Stolið úr sjúkra- og lögreglubílum Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. ágúst 2017 07:00 Eftirlitsmyndavélar hafa löngu sannað gildi sitt í miðborginni, að mati lögreglunnar. Vísir/Daníel „Við erum að nýta þessar eftirlitsmyndavélar á hverjum einasta degi, líka á þessum stóru dögum eins og Gay Pride og Menningarnótt og í raun og veru um hverja helgi þegar tilkynnt er um atvik í miðborginni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að koma upp 40 eftirlitsmyndavélum á 31 stað í miðborg Reykjavíkur. Í janúar síðastliðnum voru aftur á móti myndavélar á 15 stöðum í miðborginni. Búist er við að myndavélunum fjölgi enn frekar og í ráði er að koma að minnsta kosti einni, jafnvel tveimur númeraplötumyndavélum upp. Slík myndavél skannar númer bílsins og lögreglan fær þá uppgefnar allar upplýsingar um ökutækið í rauntíma. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er mikill áhugi á uppsetningu sambærilegra myndavélakerfa í öðrum sveitarfélögum og er undirbúningur þess mislangt kominn. Nokkur sveitarfélög hafa þegar komið upp myndavélum. Samkomulag um slíkar myndavélar í Reykjavík felur í sér að Reykjavíkurborg kaupir myndavélarnar, Neyðarlínan sér um uppsetningu, viðhald þeirra og flutning merkis og lögreglan sér um vöktun og viðbragð. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn bendir á að myndir úr eftirlitsmyndavélum séu notaðar í rauntíma á meðan lögreglubílar eru á leiðinni á vettvang. „Þá eru myndavélar skoðaðar og reynt að ná mynd af atburðum og kannað hvort hlutirnir eru eins og tilkynnt er og reynt að ná myndum af gerendum og atburðum sjálfum,“ segir Ásgeir. Hann telur vélarnar hafa margsannað gildi sitt. „Bæði sem forvörn og svo hafa þær líka orðið til að upplýsa brot. Það er alveg klárt,“ segir hann. Ásgeir segir að myndavélarnar séu oft notaðar til að vakta lögreglubíla og bíla neyðaraðila þegar þær eru í notkun í miðbænum. „Það er nú þannig að menn hafa verið að krota á lögreglubíla og jafnvel að stela úr sjúkrabílum og þar fram eftir götunum. Við notum vélarnar til að vakta það. Eins líka þegar lögreglumenn eða neyðaraðilar eru að fara á vettvang, þá notum við myndavélarnar til að vakta í rauntíma til að fylgjast með að við séum með nægjanlegan mannskap og hvort þeim takist að leysa verkefnin án þess að fá liðsauka,“ segir hann. Þegar eftirlitsmyndavélar voru fyrst teknar í notkun, fyrir fáeinum áratugum, sættu þær gagnrýni þar sem þær þóttu skerða friðhelgi einkalífs. Ásgeir segir viðhorfið hafa breyst. „Fólk er orðið vant því að það séu myndavélar allstaðar og það eru myndavélar allstaðar í farsímum, í flestum verslunum sem fólk kemur inn er það í mynd þannig að ég held að fólk sé farið að horfa meira á þetta sem öryggisatriði heldur en að þetta sé takmörkun á persónufrelsi,“ segir hann. Þá skipti líka miklu máli að hafa í huga að einungis lögreglan hefur aðgang að myndefninu. Hann telur líkur á því að myndavélunum verði fjölgað enn frekar. „Við eigum eftir að taka lokaúttekt á því hvort við séum með nægjanlega margar vélar til að sjá þau svæði sem við erum að reyna að vakta eða hvort það eru einhverjar gloppur eða eitthvað sem við verðum að bæta,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Við erum að nýta þessar eftirlitsmyndavélar á hverjum einasta degi, líka á þessum stóru dögum eins og Gay Pride og Menningarnótt og í raun og veru um hverja helgi þegar tilkynnt er um atvik í miðborginni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að koma upp 40 eftirlitsmyndavélum á 31 stað í miðborg Reykjavíkur. Í janúar síðastliðnum voru aftur á móti myndavélar á 15 stöðum í miðborginni. Búist er við að myndavélunum fjölgi enn frekar og í ráði er að koma að minnsta kosti einni, jafnvel tveimur númeraplötumyndavélum upp. Slík myndavél skannar númer bílsins og lögreglan fær þá uppgefnar allar upplýsingar um ökutækið í rauntíma. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er mikill áhugi á uppsetningu sambærilegra myndavélakerfa í öðrum sveitarfélögum og er undirbúningur þess mislangt kominn. Nokkur sveitarfélög hafa þegar komið upp myndavélum. Samkomulag um slíkar myndavélar í Reykjavík felur í sér að Reykjavíkurborg kaupir myndavélarnar, Neyðarlínan sér um uppsetningu, viðhald þeirra og flutning merkis og lögreglan sér um vöktun og viðbragð. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn bendir á að myndir úr eftirlitsmyndavélum séu notaðar í rauntíma á meðan lögreglubílar eru á leiðinni á vettvang. „Þá eru myndavélar skoðaðar og reynt að ná mynd af atburðum og kannað hvort hlutirnir eru eins og tilkynnt er og reynt að ná myndum af gerendum og atburðum sjálfum,“ segir Ásgeir. Hann telur vélarnar hafa margsannað gildi sitt. „Bæði sem forvörn og svo hafa þær líka orðið til að upplýsa brot. Það er alveg klárt,“ segir hann. Ásgeir segir að myndavélarnar séu oft notaðar til að vakta lögreglubíla og bíla neyðaraðila þegar þær eru í notkun í miðbænum. „Það er nú þannig að menn hafa verið að krota á lögreglubíla og jafnvel að stela úr sjúkrabílum og þar fram eftir götunum. Við notum vélarnar til að vakta það. Eins líka þegar lögreglumenn eða neyðaraðilar eru að fara á vettvang, þá notum við myndavélarnar til að vakta í rauntíma til að fylgjast með að við séum með nægjanlegan mannskap og hvort þeim takist að leysa verkefnin án þess að fá liðsauka,“ segir hann. Þegar eftirlitsmyndavélar voru fyrst teknar í notkun, fyrir fáeinum áratugum, sættu þær gagnrýni þar sem þær þóttu skerða friðhelgi einkalífs. Ásgeir segir viðhorfið hafa breyst. „Fólk er orðið vant því að það séu myndavélar allstaðar og það eru myndavélar allstaðar í farsímum, í flestum verslunum sem fólk kemur inn er það í mynd þannig að ég held að fólk sé farið að horfa meira á þetta sem öryggisatriði heldur en að þetta sé takmörkun á persónufrelsi,“ segir hann. Þá skipti líka miklu máli að hafa í huga að einungis lögreglan hefur aðgang að myndefninu. Hann telur líkur á því að myndavélunum verði fjölgað enn frekar. „Við eigum eftir að taka lokaúttekt á því hvort við séum með nægjanlega margar vélar til að sjá þau svæði sem við erum að reyna að vakta eða hvort það eru einhverjar gloppur eða eitthvað sem við verðum að bæta,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Lögreglumál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira