Láta reka á reiðanum Lilja Alfreðsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 09:00 Fréttir berast af því að vogunarsjóðirnir sem keyptu tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka í vor muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn og eignast meirihluta í bankanum. Þetta eru stórtíðindi ef rétt reynist og jákvæð þróun en áfram ríkir þó óvissa um framhaldið. Fjármálaráðherra þjóðarinnar fagnaði innkomu vogunarsjóðanna á sínum tíma en ljóst er að það var enn eitt illa ígrundað frumhlaupið. Aðstæður á Íslandi eru einstakar, þar sem eignarhald Ríkissjóðs Íslands á fjármálafyrirtækjum er með því umfangsmesta meðal ríkja í Evrópu og mikið eigið fé er bundið í bönkunum eða um 500 milljarðar króna. Tímann sem nú fer í hönd verður að nýta vel til að móta framtíðarstefnu. Fjármálakerfi hverrar þjóðar skiptir miklu máli, þar sem það miðlar fjármagni á milli aðila og er mikið hreyfiafl vegna þessa. Fjármálakerfið þarf að vera hagkvæmt og þjóna landsmönnum öllum. Eignarhald verður að vera gagnsætt til að það skapist traust. Miklu máli skiptir að eigendur hafi góða bankareynslu og séu traustir fjárhagslegir bakhjarlar. Heildarstefnumótun verður að eiga sér stað og þingið þarf að koma að þessari vinnu. Meta á hversu stór eignarhlutur ríkissjóðs á að vera til skemmri og lengri tíma litið. Skoða þarf gaumgæfilega hvaða form eignarhalds hentar best hagsmunum hagkerfisins. Einnig þarf að kanna fýsileika erlends eignarhalds og líta sérstaklega til Norðurlandanna. Að auki verða stjórnvöld að hafa það hugfast að miklar tæknibreytingar eru að eiga sér stað í fjármálaþjónustu. Ef stjórnvöld halda áfram að vera í fríi frá þessari vinnu, þá getur slíkt kæruleysi rýrt verðgildi eignarhlutar ríkisins. Staða ríkisstjórnarinnar er veik í dag, þar sem engin heildarstefnumótun á sér stað. Alls staðar þar sem stjórnleysi ríkir myndast tómarúm sem verður á endanum fyllt og þá ekki endilega með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ástæðan fyrir öllu þessu stefnuleysi er einföld. Skortur á framtíðarsýn og kjarki til að taka ákvarðanir. Þær fréttir að vogunarsjóðir ætli ekki að nýta forkaupsréttinn ættu vonandi að vekja ráðamenn þjóðarinnar af þyrnirósarsvefni.Höfundur er þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Fréttir berast af því að vogunarsjóðirnir sem keyptu tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka í vor muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn og eignast meirihluta í bankanum. Þetta eru stórtíðindi ef rétt reynist og jákvæð þróun en áfram ríkir þó óvissa um framhaldið. Fjármálaráðherra þjóðarinnar fagnaði innkomu vogunarsjóðanna á sínum tíma en ljóst er að það var enn eitt illa ígrundað frumhlaupið. Aðstæður á Íslandi eru einstakar, þar sem eignarhald Ríkissjóðs Íslands á fjármálafyrirtækjum er með því umfangsmesta meðal ríkja í Evrópu og mikið eigið fé er bundið í bönkunum eða um 500 milljarðar króna. Tímann sem nú fer í hönd verður að nýta vel til að móta framtíðarstefnu. Fjármálakerfi hverrar þjóðar skiptir miklu máli, þar sem það miðlar fjármagni á milli aðila og er mikið hreyfiafl vegna þessa. Fjármálakerfið þarf að vera hagkvæmt og þjóna landsmönnum öllum. Eignarhald verður að vera gagnsætt til að það skapist traust. Miklu máli skiptir að eigendur hafi góða bankareynslu og séu traustir fjárhagslegir bakhjarlar. Heildarstefnumótun verður að eiga sér stað og þingið þarf að koma að þessari vinnu. Meta á hversu stór eignarhlutur ríkissjóðs á að vera til skemmri og lengri tíma litið. Skoða þarf gaumgæfilega hvaða form eignarhalds hentar best hagsmunum hagkerfisins. Einnig þarf að kanna fýsileika erlends eignarhalds og líta sérstaklega til Norðurlandanna. Að auki verða stjórnvöld að hafa það hugfast að miklar tæknibreytingar eru að eiga sér stað í fjármálaþjónustu. Ef stjórnvöld halda áfram að vera í fríi frá þessari vinnu, þá getur slíkt kæruleysi rýrt verðgildi eignarhlutar ríkisins. Staða ríkisstjórnarinnar er veik í dag, þar sem engin heildarstefnumótun á sér stað. Alls staðar þar sem stjórnleysi ríkir myndast tómarúm sem verður á endanum fyllt og þá ekki endilega með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ástæðan fyrir öllu þessu stefnuleysi er einföld. Skortur á framtíðarsýn og kjarki til að taka ákvarðanir. Þær fréttir að vogunarsjóðir ætli ekki að nýta forkaupsréttinn ættu vonandi að vekja ráðamenn þjóðarinnar af þyrnirósarsvefni.Höfundur er þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar