Aukum jöfnuð Logi Einarsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Í nýrri könnun ASÍ kemur fram að skattar hafa hækkað á alla tekjuhópa frá árinu 1998, langmest á þá tekjulægstu. Á þessum 19 árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn í 15 ár, lengst af í öndvegi. Hann hefur horn í síðu skatta og lítur alls ekki á þá sem leið til tekjujöfnunar. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú og á síðasta kjörtímabili, dregið úr þrepaskiptingu skattkerfisins, afnumið auðlegðarskatt og stórminnkað barna- og húsnæðisstuðning. Álögum hefur verið létt af ríkasta fólki landsins en verið auknar á venjulegt fólk, ekki síst þá tekjulægstu. Þetta er ómannúðleg forgangsröðun í samfélagi þar sem fjöldi fólks, á öllum aldri, berst í bökkum og meira en 6.000 börn búa við skort. Og það í góðæri. Sífellt fleiri alþjóðlegar rannsóknir sýna að mikill jöfnuður er líklegur til að skapa friðsælt, kraftmikið samfélag og því skiptir jöfnunarhlutverk skattkerfisins miklu máli. Sú staðreynd að danskt lágtekjufólk sé mun líklegra til að upplifa „ameríska drauminn“ en fólk í sömu stöðu í Bandaríkjunum talar líklega sínu máli. Hún er vel þekkt mantra Sjálfstæðisflokksins um að ævinlega beri að lækka skatta, enda sé einstaklingurinn ávallt betur til þess fallinn en ríkið, að ráðstafa tekjum sínum. Þessi frasi er yfirborðskenndur, villandi og skammsýnn; hann dugar ekki einu sinni til að tryggja vel launuðu fólki öryggi, hvað þá hinum tekjulægri. Flest lendum við nefnilega í veikindum eða stórum áföllum á ævinni og án sterkrar samneyslu værum við langflest illa í stakk búin til að mæta þeim. Því væri nær að fullyrða að réttlát skattgreiðsla sé gáfulegasta fjárfesting sem flestir Íslendingar taka þátt í á ævinni. Í nýsamþykktri fjármálaáætlun fullyrða Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að skattar séu andstæða frelsis. Þótt þessi fífilbrekkulega fullyrðing virðist kannski léttvæg, felst í henni nöturleg framtíðarsýn. Fram undan er hatrömm barátta milli þeirra flokka sem munu auka bilið milli þeirra efnameiri og tekjulægri, og hinna sem vilja byggja samfélag aukins jöfnuðar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Einarsson Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í nýrri könnun ASÍ kemur fram að skattar hafa hækkað á alla tekjuhópa frá árinu 1998, langmest á þá tekjulægstu. Á þessum 19 árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn í 15 ár, lengst af í öndvegi. Hann hefur horn í síðu skatta og lítur alls ekki á þá sem leið til tekjujöfnunar. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú og á síðasta kjörtímabili, dregið úr þrepaskiptingu skattkerfisins, afnumið auðlegðarskatt og stórminnkað barna- og húsnæðisstuðning. Álögum hefur verið létt af ríkasta fólki landsins en verið auknar á venjulegt fólk, ekki síst þá tekjulægstu. Þetta er ómannúðleg forgangsröðun í samfélagi þar sem fjöldi fólks, á öllum aldri, berst í bökkum og meira en 6.000 börn búa við skort. Og það í góðæri. Sífellt fleiri alþjóðlegar rannsóknir sýna að mikill jöfnuður er líklegur til að skapa friðsælt, kraftmikið samfélag og því skiptir jöfnunarhlutverk skattkerfisins miklu máli. Sú staðreynd að danskt lágtekjufólk sé mun líklegra til að upplifa „ameríska drauminn“ en fólk í sömu stöðu í Bandaríkjunum talar líklega sínu máli. Hún er vel þekkt mantra Sjálfstæðisflokksins um að ævinlega beri að lækka skatta, enda sé einstaklingurinn ávallt betur til þess fallinn en ríkið, að ráðstafa tekjum sínum. Þessi frasi er yfirborðskenndur, villandi og skammsýnn; hann dugar ekki einu sinni til að tryggja vel launuðu fólki öryggi, hvað þá hinum tekjulægri. Flest lendum við nefnilega í veikindum eða stórum áföllum á ævinni og án sterkrar samneyslu værum við langflest illa í stakk búin til að mæta þeim. Því væri nær að fullyrða að réttlát skattgreiðsla sé gáfulegasta fjárfesting sem flestir Íslendingar taka þátt í á ævinni. Í nýsamþykktri fjármálaáætlun fullyrða Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að skattar séu andstæða frelsis. Þótt þessi fífilbrekkulega fullyrðing virðist kannski léttvæg, felst í henni nöturleg framtíðarsýn. Fram undan er hatrömm barátta milli þeirra flokka sem munu auka bilið milli þeirra efnameiri og tekjulægri, og hinna sem vilja byggja samfélag aukins jöfnuðar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun