Frakkar tóku Hollendinga í kennslustund | Ronaldo skoraði þrisvar framhjá Gunnari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2017 20:52 Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Frakkar rústuðu Hollendingum, 4-0, í A-riðli. Kylian Mbappé, nýjasti liðsmaður Paris Saint-Germain, var á skotskónum sem og þeir Antoine Griezmann og Thomas Lemar sem gerði tvö mörk. Frakkar eru á toppi riðilsins með 16 stig en Hollendingar í 4. sætinu með 10 stig. Það er því ólíklegt að hollenska liðið sé á leið á HM. Búlgaría vann óvæntan sigur á Svíþjóð, 3-2, og gerði sig gildandi í baráttunni um 2. sætið í A-riðli. Nú munar aðeins einu stigi á liðunum. Þá gerði Lúxemborg sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Hvíta-Rússlandi á heimavelli.Cristiano Ronaldo er ekki búinn að skora nema 14 mörk í undankeppni HM.vísir/gettyStaðan í B-riðli breyttist ekkert við úrslit kvöldsins. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Portúgal vann Færeyjar, 5-1, í Porto. FH-ingurinn Gunnar Nielsen, Grindvíkingurinn Rene Joesen og Jónas Tór Næs og Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmenn ÍBV, komu allir við sögu hjá færeyska liðinu sem er í 4. sæti riðilsins. Portúgalar eru í 2. sæti með 18 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann Andorra 3-0. Þá vann Ungverjaland Lettland með þremur mörkum gegn einu. Hægri bakvörðurinn Thomas Munier skoraði þrennu þegar Belgía slátraði Gíbraltar, 9-0, í H-riðli. Romelu Lukaku skoraði sömuleiðis þrennu fyrir Belga sem eru með sex stiga forskot á toppi riðilsins. Grikkland, sem er í 2. sæti riðilsins, gerði markalaust jafntefli við Eistland. Þetta var fjórða jafntefli Grikkja í röð. Kýpur vann svo góðan 3-2 sigur á Bosníu á heimavelli. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Frakkar rústuðu Hollendingum, 4-0, í A-riðli. Kylian Mbappé, nýjasti liðsmaður Paris Saint-Germain, var á skotskónum sem og þeir Antoine Griezmann og Thomas Lemar sem gerði tvö mörk. Frakkar eru á toppi riðilsins með 16 stig en Hollendingar í 4. sætinu með 10 stig. Það er því ólíklegt að hollenska liðið sé á leið á HM. Búlgaría vann óvæntan sigur á Svíþjóð, 3-2, og gerði sig gildandi í baráttunni um 2. sætið í A-riðli. Nú munar aðeins einu stigi á liðunum. Þá gerði Lúxemborg sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Hvíta-Rússlandi á heimavelli.Cristiano Ronaldo er ekki búinn að skora nema 14 mörk í undankeppni HM.vísir/gettyStaðan í B-riðli breyttist ekkert við úrslit kvöldsins. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Portúgal vann Færeyjar, 5-1, í Porto. FH-ingurinn Gunnar Nielsen, Grindvíkingurinn Rene Joesen og Jónas Tór Næs og Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmenn ÍBV, komu allir við sögu hjá færeyska liðinu sem er í 4. sæti riðilsins. Portúgalar eru í 2. sæti með 18 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann Andorra 3-0. Þá vann Ungverjaland Lettland með þremur mörkum gegn einu. Hægri bakvörðurinn Thomas Munier skoraði þrennu þegar Belgía slátraði Gíbraltar, 9-0, í H-riðli. Romelu Lukaku skoraði sömuleiðis þrennu fyrir Belga sem eru með sex stiga forskot á toppi riðilsins. Grikkland, sem er í 2. sæti riðilsins, gerði markalaust jafntefli við Eistland. Þetta var fjórða jafntefli Grikkja í röð. Kýpur vann svo góðan 3-2 sigur á Bosníu á heimavelli.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira