„Átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2017 18:45 Karlmaður sem glímir við geðsjúkdóm segir að ungir karlmenn verði að opna sig til þess að takast á við sjúkdóminn. Hann gagnrýnir að bráðamóttaka geðdeildar skuli vera með takmarkaðan opnunartíma, sem getur verið lífshættulegt fyrir einstakling sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður skrifaði opinn pistill á Vísi í gær þar sem hann beinir orðum sínum til ungra karlmanna sem vilja deyja, en þar fer hann í gegnum þær hugsanir sem sækja á, eins og hann upplifði í sínum veikindum. „Þetta er versta tímabil ævi manns að ganga í gegnum. Það er einhvern veginn svona öll sund virðast lokuð og það er ekki mikil jákvæðni gagnvart framtíðinni,“ segir Ingólfur. Hann segir áríðandi fyrir þá sem gangi í gegnum svona tímabil að finna þrautseigjuna til þess að standa af sér storminn og samhliða því að vinna í sjálfum sér. Hann segir að aðstoð fjölskyldunnar hafi verið ómetanleg í sínu bataferli. „Ferlið sjálft hefur innihaldið heimsóknir til geðlækna, á geðdeild og tíma hjá sálfræðingi og þar hefur maður kynnst góðu fólki sem hefur hjálpað manni mikið,“ segir Ingólfur. Ingólfur þurfti í sínum veikindum að leita á geðdeild þar sem hann var vistaður til skamms tíma. Hann gagnrýnir að geðdeildin skuli vera með takmarkaðan opnunartíma. „Fyrir það fyrsta að þá er starfsfólkið virkilega hæft. Mjög gott starfsfólk sem ég kynntist en því miður að þá er upplifunin slík að þú ert svona hálf partinn afgangs. Það hefur rosalega mikil áhrif á mann ekki til góðs og sem dæmi er algjörlega átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild. Það er eiginlega bara til háborinnar skammar og því má breyta strax á morgun,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að yfirvöld verði að efla forvarnir í málaflokknum og hlúa betur að geðdeildinni. „Algjörlega og grípa fyrr inn í. Fólk á ekki að vera aðframkomið upp á geðdeild í mikilli sjálfsvígshættu. Það á líka að vera hægt að leita sér aðstoðar og grípa til aðgerða miklu miklu fyrr þegar það stefnir í óefni, segir Ingólfur. Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn. Var það annað sjálfsvígið á deildinni á tíu dögum. Yfirstjórn spítalans fundaði um málið með heilbrigðisráðherra á föstudaginn en ekkert hefur heyrst frá henni vegna atviksins. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Karlmaður sem glímir við geðsjúkdóm segir að ungir karlmenn verði að opna sig til þess að takast á við sjúkdóminn. Hann gagnrýnir að bráðamóttaka geðdeildar skuli vera með takmarkaðan opnunartíma, sem getur verið lífshættulegt fyrir einstakling sem glímir við sjálfsvígshugsanir. Ingólfur Sigurðsson, knattspyrnumaður skrifaði opinn pistill á Vísi í gær þar sem hann beinir orðum sínum til ungra karlmanna sem vilja deyja, en þar fer hann í gegnum þær hugsanir sem sækja á, eins og hann upplifði í sínum veikindum. „Þetta er versta tímabil ævi manns að ganga í gegnum. Það er einhvern veginn svona öll sund virðast lokuð og það er ekki mikil jákvæðni gagnvart framtíðinni,“ segir Ingólfur. Hann segir áríðandi fyrir þá sem gangi í gegnum svona tímabil að finna þrautseigjuna til þess að standa af sér storminn og samhliða því að vinna í sjálfum sér. Hann segir að aðstoð fjölskyldunnar hafi verið ómetanleg í sínu bataferli. „Ferlið sjálft hefur innihaldið heimsóknir til geðlækna, á geðdeild og tíma hjá sálfræðingi og þar hefur maður kynnst góðu fólki sem hefur hjálpað manni mikið,“ segir Ingólfur. Ingólfur þurfti í sínum veikindum að leita á geðdeild þar sem hann var vistaður til skamms tíma. Hann gagnrýnir að geðdeildin skuli vera með takmarkaðan opnunartíma. „Fyrir það fyrsta að þá er starfsfólkið virkilega hæft. Mjög gott starfsfólk sem ég kynntist en því miður að þá er upplifunin slík að þú ert svona hálf partinn afgangs. Það hefur rosalega mikil áhrif á mann ekki til góðs og sem dæmi er algjörlega átakanlegt að staðreyndin sé sú að það sé opnunartími á geðdeild. Það er eiginlega bara til háborinnar skammar og því má breyta strax á morgun,“ segir Ingólfur. Ingólfur segir að yfirvöld verði að efla forvarnir í málaflokknum og hlúa betur að geðdeildinni. „Algjörlega og grípa fyrr inn í. Fólk á ekki að vera aðframkomið upp á geðdeild í mikilli sjálfsvígshættu. Það á líka að vera hægt að leita sér aðstoðar og grípa til aðgerða miklu miklu fyrr þegar það stefnir í óefni, segir Ingólfur. Landspítalinn hefur enn ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna sjálfsvígs ungs manns á geðdeild á fimmtudaginn. Var það annað sjálfsvígið á deildinni á tíu dögum. Yfirstjórn spítalans fundaði um málið með heilbrigðisráðherra á föstudaginn en ekkert hefur heyrst frá henni vegna atviksins.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20
Ingólfur skrifar til ungra karlmanna sem vilja deyja: „Þú ert ekki einn“ Ingólfur glímir sjálfur við geðsjúkdóm en hann var á unglingsaldri þegar hann var greindur með kvíðaröskun. 28. ágúst 2017 10:17
Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53
Ungir karlmenn sem vilja deyja Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. 28. ágúst 2017 00:56