer Aniston kemur fast á hæla hennar í öðru sæti og Jennifer Lawrence nælir í þriðja sætið. Tekjur Emmu Stone jukust um 160 prósent frá síðasta lista en hún þénaði 26 milljónir Bandaríkjadala (2,8 milljarða íslenskra króna) frá júní 2016 og til júní 2017, miðað við 10 milljónir dala við síðustu mælingu. Stærsti hluti teknanna skrifaðist á hlutverk leikkonunnar í kvikmyndinni La La Land. Jennifer Aniston hreppti annað sætið með 25,5 milljónir Bandaríkjadala (2,7 milljarða íslenskra króna) í tekjur á tímabilinu. Samningar hennar við Smartwater, Aveeno og Emirates-flugfélagið skiluðu henni bróðurparti summunnar. Jennifer Lawrence, sem átti toppsæti listans síðustu tvö ár, renndi sér niður í þriðja sætið með 24 milljónir dala (2,6 milljarða íslenskra króna) í tekjur síðan í júní á síðasta ári. Fyrri ár naut hún góðs af hlutverki sínu í Hungurleika-seríunni. Þá var Emma Watson í sjötta sæti en hún þénaði 14 milljónir (1,5 milljarð íslenskra króna) Bandaríkjadala á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún nær inn á lista Forbes og hún er jafnframt eina breska leikkonan á listanum. Í fjórða sæti var leikkonan Melissa McCarthy og Mila Kunis í því fimmta. Þá náðu Charlize Theron, Cate Blanchett, Julia Roberts og Amy Adams einnig inn á listann. Lista Forbes yfir hæstlaunuðu leikkonur Hollywood má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira