Stóriðjufíaskó á Suðurnesjum Tómas Guðbjartsson skrifar 25. ágúst 2017 11:35 Það var skrítin tilfinning að koma í Reykjanesbæ í gær og halda fyrirlestur um náttúruvernd í troðfullum Stapa. Þarna voru samankomnir íbúar, fulltrúar Umhverfisstofnunar og allra flokka í bæjarstjórn nema Sjálfstæðisflokks. Ljóst er að fólk er löngu búið að fá nóg af ruglinu í kringum verksmiðju United Silicon, enda margir íbúanna búnir að missa heilsuna og lífsgæði fjölda fjölskyldna skert. Skiljanlega hefur fólk mestar áhyggjur af börnum sínum en í Reykjanesbæ eru hátt í 600 börn í leikskólum - börn sem leika sér utanhúss. Eins og Andri Snær Magnason benti á í frábæru erindi sínu þá er stóriðjuuppbygging í Helguvík eitt mesta klúður sem þekkist á nokkru iðnaðarsvæði í heiminum. Þarna stendur hálfklárað risaálver við hliðina á stórgallaðri verksmiðju United Silicon - verksmiðju sem aðeins er keyrð á einum ofni (32 MW) en ekki fjórum (128 MW) eins og áætlanir gera ráð fyrir - en þá verður framleiðslugetan 90.000 tonn. Síðan ráðgerir Thorsill að byggja á sama svæði 110.000 tonna kísiliðjuver, en samanlagt munu verin brenna um 300 þús. tonnum af kolum á ári. Ekki var annað að heyra á bæjarfulltrúum (sem allir voru í ábernandi vörn) en að verksmiðja Thorsil hefji framleiðslu árið 2020. Kísiliðjuverin í Helguvík verða þá þau stærstu í heimi og Ísland heimsmeistari í framleiðslu kísils. Sem læknir get ég vottað að kísilryk er langt frá því að vera gott fyrir heilsuna, það sýna rannsóknir. Mér er algjörlega óskiljanlegt hvernig mönnum dettur í hug að byggja stærstu kísilver í heimi tæpum 1,8 km frá einu helsta þéttbýliskjarna landsins. Samfélagi sem stendur í miklum blóma, enda ferðamannaiðnaður óvíða blómlegri. Fólk hefur undanfarin ár viljað flytja í Reykjanesbæ - sem gæti breyst snarlega ef klúðrinu í Helguvík verður ekki snúið við. Ljóst er að fyrri bæjarstjórnir, ríkisstjórnir og Alþingi bera mikla ábyrgð á því hvernig komið er - sem er birtingarmynd stóriðjustefnu í sinni verstu mynd. Grein Árna Sigfússonar, fyrrverandi bæjarstóra í Víkurfréttum frá 2015 er afar athyglisverð, en þar „óskar hann íbúum til hamingju” með verksmiðju United Silicon og mærir Magnús Garðarsson, eiganda og fyrrum forstjóra United Silicon. Sami Magnús hefur skilið eftir sig sviðna jörð og var sparkað frá United Silicon í byrjun árs. Ummæli Ásgeirs Margeirssonar forstjóra HS Orku, sem líkt og flestir aðrir sver af sér öll tengsl við Helguvík og United Silicon, eru einnig athyglisverð. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu segir hann að mikilvægt sé að útvega meiri orku á Íslandi, ekki síst til annarra kísiliðjuvera - en þau hélt ég einmitt að væru staðsett í Helguvík.Áhugi HS Orku á 55 MW vatnsaflsvirkjun í ósnortnum Ófeigsfirði á Ströndum skýrist því fyrst og fremst af skuldbindingum fyrirtækisins til stóriðju á SV horninu - en ekki til að tryggja rafmagnsöryggi á Vestfjörðum. Í fjóra áratugi hefur HS Orka sérhæft sig í gufuaflsvirkjunum á SV horninu, en þar hefur kraftur í borholum fyrirtækisins dvínað mun hraðar en gert var ráð fyrir. Ástæðan er sú að gengið hefur verið of hratt á auðlindina, jarðgufuna, svo framleiða megi næga orku til mengandi stóriðju. Merkilegt nokk hefur HS Orka nýlega fengið leyfi fyrir borunum á svokölluðum Eldvörpum, í nágrenni við virkjun sína í Svartsengi, en Eldvörpin eru ein mesta náttúruperla Suðurnesja. Eldvörpin.Það er því ekki aðeins verið að menga fyrir íbúum Suðurnesja með stóriðju, heldur er verið að ræna þá náttúruperlum með vanhugsuðum virkjanaframkvæmdum - á jarðhitasvæðum sem eru staðsett á einu helsta ferðamannasvæði landsins. Er það bara mér sem finnst þetta rugl? Svari hver fyrir sig. Ég legg til að verksmiðju United Silicon verði lokað hið fyrsta, óafturkræft og verksmiðju Thorsil ýtt út af borðinu. Fjármögnun Thorsil-verksmiðjunnar er ekki lokið og vona ég að lífeyrissjóðir, bankar og aðrir fjárfestar haldi að sér höndum og taki ekki þátt í stóriðjuframkvæmdum og virkjanaframkvæmdum, sem bæði eyðileggja heilsu fólks en um leið náttúru Íslands. Framtíð Íslands er í húfi.Höfundur er skurðlæknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Það var skrítin tilfinning að koma í Reykjanesbæ í gær og halda fyrirlestur um náttúruvernd í troðfullum Stapa. Þarna voru samankomnir íbúar, fulltrúar Umhverfisstofnunar og allra flokka í bæjarstjórn nema Sjálfstæðisflokks. Ljóst er að fólk er löngu búið að fá nóg af ruglinu í kringum verksmiðju United Silicon, enda margir íbúanna búnir að missa heilsuna og lífsgæði fjölda fjölskyldna skert. Skiljanlega hefur fólk mestar áhyggjur af börnum sínum en í Reykjanesbæ eru hátt í 600 börn í leikskólum - börn sem leika sér utanhúss. Eins og Andri Snær Magnason benti á í frábæru erindi sínu þá er stóriðjuuppbygging í Helguvík eitt mesta klúður sem þekkist á nokkru iðnaðarsvæði í heiminum. Þarna stendur hálfklárað risaálver við hliðina á stórgallaðri verksmiðju United Silicon - verksmiðju sem aðeins er keyrð á einum ofni (32 MW) en ekki fjórum (128 MW) eins og áætlanir gera ráð fyrir - en þá verður framleiðslugetan 90.000 tonn. Síðan ráðgerir Thorsill að byggja á sama svæði 110.000 tonna kísiliðjuver, en samanlagt munu verin brenna um 300 þús. tonnum af kolum á ári. Ekki var annað að heyra á bæjarfulltrúum (sem allir voru í ábernandi vörn) en að verksmiðja Thorsil hefji framleiðslu árið 2020. Kísiliðjuverin í Helguvík verða þá þau stærstu í heimi og Ísland heimsmeistari í framleiðslu kísils. Sem læknir get ég vottað að kísilryk er langt frá því að vera gott fyrir heilsuna, það sýna rannsóknir. Mér er algjörlega óskiljanlegt hvernig mönnum dettur í hug að byggja stærstu kísilver í heimi tæpum 1,8 km frá einu helsta þéttbýliskjarna landsins. Samfélagi sem stendur í miklum blóma, enda ferðamannaiðnaður óvíða blómlegri. Fólk hefur undanfarin ár viljað flytja í Reykjanesbæ - sem gæti breyst snarlega ef klúðrinu í Helguvík verður ekki snúið við. Ljóst er að fyrri bæjarstjórnir, ríkisstjórnir og Alþingi bera mikla ábyrgð á því hvernig komið er - sem er birtingarmynd stóriðjustefnu í sinni verstu mynd. Grein Árna Sigfússonar, fyrrverandi bæjarstóra í Víkurfréttum frá 2015 er afar athyglisverð, en þar „óskar hann íbúum til hamingju” með verksmiðju United Silicon og mærir Magnús Garðarsson, eiganda og fyrrum forstjóra United Silicon. Sami Magnús hefur skilið eftir sig sviðna jörð og var sparkað frá United Silicon í byrjun árs. Ummæli Ásgeirs Margeirssonar forstjóra HS Orku, sem líkt og flestir aðrir sver af sér öll tengsl við Helguvík og United Silicon, eru einnig athyglisverð. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu segir hann að mikilvægt sé að útvega meiri orku á Íslandi, ekki síst til annarra kísiliðjuvera - en þau hélt ég einmitt að væru staðsett í Helguvík.Áhugi HS Orku á 55 MW vatnsaflsvirkjun í ósnortnum Ófeigsfirði á Ströndum skýrist því fyrst og fremst af skuldbindingum fyrirtækisins til stóriðju á SV horninu - en ekki til að tryggja rafmagnsöryggi á Vestfjörðum. Í fjóra áratugi hefur HS Orka sérhæft sig í gufuaflsvirkjunum á SV horninu, en þar hefur kraftur í borholum fyrirtækisins dvínað mun hraðar en gert var ráð fyrir. Ástæðan er sú að gengið hefur verið of hratt á auðlindina, jarðgufuna, svo framleiða megi næga orku til mengandi stóriðju. Merkilegt nokk hefur HS Orka nýlega fengið leyfi fyrir borunum á svokölluðum Eldvörpum, í nágrenni við virkjun sína í Svartsengi, en Eldvörpin eru ein mesta náttúruperla Suðurnesja. Eldvörpin.Það er því ekki aðeins verið að menga fyrir íbúum Suðurnesja með stóriðju, heldur er verið að ræna þá náttúruperlum með vanhugsuðum virkjanaframkvæmdum - á jarðhitasvæðum sem eru staðsett á einu helsta ferðamannasvæði landsins. Er það bara mér sem finnst þetta rugl? Svari hver fyrir sig. Ég legg til að verksmiðju United Silicon verði lokað hið fyrsta, óafturkræft og verksmiðju Thorsil ýtt út af borðinu. Fjármögnun Thorsil-verksmiðjunnar er ekki lokið og vona ég að lífeyrissjóðir, bankar og aðrir fjárfestar haldi að sér höndum og taki ekki þátt í stóriðjuframkvæmdum og virkjanaframkvæmdum, sem bæði eyðileggja heilsu fólks en um leið náttúru Íslands. Framtíð Íslands er í húfi.Höfundur er skurðlæknir og náttúruverndarsinni.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun