Auratal Hannes Pétursson skrifar 29. ágúst 2017 07:00 Og svo er það krónan okkar enn og aftur, íslenzka krónan, arðránskrónan, skisófreníska krónan (stundum „hátt uppi“, stundum „langt niðri“). Ég minnist þeirra daga þegar ein íslenzk króna var svo þung á metum að henni var skipt niður í smærri einingar: einseyringa, tveggjeyringa og svo framvegis. Á kreppuárunum þóttumst við krakkarnir vel stæðir, lægi tíeyringur í vasanum. Fyrir tveggjeyring gat maður jafnvel keypt sér bolsíu. Sá okkar sem átti krónkall var grósseri. Ekki man ég til þess að sú króna sem hófst á einseyringi væri forðum höfð í hávegum sem eitt helzta kennitákn fullveldisins, en kannski stafar það af rangminni. Ég held þó sannast að fullveldiskrónan (sem slík!) hafi ekki orðið til fyrr en talsvert leið á fullveldistímann og sérsniðnir þjóðvinir fóru að láta að sér kveða. Hvað um það, eftir því sem fullveldisárunum fjölgaði fækkaði fullveldisaurunum, einseyringar hurfu, tveggjeyringar hurfu og síðan hinir smáaurarnir koll af kolli. Loks stóð eftir ein ný króna, því gamla krónan var leidd til slátrunar þegar tvö fullveldisnúll voru skorin af hundraðkallinum. Og nú dettur engum manni sú firra í hug að hafa fullveldisaura innan nýju fullveldiskrónunnar, enda bíður hennar hvort sem er fátt annað en líksöngur og amen. Sumarið 1930 var haldin geysimikil alþingishátíð á Þingvöllum við Öxará svo sem flestir vita. Af því tilefni voru gefin út vegleg frímerki til heiðurs löggjafarsamkomunni, landi og þjóð. Verðgildi eins merkisins hljóðaði upp á þrjá aura. Það þótti henta eins og þá hagaði til um burðargjöld. Póstburðargjöld, skráð á frímerki, fóru vitanlega sömu leið og smáaurarnir gömlu: eftir því sem fullveldisárunum fjölgaði fækkaði auramerkjunum. Og gott betur, því yfirvöld hafa meira að segja sleppt þeim tittlingaskít að tilgreina verðgildi frímerkja í krónum, á merkjunum er um þessar mundir einungis vísað til þyngdar póstsendingar í grömmum. Nú geta menn sagt hvort heldur sem þeir kjósa: að á þessu tiltekna sviði, í póstburðargjöldunum, hafi íslenzka krónan fallið úr hor ellegar hitt að þarna hafi hún loks náð fyllsta og æðsta jafnvægi, risið til þeirra hæða sem kallast í dulvísi nirvana, en á því stigi leysast uppallar útlínur, öll jarðarbönd og við tekur algleymi. Næsta ár verður þess minnzt að öld er liðin frá stofnun fullveldis hér á landi. Þá munu sjálfstæðismenn, framsóknarmenn, vinstri grænir og fleiri varðhaldsenglar okkar Íslendinga vegsama krónuna sem aldrei fyrr. Og trúlega verður gefin út henni til lofs frímerkjasería með svo og svo mörgum fullveldisgrömmum, allt eftir þörfum. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hannes Pétursson Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Og svo er það krónan okkar enn og aftur, íslenzka krónan, arðránskrónan, skisófreníska krónan (stundum „hátt uppi“, stundum „langt niðri“). Ég minnist þeirra daga þegar ein íslenzk króna var svo þung á metum að henni var skipt niður í smærri einingar: einseyringa, tveggjeyringa og svo framvegis. Á kreppuárunum þóttumst við krakkarnir vel stæðir, lægi tíeyringur í vasanum. Fyrir tveggjeyring gat maður jafnvel keypt sér bolsíu. Sá okkar sem átti krónkall var grósseri. Ekki man ég til þess að sú króna sem hófst á einseyringi væri forðum höfð í hávegum sem eitt helzta kennitákn fullveldisins, en kannski stafar það af rangminni. Ég held þó sannast að fullveldiskrónan (sem slík!) hafi ekki orðið til fyrr en talsvert leið á fullveldistímann og sérsniðnir þjóðvinir fóru að láta að sér kveða. Hvað um það, eftir því sem fullveldisárunum fjölgaði fækkaði fullveldisaurunum, einseyringar hurfu, tveggjeyringar hurfu og síðan hinir smáaurarnir koll af kolli. Loks stóð eftir ein ný króna, því gamla krónan var leidd til slátrunar þegar tvö fullveldisnúll voru skorin af hundraðkallinum. Og nú dettur engum manni sú firra í hug að hafa fullveldisaura innan nýju fullveldiskrónunnar, enda bíður hennar hvort sem er fátt annað en líksöngur og amen. Sumarið 1930 var haldin geysimikil alþingishátíð á Þingvöllum við Öxará svo sem flestir vita. Af því tilefni voru gefin út vegleg frímerki til heiðurs löggjafarsamkomunni, landi og þjóð. Verðgildi eins merkisins hljóðaði upp á þrjá aura. Það þótti henta eins og þá hagaði til um burðargjöld. Póstburðargjöld, skráð á frímerki, fóru vitanlega sömu leið og smáaurarnir gömlu: eftir því sem fullveldisárunum fjölgaði fækkaði auramerkjunum. Og gott betur, því yfirvöld hafa meira að segja sleppt þeim tittlingaskít að tilgreina verðgildi frímerkja í krónum, á merkjunum er um þessar mundir einungis vísað til þyngdar póstsendingar í grömmum. Nú geta menn sagt hvort heldur sem þeir kjósa: að á þessu tiltekna sviði, í póstburðargjöldunum, hafi íslenzka krónan fallið úr hor ellegar hitt að þarna hafi hún loks náð fyllsta og æðsta jafnvægi, risið til þeirra hæða sem kallast í dulvísi nirvana, en á því stigi leysast uppallar útlínur, öll jarðarbönd og við tekur algleymi. Næsta ár verður þess minnzt að öld er liðin frá stofnun fullveldis hér á landi. Þá munu sjálfstæðismenn, framsóknarmenn, vinstri grænir og fleiri varðhaldsenglar okkar Íslendinga vegsama krónuna sem aldrei fyrr. Og trúlega verður gefin út henni til lofs frímerkjasería með svo og svo mörgum fullveldisgrömmum, allt eftir þörfum. Höfundur er rithöfundur.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun