Raddstýrða stríðið Björn Berg Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Smásölumarkaðurinn vestanhafs var heldur betur í sviðsljósinu í síðustu viku. Hluthafar Whole Foods samþykktu formlega að selja verslanakeðjuna til Amazon á ríflega 1.500 milljarða króna og nýju eigendurnir ætla strax að lækka vöruverð. Samdægurs bárust áhugaverð tíðindi frá Google. Frá og með síðari hluta september geta notendur snjallhátalarans Google Home keypt vörur frá stærsta smásala heims, Wal-Mart, með raddskipunum.Amazon með forystu Flestum ber saman um að samstarf Google og Wal-Mart sé svar við auknum umsvifum Amazon. Jeff Bezos og félagar hafa lagt ríka áherslu á þróun og sölu Amazon Echo snjallhátalara að undanförnu og nífaldaðist salan á síðasta ári. Echo hefur í dag tæplega þrisvar sinnum fleiri virka notendur en Google Home. Markmiðið er þó ekki eingöngu að selja sem flesta hátalara heldur að hagnast á notkuninni. Ljóst er að Amazon og Google telja raddstýrð innkaup spennandi markað og þó Amazon hafi hingað til verið mun meira áberandi í smásölu á vefnum er samstarfið við Wal-Mart afar stórt skref fyrir Google og markaðstorg þeirra, Google Express. Vörur Costco, Target, Walgreens, Toys R Us og fleiri risa hafa reyndar verið í boði á markaðstorginu (meira að segja Whole Foods) og frá því í febrúar hefur verið hægt að panta vörur með raddstýringu en með tilkomu Wal-Mart færist samkeppnin á annað plan.Næsta skref í vefverslun Það getur verið erfitt að átta sig á áhrifum aukinnar samkeppni en stundum er hægt að sjá vísbendingar í verðlagningu hlutabréfa. Þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup Amazon á Whole Foods í byrjun sumars féllu hlutabréf Costco um 3% og um önnur 5% á miðvikudaginn þegar Amazon greindi frá verðlækkunum. Það er því ljóst að markaðurinn lítur svo á að taka þurfi vefverslun alvarlega. Ekkert er þó ennþá í boði hér heima. Google heyrir vissulega íslensku og getur skrifað niður talað mál, en gervigreind Google Assistant býður ekki enn upp á samskipti á tungumálinu frekar en Alexa (gervigreind Amazon), Cortana (Microsoft) og Siri (Apple). Íslenskir neytendur munu þó væntanlega ekki láta bjóða sér það til lengdar og munu nota þær lausnir sem í boði verða, hvort sem raddstýring tækja, verslunar, tónlistar og fleira verður á íslensku eða ensku.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Smásölumarkaðurinn vestanhafs var heldur betur í sviðsljósinu í síðustu viku. Hluthafar Whole Foods samþykktu formlega að selja verslanakeðjuna til Amazon á ríflega 1.500 milljarða króna og nýju eigendurnir ætla strax að lækka vöruverð. Samdægurs bárust áhugaverð tíðindi frá Google. Frá og með síðari hluta september geta notendur snjallhátalarans Google Home keypt vörur frá stærsta smásala heims, Wal-Mart, með raddskipunum.Amazon með forystu Flestum ber saman um að samstarf Google og Wal-Mart sé svar við auknum umsvifum Amazon. Jeff Bezos og félagar hafa lagt ríka áherslu á þróun og sölu Amazon Echo snjallhátalara að undanförnu og nífaldaðist salan á síðasta ári. Echo hefur í dag tæplega þrisvar sinnum fleiri virka notendur en Google Home. Markmiðið er þó ekki eingöngu að selja sem flesta hátalara heldur að hagnast á notkuninni. Ljóst er að Amazon og Google telja raddstýrð innkaup spennandi markað og þó Amazon hafi hingað til verið mun meira áberandi í smásölu á vefnum er samstarfið við Wal-Mart afar stórt skref fyrir Google og markaðstorg þeirra, Google Express. Vörur Costco, Target, Walgreens, Toys R Us og fleiri risa hafa reyndar verið í boði á markaðstorginu (meira að segja Whole Foods) og frá því í febrúar hefur verið hægt að panta vörur með raddstýringu en með tilkomu Wal-Mart færist samkeppnin á annað plan.Næsta skref í vefverslun Það getur verið erfitt að átta sig á áhrifum aukinnar samkeppni en stundum er hægt að sjá vísbendingar í verðlagningu hlutabréfa. Þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup Amazon á Whole Foods í byrjun sumars féllu hlutabréf Costco um 3% og um önnur 5% á miðvikudaginn þegar Amazon greindi frá verðlækkunum. Það er því ljóst að markaðurinn lítur svo á að taka þurfi vefverslun alvarlega. Ekkert er þó ennþá í boði hér heima. Google heyrir vissulega íslensku og getur skrifað niður talað mál, en gervigreind Google Assistant býður ekki enn upp á samskipti á tungumálinu frekar en Alexa (gervigreind Amazon), Cortana (Microsoft) og Siri (Apple). Íslenskir neytendur munu þó væntanlega ekki láta bjóða sér það til lengdar og munu nota þær lausnir sem í boði verða, hvort sem raddstýring tækja, verslunar, tónlistar og fleira verður á íslensku eða ensku.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar