Styttum vinnuvikuna í 36 stundir Elín Björg Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Ný rannsókn Hagstofu Íslands staðfestir það sem fyrri rannsóknir sýna, að karlar vinni lengri vinnuviku en konur og rúmlega tvöfalt fleiri konur en karlar vinna hlutastörf. Þrátt fyrir að þetta hafi verið staðan síðustu áratugi hefur lítið sem ekkert verið gert til að bregðast við þessum mun. Á þeirri tæplega hálfu öld sem liðin er frá því að fjörutíu stunda vinnuvika var lögfest hefur samfélagið tekið miklum breytingum. Ein af þeim breytingum er verulega aukin atvinnuþátttaka kvenna. Við þekkjum vel fjölmörg neikvæð áhrif af löngum vinnudögum. Við vitum að hætt er við streitu, álagi og veikindum þegar fólk sem vinnur langan vinnudag reynir að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það hefur augljós áhrif að konur séu frekar í hlutastörfum en karlar. Tekjur þeirra eru lægri en tekjur karla og ellilífeyririnn sömuleiðis. En það er ástæða fyrir því að konur leita frekar í hlutastörf. Karlar sem vinna hlutastörf gera það einkum vegna veikinda. Konur sækja í hlutastörf til að hafa sveigjanleika til að sinna heimili og uppeldi barna, en þar axla konur enn þann dag í dag ríkari ábyrgð en karlar. Þá er mikill meirihluti þeirra sem starfa við umönnun og í heilbrigðisgeiranum konur. Þær kjósa almennt að minnka vinnutímann til að draga úr álagi og jafna sig milli vakta. Þannig taka þær á sig ábyrgðina af því að tryggja andlegt og líkamlegt heilbrigði og koma í veg fyrir fjarveru vegna neikvæðra áhrifa vinnutímans. Viðhorf Íslendinga til vinnu er að taka breytingum. Yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, karlar jafnt sem konur, leggur ríka áherslu á sveigjanlegan vinnutíma og velur sér störf eftir því. Eftir stendur spurningin um hvernig við sem samfélag ætlum að mæta þessum breyttu áherslum. BSRB hefur barist fyrir því að vinnuvikan verði stytt úr fjörutíu stundum í 36. Bandalagið vinnur nú að tilraunaverkefnum ásamt Reykjavíkurborg og ríkinu til að kanna áhrif slíkra breytinga. Með því að fækka vinnustundunum má taka mikilvægt skref í að breyta vinnumenningunni og auka jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ný rannsókn Hagstofu Íslands staðfestir það sem fyrri rannsóknir sýna, að karlar vinni lengri vinnuviku en konur og rúmlega tvöfalt fleiri konur en karlar vinna hlutastörf. Þrátt fyrir að þetta hafi verið staðan síðustu áratugi hefur lítið sem ekkert verið gert til að bregðast við þessum mun. Á þeirri tæplega hálfu öld sem liðin er frá því að fjörutíu stunda vinnuvika var lögfest hefur samfélagið tekið miklum breytingum. Ein af þeim breytingum er verulega aukin atvinnuþátttaka kvenna. Við þekkjum vel fjölmörg neikvæð áhrif af löngum vinnudögum. Við vitum að hætt er við streitu, álagi og veikindum þegar fólk sem vinnur langan vinnudag reynir að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það hefur augljós áhrif að konur séu frekar í hlutastörfum en karlar. Tekjur þeirra eru lægri en tekjur karla og ellilífeyririnn sömuleiðis. En það er ástæða fyrir því að konur leita frekar í hlutastörf. Karlar sem vinna hlutastörf gera það einkum vegna veikinda. Konur sækja í hlutastörf til að hafa sveigjanleika til að sinna heimili og uppeldi barna, en þar axla konur enn þann dag í dag ríkari ábyrgð en karlar. Þá er mikill meirihluti þeirra sem starfa við umönnun og í heilbrigðisgeiranum konur. Þær kjósa almennt að minnka vinnutímann til að draga úr álagi og jafna sig milli vakta. Þannig taka þær á sig ábyrgðina af því að tryggja andlegt og líkamlegt heilbrigði og koma í veg fyrir fjarveru vegna neikvæðra áhrifa vinnutímans. Viðhorf Íslendinga til vinnu er að taka breytingum. Yngsta kynslóðin á vinnumarkaði, karlar jafnt sem konur, leggur ríka áherslu á sveigjanlegan vinnutíma og velur sér störf eftir því. Eftir stendur spurningin um hvernig við sem samfélag ætlum að mæta þessum breyttu áherslum. BSRB hefur barist fyrir því að vinnuvikan verði stytt úr fjörutíu stundum í 36. Bandalagið vinnur nú að tilraunaverkefnum ásamt Reykjavíkurborg og ríkinu til að kanna áhrif slíkra breytinga. Með því að fækka vinnustundunum má taka mikilvægt skref í að breyta vinnumenningunni og auka jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar