Golf

Valdís Þóra og Guðrún Brá freista þess að fylgja í fótspor Ólafíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Brá spreytir sig í fyrsta sinn á úrtökumóti fyrir atvinnumótaröð.
Guðrún Brá spreytir sig í fyrsta sinn á úrtökumóti fyrir atvinnumótaröð. mynd/gsimyndir
Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir keppa á úrtökumóti fyrir LPGA-mótaröðina í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Keppnin hefst á fimmtudaginn og leiknir verða fjórir hringir, samtals 72 holur, á fjórum keppnisdögum. Rúmlega 350 kylfingar keppa á þremur völlum. Níutíu efstu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins.

Valdís Þóra hefur spilað á Evrópumótaröðinni í ár og freistar þess nú í annað sinn að komast inn á sterkustu mótaröð heims.

Guðrún Brá reynir sig í fyrsta sinn á úrtökumóti fyrir atvinnumótaröð. Hún útskrifaðist úr Fresno State í Bandaríkjunum í vor.

Undir lok síðasta árs Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut blað í íslenskri golfsögu þegar hún tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni, fyrst íslenskra kylfinga. Valdís Þóra og Guðrún Brá freista þess nú að feta í fótspor Ólafíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×