Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 09:05 Á dögunum bárust þær hörmulegu fréttir að ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans. Fjölskyldu hans og aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Það er skelfilegt til þess að hugsa að atvik sem þessi geti átt sér stað inn á geðdeild, sem ætti að geta tryggt öryggi sjúklinga í sjálfsvígshættu framar öðrum. Af fréttaflutningi síðustu daga má þó ráða að mál unga mannsins sé ekki einsdæmi og hafa nokkrir aðstandendur nú þegar stigið fram og lýst sjálfsvígum vandamanna sinna í svipuðum aðstæðum. Þessar frásagnir hafa vakið upp eðlilegar spurningar fjölmiðla og annara um raunverulega stærð vandans, og hefur ríkisútvarpið meðal annars óskað eftir upplýsingum hjá Landlækni um fjölda sjálfsvíga á stofnunum fram að þessu. Svar Landlæknis, um að ekki sé unnt að verða við upplýsingabeiðninni vegna þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki til hjá embættinu vekja síðan upp frekari spurningar.Rót vandans falin Núverandi lagaumhverfi gerir jú ráð fyrir því að óvænt dauðsföll innan heilbrigðisstofnanna séu tilkynnt til lögreglu annars vegar og Landlæknis hins vegar og er báðum aðilum skylt að rannsaka atvikið. Mér er óljóst hvort skráningarkerfi Landlæknis sé svo ófullkomið að ekki sé hægt að fletta upp í því eftir dánarorsök eða hvaða orsök önnur liggi að baki jafn ófullkominni upplýsingavörslu Landlæknis í þessu máli. Eitt er þó augljóst, að það þýðir lítið að vaða áfram í myrkrinu, ómeðvitaður um stærð og umfang vandans sem fyrir liggur. Sjálfsmorð á stofnunum ættu ekki að geta gerst, öllum kröftum ætti að beita til þess að koma í veg fyrir þau. En án upplýsinga og yfirsýnar er erfitt að ráðast að rót vandans og gera úrbætur þar á.Óásættanlegt svar Landlæknis Fjölmiðlar og almenningur eiga rétt á að vita umfang vandans og því er ekki hægt að sættast á svar Landlæknis um að það feli í sér of mikla vinnu að taka saman gögn um fjölda sjálfsmorða á stofnunum. Ég hef því sett saman skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem þessara upplýsinga er óskað og mun leggja hana fram strax í upphafi haustþingsins. Yfirlýsingar heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum um nýtt og betra regluverk um verkferla í málum sem þessum lofar góðu en vekur einnig upp spurningar um hvers vegna ekki hafi verið ráðist í aðgerðir strax þegar skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu lá fyrir í september 2015.Skortur á verkferlum Þar kom fram að skýra verkferla vanti í samvinnu lögreglu og Landlæknis í rannsóknum á málum sem þessum. Eins er tekið fram að ekki sé fyrir hendi sameiginlegur gagnagrunnur sem haldi utan um atvikin og gæti nýst í að vinna gegn því að sjálfsvíg á stofnunum endurtaki sig. Í niðurstöðum starfshópsins má einnig finna þessa greiningu á vandanum: „Í athugasemdum við 3. gr. frumvarps sem síðar varð að lögum um dánarvottorð, krufningar o.fl., nr. 61/1998, kemur fram að gert sé ráð fyrir að ráðherra setji reglur um viðbrögð lögreglu við tilkynningum um óvænt andlát, ekki síst þeim sem ætla má að séu vegna mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks í sambandi við læknismeðferð eða forvarnir vegna sjúkdóma. Engar slíkar reglur hafa verið settar enda ekki kveðið á um setningu þeirra í lagaákvæðinu sjálfu. Þegar málsmeðferð er rekin aðskilin og óháð hjá þessum stjórnvöldum kann það að leiða til þess að ekki verði fullt samræmi í þeim málum sem koma til meðferðar en mikilvægt er að lík mál fái líka meðferð innan stjórnsýslunnar.“ Skýrsluna má nálgast hér: https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/rit-og-skyrslur-2015/skyrsla-starfshops-um-alvarleg-atvik-i-heilbrigdisthjonustu.pdfFjársvelt geðheilbrigðiskerfi Velferðarnefnd mun funda um þetta málefni á næstu vikum og útlit er fyrir að ég sitji þann fund sem varamaður Halldóru Mogensen, fulltrúa okkar í velferðarnefnd. Þar mun ég leitast við að fá svör við ofangreindum spurningum en ljóst er að fylgjast þarf vel með þessum málaflokki er fram líða stundir. Sérstaka eftirtekt mun ég veita þessum málaflokki í fjárlagavinnunni en mér leikur illur grunur á að meðal þeirra orsaka sem liggja að baki skorts á öryggi á geðdeildum landsins sé einmitt að finna í fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins til fjölda ára. Ef við lítum fram á veginn má finna fjölda góðra ábendinga um betri viðbrögð og bætt öryggi sjúklinga í umræddri skýrslu. Hún vísar til vinnu nágranna- og vinaþjóða okkar við það að tryggja öryggi sjúklinga í sjálfsvígshættu sem víðs vegar hefur borið góðan árangur. Þar hafa Bretar til dæmis gengið fram með góðu fordæmi og tekist að gera herbergi á stofnunum miklu öruggari fyrir sjálfsvígum. Við hljótum að fara að góðu fordæmi þeirra, setja öryggi sjúklinga í forgang og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að hörmungaratburður sem þessi geti nokkurn tímann átt sér stað aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust þær hörmulegu fréttir að ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans. Fjölskyldu hans og aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Það er skelfilegt til þess að hugsa að atvik sem þessi geti átt sér stað inn á geðdeild, sem ætti að geta tryggt öryggi sjúklinga í sjálfsvígshættu framar öðrum. Af fréttaflutningi síðustu daga má þó ráða að mál unga mannsins sé ekki einsdæmi og hafa nokkrir aðstandendur nú þegar stigið fram og lýst sjálfsvígum vandamanna sinna í svipuðum aðstæðum. Þessar frásagnir hafa vakið upp eðlilegar spurningar fjölmiðla og annara um raunverulega stærð vandans, og hefur ríkisútvarpið meðal annars óskað eftir upplýsingum hjá Landlækni um fjölda sjálfsvíga á stofnunum fram að þessu. Svar Landlæknis, um að ekki sé unnt að verða við upplýsingabeiðninni vegna þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki til hjá embættinu vekja síðan upp frekari spurningar.Rót vandans falin Núverandi lagaumhverfi gerir jú ráð fyrir því að óvænt dauðsföll innan heilbrigðisstofnanna séu tilkynnt til lögreglu annars vegar og Landlæknis hins vegar og er báðum aðilum skylt að rannsaka atvikið. Mér er óljóst hvort skráningarkerfi Landlæknis sé svo ófullkomið að ekki sé hægt að fletta upp í því eftir dánarorsök eða hvaða orsök önnur liggi að baki jafn ófullkominni upplýsingavörslu Landlæknis í þessu máli. Eitt er þó augljóst, að það þýðir lítið að vaða áfram í myrkrinu, ómeðvitaður um stærð og umfang vandans sem fyrir liggur. Sjálfsmorð á stofnunum ættu ekki að geta gerst, öllum kröftum ætti að beita til þess að koma í veg fyrir þau. En án upplýsinga og yfirsýnar er erfitt að ráðast að rót vandans og gera úrbætur þar á.Óásættanlegt svar Landlæknis Fjölmiðlar og almenningur eiga rétt á að vita umfang vandans og því er ekki hægt að sættast á svar Landlæknis um að það feli í sér of mikla vinnu að taka saman gögn um fjölda sjálfsmorða á stofnunum. Ég hef því sett saman skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem þessara upplýsinga er óskað og mun leggja hana fram strax í upphafi haustþingsins. Yfirlýsingar heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum um nýtt og betra regluverk um verkferla í málum sem þessum lofar góðu en vekur einnig upp spurningar um hvers vegna ekki hafi verið ráðist í aðgerðir strax þegar skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu lá fyrir í september 2015.Skortur á verkferlum Þar kom fram að skýra verkferla vanti í samvinnu lögreglu og Landlæknis í rannsóknum á málum sem þessum. Eins er tekið fram að ekki sé fyrir hendi sameiginlegur gagnagrunnur sem haldi utan um atvikin og gæti nýst í að vinna gegn því að sjálfsvíg á stofnunum endurtaki sig. Í niðurstöðum starfshópsins má einnig finna þessa greiningu á vandanum: „Í athugasemdum við 3. gr. frumvarps sem síðar varð að lögum um dánarvottorð, krufningar o.fl., nr. 61/1998, kemur fram að gert sé ráð fyrir að ráðherra setji reglur um viðbrögð lögreglu við tilkynningum um óvænt andlát, ekki síst þeim sem ætla má að séu vegna mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks í sambandi við læknismeðferð eða forvarnir vegna sjúkdóma. Engar slíkar reglur hafa verið settar enda ekki kveðið á um setningu þeirra í lagaákvæðinu sjálfu. Þegar málsmeðferð er rekin aðskilin og óháð hjá þessum stjórnvöldum kann það að leiða til þess að ekki verði fullt samræmi í þeim málum sem koma til meðferðar en mikilvægt er að lík mál fái líka meðferð innan stjórnsýslunnar.“ Skýrsluna má nálgast hér: https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/rit-og-skyrslur-2015/skyrsla-starfshops-um-alvarleg-atvik-i-heilbrigdisthjonustu.pdfFjársvelt geðheilbrigðiskerfi Velferðarnefnd mun funda um þetta málefni á næstu vikum og útlit er fyrir að ég sitji þann fund sem varamaður Halldóru Mogensen, fulltrúa okkar í velferðarnefnd. Þar mun ég leitast við að fá svör við ofangreindum spurningum en ljóst er að fylgjast þarf vel með þessum málaflokki er fram líða stundir. Sérstaka eftirtekt mun ég veita þessum málaflokki í fjárlagavinnunni en mér leikur illur grunur á að meðal þeirra orsaka sem liggja að baki skorts á öryggi á geðdeildum landsins sé einmitt að finna í fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins til fjölda ára. Ef við lítum fram á veginn má finna fjölda góðra ábendinga um betri viðbrögð og bætt öryggi sjúklinga í umræddri skýrslu. Hún vísar til vinnu nágranna- og vinaþjóða okkar við það að tryggja öryggi sjúklinga í sjálfsvígshættu sem víðs vegar hefur borið góðan árangur. Þar hafa Bretar til dæmis gengið fram með góðu fordæmi og tekist að gera herbergi á stofnunum miklu öruggari fyrir sjálfsvígum. Við hljótum að fara að góðu fordæmi þeirra, setja öryggi sjúklinga í forgang og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að hörmungaratburður sem þessi geti nokkurn tímann átt sér stað aftur.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun