Óheppilegu myndbandi af íbúa Hrafnistu dreift á Facebook Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2017 11:32 Pétur Magnússon er forstjóri Hrafnistu. Vísir Skerpa þurfti á leiðbeiningum til gesta Hrafnistu um að taka ekki myndir eða myndbönd af heimilismönnum án leyfis eftir að mál kom upp í sumar þar sem gestur tók myndband af íbúa heimilisins í óheppilegum aðstæðum.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að ungur gestur á hjúkrunarheimili Hrafnistu hafi í óleyfi tekið upp myndband af heimilismanni sem var ótengdur gestinum. Þegar upp komst um málið var rætt við gestinn og myndbandinu eytt. „Það var starfsmaður sem benti okkur á það væri búið að setja myndband á Facebook-síðu. Þá höfðum við beint samband við viðkomandi. Í kjölfarið fórum við í vakningarátak til þess að hvetja fólk til þess að hafa þetta í huga,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu í samtali við Vísi. Segir hann að ef myndbandinu hefði ekki verið eytt hefði málið verið kært til lögreglu á grundvelli persónuverndarlaga. Pétur segir mikilvægt að hafa í huga að hjúkrunarheimili á borð við Hrafnistu séu heimili fólks og þar eigi heimilismenn rétt á því að ekki séu teknar myndir eða myndbönd af þeim án leyfis. „Með þessum breytingum sem hafa orðið með tilkomu samfélagsmiðla eru myndbirtingar orðnar miklu almennari en þær voru. Þá hefur hættan á þessu aukist,“ segir Pétur. Að hans hefur átakið gengið vel og flestir hafi tekið vel í það. Ekki hafi komið upp sambærilegt mál eftir atvikið í sumar. „Ekki sem við vitum um en við getum náttúrulega ekki fylgst með öllum samfélagsmiðlum. Við verðum bara að treysta fólki,“ segir Pétur en bendir á að ekki sé hægt að banna myndatökur alfarið á hjúkrunarheimilum. „Þetta er mikilvægt tæki í nútíma lífi að eiga myndbönd af afa eða ömmu. Það er gaman að eiga það og við setjum ekki út á það. Maður þarf að lifa með þessu, það er ekki hægt að fara banna þetta alfarið.“ Heilbrigðismál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Skerpa þurfti á leiðbeiningum til gesta Hrafnistu um að taka ekki myndir eða myndbönd af heimilismönnum án leyfis eftir að mál kom upp í sumar þar sem gestur tók myndband af íbúa heimilisins í óheppilegum aðstæðum.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að ungur gestur á hjúkrunarheimili Hrafnistu hafi í óleyfi tekið upp myndband af heimilismanni sem var ótengdur gestinum. Þegar upp komst um málið var rætt við gestinn og myndbandinu eytt. „Það var starfsmaður sem benti okkur á það væri búið að setja myndband á Facebook-síðu. Þá höfðum við beint samband við viðkomandi. Í kjölfarið fórum við í vakningarátak til þess að hvetja fólk til þess að hafa þetta í huga,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu í samtali við Vísi. Segir hann að ef myndbandinu hefði ekki verið eytt hefði málið verið kært til lögreglu á grundvelli persónuverndarlaga. Pétur segir mikilvægt að hafa í huga að hjúkrunarheimili á borð við Hrafnistu séu heimili fólks og þar eigi heimilismenn rétt á því að ekki séu teknar myndir eða myndbönd af þeim án leyfis. „Með þessum breytingum sem hafa orðið með tilkomu samfélagsmiðla eru myndbirtingar orðnar miklu almennari en þær voru. Þá hefur hættan á þessu aukist,“ segir Pétur. Að hans hefur átakið gengið vel og flestir hafi tekið vel í það. Ekki hafi komið upp sambærilegt mál eftir atvikið í sumar. „Ekki sem við vitum um en við getum náttúrulega ekki fylgst með öllum samfélagsmiðlum. Við verðum bara að treysta fólki,“ segir Pétur en bendir á að ekki sé hægt að banna myndatökur alfarið á hjúkrunarheimilum. „Þetta er mikilvægt tæki í nútíma lífi að eiga myndbönd af afa eða ömmu. Það er gaman að eiga það og við setjum ekki út á það. Maður þarf að lifa með þessu, það er ekki hægt að fara banna þetta alfarið.“
Heilbrigðismál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira