Formaður bæjarráðs segir Reykjanesbæ lifa af án Sameinaðs Silicons Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Miklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðju United Silicon vísir/anton brink Sameinað Silicon ehf., sem á og rekur kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hefur fengið heimild til greiðslustöðvunar. Ástæðan er erfiðleikar í rekstri verksmiðjunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá United Silicon. Heimildin miðar að því að ná bindandi nauðasamningum við lánardrottna en vegna rekstrarerfiðleika var fyrirsjáanlegt að félagið myndi eiga erfitt með að standa í skilum við skuldareigendur. „Þetta kemur á óvart,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann gerir ráð fyrir því að bæjarráð fari yfir málið á fundi sínum á fimmtudaginn. Friðjón segir traustan rekstur verksmiðjunnar skipta bæjarfélagið miklu. „Það skiptir hundruðum milljóna fyrir Reykjanesbæ, en ekki á kostnað íbúanna eða samfélagsins. Við lifum það alveg af ef ekki er hægt að gera þetta í takti við lög og reglur.“ Miklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðjunnar frá því að hún var ræst í nóvember 2016. Íbúar í grennd við verksmiðjuna hafa kvartað undan mengun frá henni og hefur Umhverfisstofnun fylgst náið með stöðunni. Þá hefur tvívegis komið upp eldur í verksmiðjunni. „Núna er bara óskandi að það verði ekki samið við þá og lífeyrissjóðirnir okkar verði ekki samþykkir því að peningarnir okkar fari í þetta,“ segir Einar M. Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík. „Það hefur allt gengið á afturfótunum þarna frá upphafi.“ Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Sameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga Ástæðan er erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon. 14. ágúst 2017 17:28 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sameinað Silicon ehf., sem á og rekur kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hefur fengið heimild til greiðslustöðvunar. Ástæðan er erfiðleikar í rekstri verksmiðjunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá United Silicon. Heimildin miðar að því að ná bindandi nauðasamningum við lánardrottna en vegna rekstrarerfiðleika var fyrirsjáanlegt að félagið myndi eiga erfitt með að standa í skilum við skuldareigendur. „Þetta kemur á óvart,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann gerir ráð fyrir því að bæjarráð fari yfir málið á fundi sínum á fimmtudaginn. Friðjón segir traustan rekstur verksmiðjunnar skipta bæjarfélagið miklu. „Það skiptir hundruðum milljóna fyrir Reykjanesbæ, en ekki á kostnað íbúanna eða samfélagsins. Við lifum það alveg af ef ekki er hægt að gera þetta í takti við lög og reglur.“ Miklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðjunnar frá því að hún var ræst í nóvember 2016. Íbúar í grennd við verksmiðjuna hafa kvartað undan mengun frá henni og hefur Umhverfisstofnun fylgst náið með stöðunni. Þá hefur tvívegis komið upp eldur í verksmiðjunni. „Núna er bara óskandi að það verði ekki samið við þá og lífeyrissjóðirnir okkar verði ekki samþykkir því að peningarnir okkar fari í þetta,“ segir Einar M. Atlason, formaður Samtaka andstæðinga stóriðju í Helguvík. „Það hefur allt gengið á afturfótunum þarna frá upphafi.“
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Sameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga Ástæðan er erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon. 14. ágúst 2017 17:28 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga Ástæðan er erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon. 14. ágúst 2017 17:28