Lét reiði sína í ljós með því að búa til stólafjall Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 13:40 Ingvar Högni, starfsmaður Café París, náði myndum af stólahrúgunni. Það hlýtur að hafa verið gífurlegt þolinmæðisverk að raða stólunum upp þannig að fjallið héldi. Ingvar Högni Ragnarsson Það var sérstök sjón sem mætti starfsmanni Café París við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Búið var að safna saman öllum útistólum kaffihússins og setja saman í eina stóra stólahrúgu fyrir utan skemmtistaðinn Shooters, við hliðina á kaffihúsinu. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri Café París, segir í samtali við Vísi að maður í annarlegu ástandi beri ábyrgð á atvikinu.„Þetta var einhver maður sem var ósáttur við Shooters hérna við hliðina á og hann gisti fangageymslu lögreglu,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Aðalsteinn segir að stólarnir hafi verið læstir með keðjum en manninum hafi á einhvern hátt tekist að losa þá. „Hann var í einhverju annarlegu ástandi. Stólarnir eru læstir en hann náði einhvern veginn að vöðla þeim öllum saman, ég veit ekki alveg hvernig. Þetta gerðist bara í nótt,“segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segir að maðurinn hafi ekki látið þar við sitja heldur hafi hann einnig náð að festa hjól við stólafjallið. „Það var eitt hjól þarna og hann var búinn að troða löppunum í gegnum pinnana þar,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segist ekki taka þessu máli alvarlega; maðurinn hafi fært stóla og því hafi þeir bara fært þá til baka. Engir eftirmálar verði af atvikinu enda hafi enginn stóll eyðilagst. Hann segir þó að atvikið hafi leitt til þess að þeir muni líklega kaupa sterkari keðjur til að festa stólana þannig að framtíðar stólaverkfræðingar fari ekki að taka upp á þessu í bríaríi. Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Það var sérstök sjón sem mætti starfsmanni Café París við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur í morgunsárið. Búið var að safna saman öllum útistólum kaffihússins og setja saman í eina stóra stólahrúgu fyrir utan skemmtistaðinn Shooters, við hliðina á kaffihúsinu. Aðalsteinn Ragnar Benediktsson, rekstrarstjóri Café París, segir í samtali við Vísi að maður í annarlegu ástandi beri ábyrgð á atvikinu.„Þetta var einhver maður sem var ósáttur við Shooters hérna við hliðina á og hann gisti fangageymslu lögreglu,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Aðalsteinn segir að stólarnir hafi verið læstir með keðjum en manninum hafi á einhvern hátt tekist að losa þá. „Hann var í einhverju annarlegu ástandi. Stólarnir eru læstir en hann náði einhvern veginn að vöðla þeim öllum saman, ég veit ekki alveg hvernig. Þetta gerðist bara í nótt,“segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segir að maðurinn hafi ekki látið þar við sitja heldur hafi hann einnig náð að festa hjól við stólafjallið. „Það var eitt hjól þarna og hann var búinn að troða löppunum í gegnum pinnana þar,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn segist ekki taka þessu máli alvarlega; maðurinn hafi fært stóla og því hafi þeir bara fært þá til baka. Engir eftirmálar verði af atvikinu enda hafi enginn stóll eyðilagst. Hann segir þó að atvikið hafi leitt til þess að þeir muni líklega kaupa sterkari keðjur til að festa stólana þannig að framtíðar stólaverkfræðingar fari ekki að taka upp á þessu í bríaríi.
Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira