Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Páll Rúnar M. Kristjánsson (t.v), verjandi Thomasar, sat íhugull á meðan dómtúlkur (t.h) þýddi framburð skjólstæðings hans yfir á íslensku. Thomas Möller, annar frá hægri, muldraði frásögn sína ofan í bringu sér og var hinn rólegasti. Vísir/Halldór Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar síðastliðinn. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar. Thomas, sem er grænlenskur, var skipverji á togaranum sem hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas Møller gaf sjálfur skýrslu fyrir dómi í gær og breytti þar framburði sínum töluvert frá því sem var hjá lögreglu þegar hann svaraði spurningum saksóknara og verjanda í gærmorgun. Í dag stendur til að taka skýrslur af 20 vitnum í málinu. Þar á meðal eru bræðurnir tveir sem fundu skó Birnu þegar leitin að henni stóð sem hæst, átta fulltrúar lögreglu og réttarmeinafræðingur og matsmaður í málinu.Vísir mun fylgjast með öllu sem fram fer í dómsal og flytja lesendum stöðugar fregnir í vaktinni hér að neðan sem uppfærist jafnóðum.
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Birna hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar, þann 22. janúar síðastliðinn. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar en sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók hann um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq þann 18. janúar. Thomas, sem er grænlenskur, var skipverji á togaranum sem hafði legið í höfn í Hafnarfirði nóttina sem Birna hvarf. Thomas Møller gaf sjálfur skýrslu fyrir dómi í gær og breytti þar framburði sínum töluvert frá því sem var hjá lögreglu þegar hann svaraði spurningum saksóknara og verjanda í gærmorgun. Í dag stendur til að taka skýrslur af 20 vitnum í málinu. Þar á meðal eru bræðurnir tveir sem fundu skó Birnu þegar leitin að henni stóð sem hæst, átta fulltrúar lögreglu og réttarmeinafræðingur og matsmaður í málinu.Vísir mun fylgjast með öllu sem fram fer í dómsal og flytja lesendum stöðugar fregnir í vaktinni hér að neðan sem uppfærist jafnóðum.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira