Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar 31. ágúst 2017 13:00 Birkir á æfingunni í morgun. Vísir/ÓskarÓ Birkir Bjarnason er vongóður um að íslenska liðið leggi það finnska að velli í undankeppni HM 2018 en liðin mætast í Helsinki á laugardag. Íslenska liðið æfði í morgun og leikmenn ræddu við fjölmiðla um leikinn mikilvæga. Ísland er í frábærri stöðu í undankeppninni en strákarnir eru jafnir Króatíu á toppi riðilsins eftir sigur á Króötum í byrjun júní. Fyrir ári síðan vann Ísland svo ævintýralegan 3-2 sigur á Finnlandi á heimavelli eftir að hafa verið 2-1 undir þegar lítið var eftir af leiknum. „Leikurinn gegn Króatíu var frábær og vonandi höldum við áfram á þessari braut,“ sagði Birkir í samtali við Vísi í morgun. Hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt að komast aftur niður á jörðiuna eftir þann góða sigur. „Við höfum áður spilað á móti góðum liðum og unnið þau. Þá þurftum við að koma okkur snöggt niður á jörðina aftur og ég held að það verði ekkert öðruvísi núna.“ Hann segir að Finnland sé með hörkulið og að engir leikir séu léttir í þessum sterka riðli Íslands. „Við verðum að vera einbeittir hverja einustu mínútu í öllum leikjum. Við sáum að við vorum í basli með Finna síðast og þó svo að það hafi verið mjög sætt að vinna þá í lokin vil ég frekar vinna leiki fyrr,“ sagði Birkir.Terry í leik með Aston Villa.Vísir/GettyFerill Terry talar sínu máli Birkir kom til Aston Villa í upphafi ársins og missti af síðustu vikum síðasta tímabis vegna meiðsla. Hann hefur einu sinni verið byrjuanrliðsmaður með Aston Villa á nýju tímabili og vonast til að fá fleiri tækifæri. „Mér líður vel hjá Aston Villa. Þetta hefur ekki farið nógu vel af stað, hvorki hjá liðinu eða mér persónulega en þetta hefur gengið betur hjá mér persónulega í síðustu leikjum og ég vona að ég fái tækifæri að sýna hvað ég get,“ sagði Birkir. John Terry kom til félagsins frá Chelsea í sumar og Birkir ber honum söguna vel. „Hann er frábær. Mjög fínn. Góður leiðtogi og góður á æfingum sem og í klefanum. Hann er líka búinn að vera frábær inni á vellinum líka,“ segir Birkir. „Það vita allir hvað hann getur enda talar ferillinn hans sínu máli. Hann er enn frábær leikmaður.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Arnar Björnsson tók við Birki fyrir Stöð 2 í morgun. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Birkir Bjarnason er vongóður um að íslenska liðið leggi það finnska að velli í undankeppni HM 2018 en liðin mætast í Helsinki á laugardag. Íslenska liðið æfði í morgun og leikmenn ræddu við fjölmiðla um leikinn mikilvæga. Ísland er í frábærri stöðu í undankeppninni en strákarnir eru jafnir Króatíu á toppi riðilsins eftir sigur á Króötum í byrjun júní. Fyrir ári síðan vann Ísland svo ævintýralegan 3-2 sigur á Finnlandi á heimavelli eftir að hafa verið 2-1 undir þegar lítið var eftir af leiknum. „Leikurinn gegn Króatíu var frábær og vonandi höldum við áfram á þessari braut,“ sagði Birkir í samtali við Vísi í morgun. Hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt að komast aftur niður á jörðiuna eftir þann góða sigur. „Við höfum áður spilað á móti góðum liðum og unnið þau. Þá þurftum við að koma okkur snöggt niður á jörðina aftur og ég held að það verði ekkert öðruvísi núna.“ Hann segir að Finnland sé með hörkulið og að engir leikir séu léttir í þessum sterka riðli Íslands. „Við verðum að vera einbeittir hverja einustu mínútu í öllum leikjum. Við sáum að við vorum í basli með Finna síðast og þó svo að það hafi verið mjög sætt að vinna þá í lokin vil ég frekar vinna leiki fyrr,“ sagði Birkir.Terry í leik með Aston Villa.Vísir/GettyFerill Terry talar sínu máli Birkir kom til Aston Villa í upphafi ársins og missti af síðustu vikum síðasta tímabis vegna meiðsla. Hann hefur einu sinni verið byrjuanrliðsmaður með Aston Villa á nýju tímabili og vonast til að fá fleiri tækifæri. „Mér líður vel hjá Aston Villa. Þetta hefur ekki farið nógu vel af stað, hvorki hjá liðinu eða mér persónulega en þetta hefur gengið betur hjá mér persónulega í síðustu leikjum og ég vona að ég fái tækifæri að sýna hvað ég get,“ sagði Birkir. John Terry kom til félagsins frá Chelsea í sumar og Birkir ber honum söguna vel. „Hann er frábær. Mjög fínn. Góður leiðtogi og góður á æfingum sem og í klefanum. Hann er líka búinn að vera frábær inni á vellinum líka,“ segir Birkir. „Það vita allir hvað hann getur enda talar ferillinn hans sínu máli. Hann er enn frábær leikmaður.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Arnar Björnsson tók við Birki fyrir Stöð 2 í morgun.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki