Fótbolti

Margar milljónir í boði fyrir FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
FH-ingurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson.
FH-ingurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson. Vísir/Ernir
Takist FH að slá Braga úr leik munu Hafnfirðingar spila í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í vetur, fyrst íslenskra liða.

Því fylgir talsverður ávinningur en á síðasta tímabili fengu lið 2,6 milljónir evra [332 milljónir króna] sem grunntekjur fyrir þátttöku sína. Félög fá enn meira fyrir hvert stig sem liðið fær í riðlakeppninni, auk hluta af markaðstekjum UEFA vegna keppninnar.

FH er nú þegar búið að tryggja sér 128 milljónir króna vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppninni í ár. 332 milljónir bætast við sem fyrr segir ef FH slær Braga út og verða tekjur FH-inga því ekki minna en 460 milljónir ef allt fer á besta veg.

Öll lið sem falla úr leik í þessari umferð fá þó 31,3 milljónir króna til viðbótar við það sem þau höfðu áður fengið. Heildartekjur FH af þátttöku sinni í Evrópukeppnunum ár verða því ekki minni en 159 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×