Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 09:05 Á dögunum bárust þær hörmulegu fréttir að ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans. Fjölskyldu hans og aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Það er skelfilegt til þess að hugsa að atvik sem þessi geti átt sér stað inn á geðdeild, sem ætti að geta tryggt öryggi sjúklinga í sjálfsvígshættu framar öðrum. Af fréttaflutningi síðustu daga má þó ráða að mál unga mannsins sé ekki einsdæmi og hafa nokkrir aðstandendur nú þegar stigið fram og lýst sjálfsvígum vandamanna sinna í svipuðum aðstæðum. Þessar frásagnir hafa vakið upp eðlilegar spurningar fjölmiðla og annara um raunverulega stærð vandans, og hefur ríkisútvarpið meðal annars óskað eftir upplýsingum hjá Landlækni um fjölda sjálfsvíga á stofnunum fram að þessu. Svar Landlæknis, um að ekki sé unnt að verða við upplýsingabeiðninni vegna þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki til hjá embættinu vekja síðan upp frekari spurningar.Rót vandans falin Núverandi lagaumhverfi gerir jú ráð fyrir því að óvænt dauðsföll innan heilbrigðisstofnanna séu tilkynnt til lögreglu annars vegar og Landlæknis hins vegar og er báðum aðilum skylt að rannsaka atvikið. Mér er óljóst hvort skráningarkerfi Landlæknis sé svo ófullkomið að ekki sé hægt að fletta upp í því eftir dánarorsök eða hvaða orsök önnur liggi að baki jafn ófullkominni upplýsingavörslu Landlæknis í þessu máli. Eitt er þó augljóst, að það þýðir lítið að vaða áfram í myrkrinu, ómeðvitaður um stærð og umfang vandans sem fyrir liggur. Sjálfsmorð á stofnunum ættu ekki að geta gerst, öllum kröftum ætti að beita til þess að koma í veg fyrir þau. En án upplýsinga og yfirsýnar er erfitt að ráðast að rót vandans og gera úrbætur þar á.Óásættanlegt svar Landlæknis Fjölmiðlar og almenningur eiga rétt á að vita umfang vandans og því er ekki hægt að sættast á svar Landlæknis um að það feli í sér of mikla vinnu að taka saman gögn um fjölda sjálfsmorða á stofnunum. Ég hef því sett saman skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem þessara upplýsinga er óskað og mun leggja hana fram strax í upphafi haustþingsins. Yfirlýsingar heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum um nýtt og betra regluverk um verkferla í málum sem þessum lofar góðu en vekur einnig upp spurningar um hvers vegna ekki hafi verið ráðist í aðgerðir strax þegar skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu lá fyrir í september 2015.Skortur á verkferlum Þar kom fram að skýra verkferla vanti í samvinnu lögreglu og Landlæknis í rannsóknum á málum sem þessum. Eins er tekið fram að ekki sé fyrir hendi sameiginlegur gagnagrunnur sem haldi utan um atvikin og gæti nýst í að vinna gegn því að sjálfsvíg á stofnunum endurtaki sig. Í niðurstöðum starfshópsins má einnig finna þessa greiningu á vandanum: „Í athugasemdum við 3. gr. frumvarps sem síðar varð að lögum um dánarvottorð, krufningar o.fl., nr. 61/1998, kemur fram að gert sé ráð fyrir að ráðherra setji reglur um viðbrögð lögreglu við tilkynningum um óvænt andlát, ekki síst þeim sem ætla má að séu vegna mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks í sambandi við læknismeðferð eða forvarnir vegna sjúkdóma. Engar slíkar reglur hafa verið settar enda ekki kveðið á um setningu þeirra í lagaákvæðinu sjálfu. Þegar málsmeðferð er rekin aðskilin og óháð hjá þessum stjórnvöldum kann það að leiða til þess að ekki verði fullt samræmi í þeim málum sem koma til meðferðar en mikilvægt er að lík mál fái líka meðferð innan stjórnsýslunnar.“ Skýrsluna má nálgast hér: https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/rit-og-skyrslur-2015/skyrsla-starfshops-um-alvarleg-atvik-i-heilbrigdisthjonustu.pdfFjársvelt geðheilbrigðiskerfi Velferðarnefnd mun funda um þetta málefni á næstu vikum og útlit er fyrir að ég sitji þann fund sem varamaður Halldóru Mogensen, fulltrúa okkar í velferðarnefnd. Þar mun ég leitast við að fá svör við ofangreindum spurningum en ljóst er að fylgjast þarf vel með þessum málaflokki er fram líða stundir. Sérstaka eftirtekt mun ég veita þessum málaflokki í fjárlagavinnunni en mér leikur illur grunur á að meðal þeirra orsaka sem liggja að baki skorts á öryggi á geðdeildum landsins sé einmitt að finna í fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins til fjölda ára. Ef við lítum fram á veginn má finna fjölda góðra ábendinga um betri viðbrögð og bætt öryggi sjúklinga í umræddri skýrslu. Hún vísar til vinnu nágranna- og vinaþjóða okkar við það að tryggja öryggi sjúklinga í sjálfsvígshættu sem víðs vegar hefur borið góðan árangur. Þar hafa Bretar til dæmis gengið fram með góðu fordæmi og tekist að gera herbergi á stofnunum miklu öruggari fyrir sjálfsvígum. Við hljótum að fara að góðu fordæmi þeirra, setja öryggi sjúklinga í forgang og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að hörmungaratburður sem þessi geti nokkurn tímann átt sér stað aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust þær hörmulegu fréttir að ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans. Fjölskyldu hans og aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Það er skelfilegt til þess að hugsa að atvik sem þessi geti átt sér stað inn á geðdeild, sem ætti að geta tryggt öryggi sjúklinga í sjálfsvígshættu framar öðrum. Af fréttaflutningi síðustu daga má þó ráða að mál unga mannsins sé ekki einsdæmi og hafa nokkrir aðstandendur nú þegar stigið fram og lýst sjálfsvígum vandamanna sinna í svipuðum aðstæðum. Þessar frásagnir hafa vakið upp eðlilegar spurningar fjölmiðla og annara um raunverulega stærð vandans, og hefur ríkisútvarpið meðal annars óskað eftir upplýsingum hjá Landlækni um fjölda sjálfsvíga á stofnunum fram að þessu. Svar Landlæknis, um að ekki sé unnt að verða við upplýsingabeiðninni vegna þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki til hjá embættinu vekja síðan upp frekari spurningar.Rót vandans falin Núverandi lagaumhverfi gerir jú ráð fyrir því að óvænt dauðsföll innan heilbrigðisstofnanna séu tilkynnt til lögreglu annars vegar og Landlæknis hins vegar og er báðum aðilum skylt að rannsaka atvikið. Mér er óljóst hvort skráningarkerfi Landlæknis sé svo ófullkomið að ekki sé hægt að fletta upp í því eftir dánarorsök eða hvaða orsök önnur liggi að baki jafn ófullkominni upplýsingavörslu Landlæknis í þessu máli. Eitt er þó augljóst, að það þýðir lítið að vaða áfram í myrkrinu, ómeðvitaður um stærð og umfang vandans sem fyrir liggur. Sjálfsmorð á stofnunum ættu ekki að geta gerst, öllum kröftum ætti að beita til þess að koma í veg fyrir þau. En án upplýsinga og yfirsýnar er erfitt að ráðast að rót vandans og gera úrbætur þar á.Óásættanlegt svar Landlæknis Fjölmiðlar og almenningur eiga rétt á að vita umfang vandans og því er ekki hægt að sættast á svar Landlæknis um að það feli í sér of mikla vinnu að taka saman gögn um fjölda sjálfsmorða á stofnunum. Ég hef því sett saman skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem þessara upplýsinga er óskað og mun leggja hana fram strax í upphafi haustþingsins. Yfirlýsingar heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum um nýtt og betra regluverk um verkferla í málum sem þessum lofar góðu en vekur einnig upp spurningar um hvers vegna ekki hafi verið ráðist í aðgerðir strax þegar skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu lá fyrir í september 2015.Skortur á verkferlum Þar kom fram að skýra verkferla vanti í samvinnu lögreglu og Landlæknis í rannsóknum á málum sem þessum. Eins er tekið fram að ekki sé fyrir hendi sameiginlegur gagnagrunnur sem haldi utan um atvikin og gæti nýst í að vinna gegn því að sjálfsvíg á stofnunum endurtaki sig. Í niðurstöðum starfshópsins má einnig finna þessa greiningu á vandanum: „Í athugasemdum við 3. gr. frumvarps sem síðar varð að lögum um dánarvottorð, krufningar o.fl., nr. 61/1998, kemur fram að gert sé ráð fyrir að ráðherra setji reglur um viðbrögð lögreglu við tilkynningum um óvænt andlát, ekki síst þeim sem ætla má að séu vegna mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks í sambandi við læknismeðferð eða forvarnir vegna sjúkdóma. Engar slíkar reglur hafa verið settar enda ekki kveðið á um setningu þeirra í lagaákvæðinu sjálfu. Þegar málsmeðferð er rekin aðskilin og óháð hjá þessum stjórnvöldum kann það að leiða til þess að ekki verði fullt samræmi í þeim málum sem koma til meðferðar en mikilvægt er að lík mál fái líka meðferð innan stjórnsýslunnar.“ Skýrsluna má nálgast hér: https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/rit-og-skyrslur-2015/skyrsla-starfshops-um-alvarleg-atvik-i-heilbrigdisthjonustu.pdfFjársvelt geðheilbrigðiskerfi Velferðarnefnd mun funda um þetta málefni á næstu vikum og útlit er fyrir að ég sitji þann fund sem varamaður Halldóru Mogensen, fulltrúa okkar í velferðarnefnd. Þar mun ég leitast við að fá svör við ofangreindum spurningum en ljóst er að fylgjast þarf vel með þessum málaflokki er fram líða stundir. Sérstaka eftirtekt mun ég veita þessum málaflokki í fjárlagavinnunni en mér leikur illur grunur á að meðal þeirra orsaka sem liggja að baki skorts á öryggi á geðdeildum landsins sé einmitt að finna í fjársvelti geðheilbrigðiskerfisins til fjölda ára. Ef við lítum fram á veginn má finna fjölda góðra ábendinga um betri viðbrögð og bætt öryggi sjúklinga í umræddri skýrslu. Hún vísar til vinnu nágranna- og vinaþjóða okkar við það að tryggja öryggi sjúklinga í sjálfsvígshættu sem víðs vegar hefur borið góðan árangur. Þar hafa Bretar til dæmis gengið fram með góðu fordæmi og tekist að gera herbergi á stofnunum miklu öruggari fyrir sjálfsvígum. Við hljótum að fara að góðu fordæmi þeirra, setja öryggi sjúklinga í forgang og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að hörmungaratburður sem þessi geti nokkurn tímann átt sér stað aftur.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar