Sjálfstæðisflokkurinn og Donald Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Donald Trump á sér engan líka. Á sinni skömmu en dramatísku forsetatíð hefur hann dregið niður virðingu fyrir stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Sem forseti hefur hann ráðist í orði og í verki gegn grundvallarmannréttindum samfélagshópa, bæði í Bandaríkjunum og hjá þeim sem vilja koma til landsins. Hann er forseti sem hefur sett Bandaríkin á kaldan klaka þegar kemur að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Hann er forseti sem hikar ekki við að nýta sér forsetaembættið til að þjóna persónulegum viðskiptahagsmunum. Donald Trump er enda óvinsælasti forseti Bandaríkjanna sem sögur fara af. Steininn tók auðvitað úr þegar Trump sýndi sitt rétta andlit í kjölfar hryllingsins í Charlottesville. Þegar hópur Ku Klux Klan og ný-nasista þrammaði, vopnaður og ógnandi um göturnar til að mótmæla því að fjarlægja átti styttu sem hyllir kynþáttahyggju Suðurríkjanna og þrælahald á þeldökku fólki. Heimurinn horfði í forundran þegar ung kona lést í mótmælum við rasistana. Langflestir bjuggust auðvitað við fordæmingum Heimsbyggðinni blöskraði þegar Trump sagði í kjölfar mótmælanna að í báðum hópum væri afar gott fólk og að róttækir vinstrimenn (alt-left) ættu jafna sök á ofbeldinu sem braust út í Charlottesville. Forseta Bandaríkjanna mistókst þar með herfilega að stíga niður fæti, draga línu um hvað má og hvað má ekki í siðuðu ríki. Honum mistókst að fordæma djúpstætt hatur hvítra kynþáttahatara og mistókst að halda á lofti virðingu fyrir fórnarlömbum bæði seinni heimsstyrjaldarinnar og Þrælastríðsins. Honum mistókst að halda á lofti virðingu fyrir mannréttindum. Niðurlæging Bandaríkjanna getur vart orðið meiri á alþjóðavettvangi. Hneykslanleg viðbrögð létu enda ekki á sér standa, hvorki innan Bandaríkjanna né utan. Tveir fyrrverandi Bandaríkjaforsetar úr flokki Trumps stigu fram og gerðu það sem alvöru forseti hefði gert; að fordæma hatur af hvers kyns tagi, sér í lagi kynþáttahatur. Forsætisráðherra Bretlands fordæmdi hvers kyns kynþáttahatur. Viðbrögð hennar þóttu samt of slök og þrýst var á hana af almenningi, fjölmiðlum og stjórnmálafólki í Bretlandi að tala skýrar gegn siðblindum forsetanum og hún hvött til að taka ekki á móti Trump í opinbera heimsókn til Bretlands. Þýski innanríkisráðherrann fordæmdi harðlega orð Trumps og það gerði einnig leiðtogi þýsku stjórnarandstöðunnar. Evrópusambandið og leiðtogar á alþjóðavettvangi fordæmdu kynþáttahatur og afsakanir Trumps. Og nefnd Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu kynþáttamismunar varar nú við málflutningi kynþáttahatara í Bandaríkjunum og hvetur æðstu ráðamenn þjóðarinnar að hafna skýrt og afdráttarlaust málflutningi kynþáttahatara.Hér heyrist ekki múkk En hér á Íslandi heyrist ekki múkk frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Íslands. Það er eins og ekki megi gagnrýna Trump. Utanríkisráðherra og forsætisráðherra fara eins og kettir kringum graut þegar kemur að hinum ruglaða Bandaríkjaforseta. Utanríkisráðherra Íslands talar enn þá um það (Helgarútgáfan 13. ágúst Rás 2) að enn eigi eftir „að koma í ljós hvernig forseti Trump sé, að hann sé „bara“ búinn að vera í embætti í 200 daga og „…við þurfum nú að sjá hvernig ríkisstjórn Trumps eigi eftir að vera“. Trump þurfi nú tíma. Sama dans í kringum Bandaríkjaforsetann hefur Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, dansað. Trump sé að mörgu leyti „óvenjulegur forseti“ eins og Bjarni hefur orðað það pent. Jafnvel þó að Trump sé allrar gagnrýni verður, þá virðist ráðherrum Sjálfstæðisflokksins það lífsins ómögulegt að gagnrýna orð og gerðir hans. Það var ekki fyrr en allir aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna hörmuðu að Trump ákvað að slíta Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu, að Bjarni Benediktsson lét til leiðast í eitt skiptið að gagnrýna Trump. Með semingi þó. Donald Trump þarf alls ekki meiri tíma til að réttlætanlegt sé að gagnrýna hann. Hann hefur nú þegar haft nægan tíma til að sýna nákvæmlega hvers konar forseti hann er. Af nógu er að taka. Forseti sem fordæmir minnihlutahópa, sýnir kvenfyrirlitningu og hótar kjarnorkustríði gegn N-Kóreu – en getur alls ekki fordæmt hvíta nasista – er fyllilega þess verður að gagnrýna með skýrum hætti. Íslenskir ráðherrar, talsmenn þjóðarinnar, eiga að vera óhræddir við að gagnrýna kynþáttahatur og beinan eða óbeinan stuðning við það. Annað er undirlægjuháttur ráðamanna sjálfstæðs ríkis og á ekkert skylt við utanríkisstefnu Íslands. Höfundur er þingmaður VG og situr í utanríkismálanefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Donald Trump á sér engan líka. Á sinni skömmu en dramatísku forsetatíð hefur hann dregið niður virðingu fyrir stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Sem forseti hefur hann ráðist í orði og í verki gegn grundvallarmannréttindum samfélagshópa, bæði í Bandaríkjunum og hjá þeim sem vilja koma til landsins. Hann er forseti sem hefur sett Bandaríkin á kaldan klaka þegar kemur að alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Hann er forseti sem hikar ekki við að nýta sér forsetaembættið til að þjóna persónulegum viðskiptahagsmunum. Donald Trump er enda óvinsælasti forseti Bandaríkjanna sem sögur fara af. Steininn tók auðvitað úr þegar Trump sýndi sitt rétta andlit í kjölfar hryllingsins í Charlottesville. Þegar hópur Ku Klux Klan og ný-nasista þrammaði, vopnaður og ógnandi um göturnar til að mótmæla því að fjarlægja átti styttu sem hyllir kynþáttahyggju Suðurríkjanna og þrælahald á þeldökku fólki. Heimurinn horfði í forundran þegar ung kona lést í mótmælum við rasistana. Langflestir bjuggust auðvitað við fordæmingum Heimsbyggðinni blöskraði þegar Trump sagði í kjölfar mótmælanna að í báðum hópum væri afar gott fólk og að róttækir vinstrimenn (alt-left) ættu jafna sök á ofbeldinu sem braust út í Charlottesville. Forseta Bandaríkjanna mistókst þar með herfilega að stíga niður fæti, draga línu um hvað má og hvað má ekki í siðuðu ríki. Honum mistókst að fordæma djúpstætt hatur hvítra kynþáttahatara og mistókst að halda á lofti virðingu fyrir fórnarlömbum bæði seinni heimsstyrjaldarinnar og Þrælastríðsins. Honum mistókst að halda á lofti virðingu fyrir mannréttindum. Niðurlæging Bandaríkjanna getur vart orðið meiri á alþjóðavettvangi. Hneykslanleg viðbrögð létu enda ekki á sér standa, hvorki innan Bandaríkjanna né utan. Tveir fyrrverandi Bandaríkjaforsetar úr flokki Trumps stigu fram og gerðu það sem alvöru forseti hefði gert; að fordæma hatur af hvers kyns tagi, sér í lagi kynþáttahatur. Forsætisráðherra Bretlands fordæmdi hvers kyns kynþáttahatur. Viðbrögð hennar þóttu samt of slök og þrýst var á hana af almenningi, fjölmiðlum og stjórnmálafólki í Bretlandi að tala skýrar gegn siðblindum forsetanum og hún hvött til að taka ekki á móti Trump í opinbera heimsókn til Bretlands. Þýski innanríkisráðherrann fordæmdi harðlega orð Trumps og það gerði einnig leiðtogi þýsku stjórnarandstöðunnar. Evrópusambandið og leiðtogar á alþjóðavettvangi fordæmdu kynþáttahatur og afsakanir Trumps. Og nefnd Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu kynþáttamismunar varar nú við málflutningi kynþáttahatara í Bandaríkjunum og hvetur æðstu ráðamenn þjóðarinnar að hafna skýrt og afdráttarlaust málflutningi kynþáttahatara.Hér heyrist ekki múkk En hér á Íslandi heyrist ekki múkk frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Íslands. Það er eins og ekki megi gagnrýna Trump. Utanríkisráðherra og forsætisráðherra fara eins og kettir kringum graut þegar kemur að hinum ruglaða Bandaríkjaforseta. Utanríkisráðherra Íslands talar enn þá um það (Helgarútgáfan 13. ágúst Rás 2) að enn eigi eftir „að koma í ljós hvernig forseti Trump sé, að hann sé „bara“ búinn að vera í embætti í 200 daga og „…við þurfum nú að sjá hvernig ríkisstjórn Trumps eigi eftir að vera“. Trump þurfi nú tíma. Sama dans í kringum Bandaríkjaforsetann hefur Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, dansað. Trump sé að mörgu leyti „óvenjulegur forseti“ eins og Bjarni hefur orðað það pent. Jafnvel þó að Trump sé allrar gagnrýni verður, þá virðist ráðherrum Sjálfstæðisflokksins það lífsins ómögulegt að gagnrýna orð og gerðir hans. Það var ekki fyrr en allir aðrir forsætisráðherrar Norðurlandanna hörmuðu að Trump ákvað að slíta Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu, að Bjarni Benediktsson lét til leiðast í eitt skiptið að gagnrýna Trump. Með semingi þó. Donald Trump þarf alls ekki meiri tíma til að réttlætanlegt sé að gagnrýna hann. Hann hefur nú þegar haft nægan tíma til að sýna nákvæmlega hvers konar forseti hann er. Af nógu er að taka. Forseti sem fordæmir minnihlutahópa, sýnir kvenfyrirlitningu og hótar kjarnorkustríði gegn N-Kóreu – en getur alls ekki fordæmt hvíta nasista – er fyllilega þess verður að gagnrýna með skýrum hætti. Íslenskir ráðherrar, talsmenn þjóðarinnar, eiga að vera óhræddir við að gagnrýna kynþáttahatur og beinan eða óbeinan stuðning við það. Annað er undirlægjuháttur ráðamanna sjálfstæðs ríkis og á ekkert skylt við utanríkisstefnu Íslands. Höfundur er þingmaður VG og situr í utanríkismálanefnd Alþingis.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun