Gerbreytt staða Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 13:34 Verslun á Íslandi stendur á tímamótum. Áskoranir mæta kaupmönnum úr mörgum áttum. Miklu munar um internetverslunina en í ofanálag þurfa íslenskir kaupmenn nú að glíma við alþjóðlegar verslunarkeðjur sem hingað sækja í auknum mæli. Á síðustu misserum hefur fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja haslað sér völl á okkar litla markaði. Fyrst Bauhaus, svo Costco og nú síðast H&M. Útlend merki eru í sjáflu sér engin nýlunda. Breytingin felst í því að nú reka hin alþjóðlegu risafyrirtæki verslanirnar sjálf, milliliðalaust, en ekki með sérleyfissamningum eins og hingað til hefur nánast undantekningalaust tíðkast með þekkt útlend vörumerki eins og Zara, Sports Direct, Topshop, Debenhams. Hingað til hafa alþjóðleg stórfyrirtæki vafalaust litið á Ísland sem of lítinn bita. Þau hafa einfaldlega ekki talið borga sig að opna verslanir hér á landi. Augljóst er hvað hefur breyst - ferðamannafjöldinn. Ísland er ekki lengur einangruð eyja í norðri heldur vinsæll áfangastaður ferðamanna sem gjarnan vilja gera sín innkaup á stöðum sem þeir þekkja. Ísland er líka, og sennilega sérstaklega í tilviki Costco, áhugaverður tilraunamarkaður. Hér má prófa nýjungar og æfa sig áður en haldið er á stærri alþjóðlega markaði. Innlendir kaupmenn hafa heldur betur fundið fyrir samkeppninni á undanförnum mánuðum. Gengi Haga, stærsta verslunarfyrirtækis landsins, hefur hríðfallið í kauphöllinni, og olíufélögin hafa sömuleiðis átt í vandræðum. Þá eru ótalin fyrirtæki sem ekki eru skráð á markað og þurfa ekki að birta rekstrarniðurstöður sínar. Kaupmennirnir þurfa ekki bara að etja kappi við nýja alþjóðlega keppinauta, heldur einnig internetið. Heimurinn er skyndilega innan seilingar fyrir íslenska neytendur. Skórnir sem þú skoðar á netinu geta verið komnir upp að dyrum daginn eftir. Kostnaður við sendingu og opinber gjöld eru miklu minni en áður. Áhugavert hefur verið að fylgjast með þessum breytingum dynja yfir. Þeir sem fyrir voru á markaðnum hafa reynt að undirbúa sig. Hagar hafa til að mynda minnkað verslanir sínar og hætt að selja föt. Óljóst er hvort þessar breytingar skili tilætluðum árangri. Hvað neytendur varðar hefur verið athyglisvert að fylgjast með hversu mikils pirrings virðist gæta út í rótgróin verslunarfyrirtæki hér á landi. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, að neytendur hafi það á tilfinningunni að á þeim hafi verið okrað. Vissulega er rétt að innlendir kaupmenn líða fyrir smæðina í samkeppni við erlenda risa. Þeir hafa líka búið við há opinber gjöld og vonlausan gjaldmiðil. Það skýrir hins vegar ekki allt. Íslenskra kaupmanna bíður það verkefni að endurheimta traust neytenda í breyttu rekstrarumhverfi. Tíminn leiðir í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Verslun á Íslandi stendur á tímamótum. Áskoranir mæta kaupmönnum úr mörgum áttum. Miklu munar um internetverslunina en í ofanálag þurfa íslenskir kaupmenn nú að glíma við alþjóðlegar verslunarkeðjur sem hingað sækja í auknum mæli. Á síðustu misserum hefur fjöldi alþjóðlegra fyrirtækja haslað sér völl á okkar litla markaði. Fyrst Bauhaus, svo Costco og nú síðast H&M. Útlend merki eru í sjáflu sér engin nýlunda. Breytingin felst í því að nú reka hin alþjóðlegu risafyrirtæki verslanirnar sjálf, milliliðalaust, en ekki með sérleyfissamningum eins og hingað til hefur nánast undantekningalaust tíðkast með þekkt útlend vörumerki eins og Zara, Sports Direct, Topshop, Debenhams. Hingað til hafa alþjóðleg stórfyrirtæki vafalaust litið á Ísland sem of lítinn bita. Þau hafa einfaldlega ekki talið borga sig að opna verslanir hér á landi. Augljóst er hvað hefur breyst - ferðamannafjöldinn. Ísland er ekki lengur einangruð eyja í norðri heldur vinsæll áfangastaður ferðamanna sem gjarnan vilja gera sín innkaup á stöðum sem þeir þekkja. Ísland er líka, og sennilega sérstaklega í tilviki Costco, áhugaverður tilraunamarkaður. Hér má prófa nýjungar og æfa sig áður en haldið er á stærri alþjóðlega markaði. Innlendir kaupmenn hafa heldur betur fundið fyrir samkeppninni á undanförnum mánuðum. Gengi Haga, stærsta verslunarfyrirtækis landsins, hefur hríðfallið í kauphöllinni, og olíufélögin hafa sömuleiðis átt í vandræðum. Þá eru ótalin fyrirtæki sem ekki eru skráð á markað og þurfa ekki að birta rekstrarniðurstöður sínar. Kaupmennirnir þurfa ekki bara að etja kappi við nýja alþjóðlega keppinauta, heldur einnig internetið. Heimurinn er skyndilega innan seilingar fyrir íslenska neytendur. Skórnir sem þú skoðar á netinu geta verið komnir upp að dyrum daginn eftir. Kostnaður við sendingu og opinber gjöld eru miklu minni en áður. Áhugavert hefur verið að fylgjast með þessum breytingum dynja yfir. Þeir sem fyrir voru á markaðnum hafa reynt að undirbúa sig. Hagar hafa til að mynda minnkað verslanir sínar og hætt að selja föt. Óljóst er hvort þessar breytingar skili tilætluðum árangri. Hvað neytendur varðar hefur verið athyglisvert að fylgjast með hversu mikils pirrings virðist gæta út í rótgróin verslunarfyrirtæki hér á landi. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, að neytendur hafi það á tilfinningunni að á þeim hafi verið okrað. Vissulega er rétt að innlendir kaupmenn líða fyrir smæðina í samkeppni við erlenda risa. Þeir hafa líka búið við há opinber gjöld og vonlausan gjaldmiðil. Það skýrir hins vegar ekki allt. Íslenskra kaupmanna bíður það verkefni að endurheimta traust neytenda í breyttu rekstrarumhverfi. Tíminn leiðir í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar að lokum.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar