Fjáraustur úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins Þórólfur Matthíasson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Lánasjóður íslenskra námsmanna er ríkisstofnun. Sjóðurinn veitir lán á hagstæðum kjörum til námsfólks sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Sjóðnum er óheimilt að mismuna námsmönnum eftir námsgreinum eða á grundvelli annarra atriða enda er hann háður ákvæðum stjórnsýslulaga í rekstri sínum og stjórnsýslu. Líknarfélög, áhugamannafélög og hagsmunafélög nota stundum sjálfsaflafé sitt til að styrkja námsmenn sem stunda nám sem tengist starfssviði viðkomandi félags. Það má nefna Menntasjóð Viðskiptaráðs, námsstyrki Stofnunar Leifs Eiríkssonar, námsstyrki Bandalags kvenna í Reykjavík o.s.frv. Í þessa flóru styrkveitenda má svo bæta Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins fær, rétt eins og Lánasjóður íslenskra námsmanna myndarlega fjárveitingu af fjárlögum á hverju ári. Sjóðurinn er því bundinn af lögum sem um hann gilda auk stjórnsýslulaga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla sem binda hendur þeirra sem ráðstafa fjármunum úr ríkissjóði. Reyndar vekur athygli að sjóðnum hefur ekki verið sett reglugerð þannig að stjórnarmönnum hans eru gefnar nokkuð frjálsari hendur en eðlilegt mætti telja. Framleiðnisjóðurinn auglýsir árlega í Bændablaðinu eftir umsóknum um styrki til þeirra sem sjá fyrir sér að starfa við a) Ráðgjöf og leiðbeiningar í landbúnaði, b) kennslu í landbúnaðarfræðum, c) landbúnaðarrannsóknir og d) starf við gæðastjórnun og/eða vöruþróun fyrirtækja í framleiðslu á íslenskum matvælum. Frá 2005 hafa 43 námsmenn í meistaranámi og 10 nemar í doktorsnámi hlotið 500-600 þúsund króna styrk fyrir tilstyrk Framleiðnisjóðs, sbr. yfirlit í töflu 1.Þessar styrkveitingar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eru í hæsta máta óeðlilegar. Í fyrsta lagi er ekki um sjálfsaflafé sjóðsins að ræða eins og í tilfelli þeirra líknar- og áhugamannafélaga sem vísað er til að ofan. Framleiðnisjóður landbúnaðarins notar skattfé, fé sem ella væri hægt að nota til að hjúkra veiku fólki eða sinna öðrum opinberum viðfangsefnum í verkefni sem þegar eru styrkt af hinu opinbera fyrir tilstuðlan Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í öðru lagi má efast um að auglýsing í Bændablaðinu uppfylli kröfur stjórnsýslulaga um jafnræði þegnanna að gæðum sem úthlutað er úr ríkissjóði. Þannig er ekki augljóst að nemandi sem hyggst starfa að vöruþróun á sviði sjávarútvegs rekist á eintak af Bændablaðinu þann daginn sem Framleiðnisjóður auglýsir. Það er heldur ekki augljóst að aðrir nemar sem hug hafa á námi er fellur undir liði a) til d) hér að ofan rekist á Bændablaðið þegar þeir skipuleggja umsóknir í námslánasjóði. Í þriðja lagi verður að teljast ólíklegt að styrkir til einstakra námsmanna falli undir verksvið sjóðsins samkvæmt lögum sem um hann gilda. Gildir einu þó svo talað sé um það í Búnaðarlagasamningi að Framleiðnisjóður skuli vera leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf í landbúnaði. Þessi fjáraustur stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins er ekki til þess fallinn að efla tiltrú og traust gagnvart forystumönnum í landbúnaði. Ekki síst í ljósi þess að þeir ganga reglulega með betlistaf til stjórnvalda og biðja um milljarða í stuðning við gamaldags búskaparlag. Höfundur er hagfræðiprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Lánasjóður íslenskra námsmanna er ríkisstofnun. Sjóðurinn veitir lán á hagstæðum kjörum til námsfólks sem uppfyllir ákveðin skilyrði. Sjóðnum er óheimilt að mismuna námsmönnum eftir námsgreinum eða á grundvelli annarra atriða enda er hann háður ákvæðum stjórnsýslulaga í rekstri sínum og stjórnsýslu. Líknarfélög, áhugamannafélög og hagsmunafélög nota stundum sjálfsaflafé sitt til að styrkja námsmenn sem stunda nám sem tengist starfssviði viðkomandi félags. Það má nefna Menntasjóð Viðskiptaráðs, námsstyrki Stofnunar Leifs Eiríkssonar, námsstyrki Bandalags kvenna í Reykjavík o.s.frv. Í þessa flóru styrkveitenda má svo bæta Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins fær, rétt eins og Lánasjóður íslenskra námsmanna myndarlega fjárveitingu af fjárlögum á hverju ári. Sjóðurinn er því bundinn af lögum sem um hann gilda auk stjórnsýslulaga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla sem binda hendur þeirra sem ráðstafa fjármunum úr ríkissjóði. Reyndar vekur athygli að sjóðnum hefur ekki verið sett reglugerð þannig að stjórnarmönnum hans eru gefnar nokkuð frjálsari hendur en eðlilegt mætti telja. Framleiðnisjóðurinn auglýsir árlega í Bændablaðinu eftir umsóknum um styrki til þeirra sem sjá fyrir sér að starfa við a) Ráðgjöf og leiðbeiningar í landbúnaði, b) kennslu í landbúnaðarfræðum, c) landbúnaðarrannsóknir og d) starf við gæðastjórnun og/eða vöruþróun fyrirtækja í framleiðslu á íslenskum matvælum. Frá 2005 hafa 43 námsmenn í meistaranámi og 10 nemar í doktorsnámi hlotið 500-600 þúsund króna styrk fyrir tilstyrk Framleiðnisjóðs, sbr. yfirlit í töflu 1.Þessar styrkveitingar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eru í hæsta máta óeðlilegar. Í fyrsta lagi er ekki um sjálfsaflafé sjóðsins að ræða eins og í tilfelli þeirra líknar- og áhugamannafélaga sem vísað er til að ofan. Framleiðnisjóður landbúnaðarins notar skattfé, fé sem ella væri hægt að nota til að hjúkra veiku fólki eða sinna öðrum opinberum viðfangsefnum í verkefni sem þegar eru styrkt af hinu opinbera fyrir tilstuðlan Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Í öðru lagi má efast um að auglýsing í Bændablaðinu uppfylli kröfur stjórnsýslulaga um jafnræði þegnanna að gæðum sem úthlutað er úr ríkissjóði. Þannig er ekki augljóst að nemandi sem hyggst starfa að vöruþróun á sviði sjávarútvegs rekist á eintak af Bændablaðinu þann daginn sem Framleiðnisjóður auglýsir. Það er heldur ekki augljóst að aðrir nemar sem hug hafa á námi er fellur undir liði a) til d) hér að ofan rekist á Bændablaðið þegar þeir skipuleggja umsóknir í námslánasjóði. Í þriðja lagi verður að teljast ólíklegt að styrkir til einstakra námsmanna falli undir verksvið sjóðsins samkvæmt lögum sem um hann gilda. Gildir einu þó svo talað sé um það í Búnaðarlagasamningi að Framleiðnisjóður skuli vera leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf í landbúnaði. Þessi fjáraustur stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins er ekki til þess fallinn að efla tiltrú og traust gagnvart forystumönnum í landbúnaði. Ekki síst í ljósi þess að þeir ganga reglulega með betlistaf til stjórnvalda og biðja um milljarða í stuðning við gamaldags búskaparlag. Höfundur er hagfræðiprófessor.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun